Ekki lesa ekki neitt Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir skrifar 2. júní 2012 06:00 Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um að efla þurfi lestur barna og unglinga en ekki er víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu mikið tapast þegar börnin þeirra líta ekki í bók hátt í þrjá mánuði yfir sumartímann. SumarlesturErlendar rannsóknir sýna að þeim nemendum sem ekki opna bók í sumarleyfinu fer aftur. Á ensku nefnist þetta summer reading loss (eða summer learning loss) og vísar í þá afturför í lestrarfærni sem á sér stað yfir sumarið þegar börnin hljóta ekki formlega lestrarkennslu. Þetta er ekki bara tilfinning eða ágiskun kennara, heldur skráð og rannsakað fyrirbæri (sjá til dæmis Kim, JS. 2011 og 2012, og Moynihan, L. 2011). Staðreyndin er sú að lestrarfærni þeirra sem lesa ekkert á sumrin stendur ekki í stað milli vors og hausts heldur hrakar henni marktækt og það getur tekið nemendur allt að tvo mánuði að vinna sig upp í sömu færni og þeir höfðu við upphaf sumarleyfis. Lestrarfærni þeirra barna sem lesa eitthvað stendur í stað eða batnar jafnvel. Þessar sömu rannsóknir sýna að það eru oftast þeir sem síst mega við því sem lesa minnst í sumarfríinu og standa því enn verr að hausti. Þetta vindur svo upp á sig og þeir sem ekkert lesa standa sífellt verr, eru lengur að vinna sig upp og ná jafnvel ekki jafnöldrum sínum yfir skólaárið. Það sem helst spáir fyrir um hvort lestrarkunnáttu barns hrakar yfir sumartímann er hvort það les eða ekki og það hvort barnið les yfir sumartímann ræðst að mestu af því hvort það hefur aðgang að bókum eða ekki. Ábyrgð foreldraÁ sumrin, þegar börn og unglingar fá ekki það aðhald sem skólastofan veitir, er ekki ólíklegt að þau þurfi hvatningu til lestrar og stuðning við val á lesefni. Hér gegna foreldrar og forráðamenn lykilhlutverki. Fáðu lánaða eða kauptu bók handa ungmenninu þegar þú grípur bók handa þér, krakkar hafa alveg jafn gaman af nýju lesefni og við hin. Hinir fullorðnu ættu að hafa í huga að gera ungmennunum auðvelt að nálgast bækur sem henta áhuga og getu. Lestu bókina sem ungmennið les, vertu tilbúin til viðræðna um bókina og ræddu um aðrar bækur sem þú lest. Umræður um lestur efla áhugann á lestri. Með því að gera lestur að sameiginlegri tómstundaiðju fjölskyldunnar yfir sumarið skapast skemmtilegar samverustundir og um leið aukast líkurnar á því að börnin mæti í skólann að hausti þokkalega búin undir skólaárið. En það eru fleiri en foreldrar sem geta haft áhrif. Á ráðstefnunni Alvara málsins, bókaþjóð í ólestri í janúar 2012 var bent á að ábyrgðin á bókmenntauppeldinu væri samfélagsins alls. Heimilin, skólarnir, fjölmiðlar og ekki síst yfirvöld þurfa að taka höndum saman og gera lestur að áhugaverðri og gildri iðju sem fær jákvæða athygli. Við undirritaðar teljum verulega þörf á sumarlestrarátaki á Íslandi – áberandi, sýnilegu og ágengu átaki sem nær til allra sem að málinu koma – allra Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um að efla þurfi lestur barna og unglinga en ekki er víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu mikið tapast þegar börnin þeirra líta ekki í bók hátt í þrjá mánuði yfir sumartímann. SumarlesturErlendar rannsóknir sýna að þeim nemendum sem ekki opna bók í sumarleyfinu fer aftur. Á ensku nefnist þetta summer reading loss (eða summer learning loss) og vísar í þá afturför í lestrarfærni sem á sér stað yfir sumarið þegar börnin hljóta ekki formlega lestrarkennslu. Þetta er ekki bara tilfinning eða ágiskun kennara, heldur skráð og rannsakað fyrirbæri (sjá til dæmis Kim, JS. 2011 og 2012, og Moynihan, L. 2011). Staðreyndin er sú að lestrarfærni þeirra sem lesa ekkert á sumrin stendur ekki í stað milli vors og hausts heldur hrakar henni marktækt og það getur tekið nemendur allt að tvo mánuði að vinna sig upp í sömu færni og þeir höfðu við upphaf sumarleyfis. Lestrarfærni þeirra barna sem lesa eitthvað stendur í stað eða batnar jafnvel. Þessar sömu rannsóknir sýna að það eru oftast þeir sem síst mega við því sem lesa minnst í sumarfríinu og standa því enn verr að hausti. Þetta vindur svo upp á sig og þeir sem ekkert lesa standa sífellt verr, eru lengur að vinna sig upp og ná jafnvel ekki jafnöldrum sínum yfir skólaárið. Það sem helst spáir fyrir um hvort lestrarkunnáttu barns hrakar yfir sumartímann er hvort það les eða ekki og það hvort barnið les yfir sumartímann ræðst að mestu af því hvort það hefur aðgang að bókum eða ekki. Ábyrgð foreldraÁ sumrin, þegar börn og unglingar fá ekki það aðhald sem skólastofan veitir, er ekki ólíklegt að þau þurfi hvatningu til lestrar og stuðning við val á lesefni. Hér gegna foreldrar og forráðamenn lykilhlutverki. Fáðu lánaða eða kauptu bók handa ungmenninu þegar þú grípur bók handa þér, krakkar hafa alveg jafn gaman af nýju lesefni og við hin. Hinir fullorðnu ættu að hafa í huga að gera ungmennunum auðvelt að nálgast bækur sem henta áhuga og getu. Lestu bókina sem ungmennið les, vertu tilbúin til viðræðna um bókina og ræddu um aðrar bækur sem þú lest. Umræður um lestur efla áhugann á lestri. Með því að gera lestur að sameiginlegri tómstundaiðju fjölskyldunnar yfir sumarið skapast skemmtilegar samverustundir og um leið aukast líkurnar á því að börnin mæti í skólann að hausti þokkalega búin undir skólaárið. En það eru fleiri en foreldrar sem geta haft áhrif. Á ráðstefnunni Alvara málsins, bókaþjóð í ólestri í janúar 2012 var bent á að ábyrgðin á bókmenntauppeldinu væri samfélagsins alls. Heimilin, skólarnir, fjölmiðlar og ekki síst yfirvöld þurfa að taka höndum saman og gera lestur að áhugaverðri og gildri iðju sem fær jákvæða athygli. Við undirritaðar teljum verulega þörf á sumarlestrarátaki á Íslandi – áberandi, sýnilegu og ágengu átaki sem nær til allra sem að málinu koma – allra Íslendinga.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun