Alda hnakkastulda ríður yfir Suðurland 12. júní 2012 07:00 Innbrotafaraldur í hesthús Lögreglunni á Selfossi hafa borist fjölmargar tilkynningar um innbrot í hesthús að undanförnu þar sem dýrum hnökkum og öðrum reiðtygjum er stolið. Fréttablaðið/Rósa Innbrotafaraldur í hesthús hefur gengið yfir Suðurland að undanförnu og hafa að minnsta kosti fimm slík verið tilkynnt til lögreglu síðustu mánuði. Síðast á sunnudagskvöld var brotist inn í hesthús í Norðurtröð á Selfossi og þaðan stolið tveimur hnökkum og fleiri verðmætum. Björn Grétarsson, varðstjóri lögreglunnar á Selfossi, segir faraldurinn afar óvenjulegan. Ekki er búið að taka saman nákvæman fjölda innbrota eða hnakka sem hefur verið stolið, en það verður gert næstu daga. „Mann grunar að þetta séu sömu aðilarnir í einhverjum tilvikum, en það er verið að ganga í þetta og grípa til ráðstafana. Þetta gengur ekki svona," segir Björn. Reiðhnakkur kostar á bilinu 200 til 600 þúsund krónur. Ekki er vitað hvernig þrjótarnir koma hnökkunum í verð. „Annaðhvort er farið með þá til fólks sem er sama hvaðan þeir koma, eða þeir eru sendir til útlanda," segir hann og bætir við að stuldirnir hafi færst í vöxt eftir efnahagshrunið. Magnús Ólason, varaformaður hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi, segir undirbúning nágrannavörslu vera í pípunum. „Þetta er alveg skelfilegt," segir hann. „Þetta er gríðarlegt tjón sem fólk er að verða fyrir. Meðalverð hnakks er um 250 þúsund og það er verið að taka þrjá til fjóra í einu. Þetta gengur ekki svona." Lögreglan hafði nýlega hendur í hári manns á Stokkseyri sem hafði í fórum sínum nokkuð magn af stolnum reiðhnökkum og öðrum reiðtygjum. Maðurinn játaði á sig eitt innbrot. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að maðurinn verði yfirheyrður aftur. „Hann er búinn að gangast við einu innbrotinu, en það sem við tókum hjá honum er búið að samkenna við annað," segir hann. Um er að ræða heimamann á þrítugsaldri. Tilkynnt var um innbrot í hesthús í Heimsenda í Kópavogi í síðustu viku og hnökkum stolið. Í lok síðasta mánaðar var einnig brotist inn í tvö hesthús á Selfossi og hnakkar teknir þaðan. Fleiri slík mál hafa verið tilkynnt til lögreglu það sem af er ári. Málin virðast þó ekki einungis vera bundin við Suðurland, en sex hnökkum var stolið úr hesthúsi í Víðigerði í lok maí. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Innbrotafaraldur í hesthús hefur gengið yfir Suðurland að undanförnu og hafa að minnsta kosti fimm slík verið tilkynnt til lögreglu síðustu mánuði. Síðast á sunnudagskvöld var brotist inn í hesthús í Norðurtröð á Selfossi og þaðan stolið tveimur hnökkum og fleiri verðmætum. Björn Grétarsson, varðstjóri lögreglunnar á Selfossi, segir faraldurinn afar óvenjulegan. Ekki er búið að taka saman nákvæman fjölda innbrota eða hnakka sem hefur verið stolið, en það verður gert næstu daga. „Mann grunar að þetta séu sömu aðilarnir í einhverjum tilvikum, en það er verið að ganga í þetta og grípa til ráðstafana. Þetta gengur ekki svona," segir Björn. Reiðhnakkur kostar á bilinu 200 til 600 þúsund krónur. Ekki er vitað hvernig þrjótarnir koma hnökkunum í verð. „Annaðhvort er farið með þá til fólks sem er sama hvaðan þeir koma, eða þeir eru sendir til útlanda," segir hann og bætir við að stuldirnir hafi færst í vöxt eftir efnahagshrunið. Magnús Ólason, varaformaður hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi, segir undirbúning nágrannavörslu vera í pípunum. „Þetta er alveg skelfilegt," segir hann. „Þetta er gríðarlegt tjón sem fólk er að verða fyrir. Meðalverð hnakks er um 250 þúsund og það er verið að taka þrjá til fjóra í einu. Þetta gengur ekki svona." Lögreglan hafði nýlega hendur í hári manns á Stokkseyri sem hafði í fórum sínum nokkuð magn af stolnum reiðhnökkum og öðrum reiðtygjum. Maðurinn játaði á sig eitt innbrot. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að maðurinn verði yfirheyrður aftur. „Hann er búinn að gangast við einu innbrotinu, en það sem við tókum hjá honum er búið að samkenna við annað," segir hann. Um er að ræða heimamann á þrítugsaldri. Tilkynnt var um innbrot í hesthús í Heimsenda í Kópavogi í síðustu viku og hnökkum stolið. Í lok síðasta mánaðar var einnig brotist inn í tvö hesthús á Selfossi og hnakkar teknir þaðan. Fleiri slík mál hafa verið tilkynnt til lögreglu það sem af er ári. Málin virðast þó ekki einungis vera bundin við Suðurland, en sex hnökkum var stolið úr hesthúsi í Víðigerði í lok maí. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira