Er vaxtahækkun svarið? Ólafur Margeirsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum." Svo ritaði Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia-háskóla, í greininni „Viðbrögð við verðbólgu" sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is 5. maí síðastliðinn. Í greininni segir Jón það „rétt viðbrögð" af hálfu Seðlabankans að hækka vexti sem fyrst í baráttunni við verðbólgu og „hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur." Þessu er erfitt að vera sammála. Ástæðan er einföld: Jón og aðrir sem telja vaxtahækkanir „rétt viðbrögð" við verðbólgu taka í mati sínu ekki til skoðunar hvernig verðbólga er fjármögnuð. Fjármögnun verðbólguSjálfsprottin verðbólga eins og Jón lýsir með orðum sínum sem ég vitna til hér að ofan gerist ekki af sjálfu sér. Til þess að sjálfsprottin verðbólga eigi sér stað verður að fjármagna slíkar verðlagshækkanir. Tveir vegir eru til slíks: annaðhvort verður það peningamagn sem til staðar er í hagkerfinu að skipta hraðar um hendur eða það verður auka. Augljóslega getur hver króna aðeins skipt ákveðið hratt um hendur en á meðan veltuhraði peninga eykst getur verðlag hækkað án teljandi áhrifa á peningamagn. Fyrr en síðar kemur þó að því að peningamagn í umferð verður, skilyrðislaust, að aukast eigi verðlagshækkanir að vera til frambúðar. 97% af íslensku peningamagni í umferð á rætur að rekja til útlánaveitinga bankakerfisins til fyrirtækja og einstaklinga og þeirrar peningamyndunar sem samtímis á sér stað. Restin af íslensku peningamagni er seðlar og mynt sem Seðlabankinn útvegar. Fjármögnun verðbólgu í dag á rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að útlánamyndun bankakerfisins hefur aukist mjög síðastliðin misseri. Áberandi hluti af þessari útlánamyndun er til kominn vegna nýrra óverðtryggðra íbúðalána bankanna sem ekki aðeins hafa blásið lífi í frekari spákaupmennsku á fasteignamarkaði, með tilheyrandi hækkunaráhrifum á verðbólgu, heldur útvegað hluta þess aukna peningamagns sem til þurfti svo fjármögnun almennra verðlagshækkana gæti staðist til lengdar. Vaxtahækkun er ekki svariðSvarið við þessu, segja stuðningsmenn vaxtahækkana, er að hækka verðið á peningum svo þorstinn í útlán, þ.e. fjármögnun fjárfestingarverkefna alls konar, verði slökktur. En þorsti er eftir sem áður til staðar þótt verðið á dropanum sé hátt. Og staðreyndin er sú að uppspretta útlána bankakerfisins er ótæmanleg auðlind sem ekki er háð sparnaði í þjóðfélaginu heldur viljanum einum til skuldsetningar með gróðavon í huga. Sú von er aðeins að hluta háð verðinu á peningum, sérstaklega sé um skammtíma „fjárfestingu" að ræða þar sem eign sem þegar er til er keypt með það markmið eitt í huga að selja hana skömmu síðar með hagnaði. Útlán eru nauðsynleg til fjármögnunar fjárfestinga sem kalla á atvinnusköpun. Þau útlán sem í dag eru búin til eru ekki nýtt til slíkra fjárfestinga heldur til spákaupmennsku með eignir sem þegar eru til staðar, s.s. á fasteignamarkaðinum. Hækkun vaxta hefur lítil áhrif á slíkar „fjárfestingar" en hefur hins vegar sterkari áhrif á þær fjárfestingar sem kalla á atvinnusköpun þar eð þær eru iðulega til lengri tíma og óvissan um arðsemi þeirra því meiri. Og það er fjárfestingin sem íslenskt hagkerfi þarf á að halda: fjöldi atvinnulausra er meiri en íbúafjöldi Mosfellsbæjar og Seltjarnarness til samans. Er skynsamlegt að láta vinnuafl slíks mannfjölda fara til spillis vegna þess eins að verðið á peningum skal vera hátt með þá mjög svo óljósu von í huga að það slái á verðbólgu? Að hækka verðið á nýmynduðum peningum, þ.e. útlánum bankakerfisins, er afar ófullkomin og ómarkviss leið að því markmiði að draga úr þeirri nauðsynlegu fjármögnun sem verðlagshækkanir byggjast á. Háir vextir beina fjármagni úr þjóðhagslega hagkvæmum fjárfestingarverkefnum, sem skapa vinnu og verðmæti, í spákaupmennsku með núverandi eignir, sem enga atvinnu né verðmæti skapar, án þess að draga að ráði úr nýmyndun þess fjármagns sem verðlagshækkanir grundvallast á. Afleiðingin er öllum ljós: há verðbólga og mikið atvinnuleysi. Betra en að hækka vexti er að takmarka magn nettó nýmyndaðra útlána bankakerfisins við þann þjóðhagslega sparnað sem kemur fram í formi jafnvægis viðskipta við útlönd; séu þau jákvæð má auka lánveitingar, ellegar draga úr þeim. Sé þessari aðferð beitt má og verður að lækka stýrivexti verulega. Vaxtahækkun er alls ekki svarið við núverandi verðbólguvanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum." Svo ritaði Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia-háskóla, í greininni „Viðbrögð við verðbólgu" sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is 5. maí síðastliðinn. Í greininni segir Jón það „rétt viðbrögð" af hálfu Seðlabankans að hækka vexti sem fyrst í baráttunni við verðbólgu og „hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur." Þessu er erfitt að vera sammála. Ástæðan er einföld: Jón og aðrir sem telja vaxtahækkanir „rétt viðbrögð" við verðbólgu taka í mati sínu ekki til skoðunar hvernig verðbólga er fjármögnuð. Fjármögnun verðbólguSjálfsprottin verðbólga eins og Jón lýsir með orðum sínum sem ég vitna til hér að ofan gerist ekki af sjálfu sér. Til þess að sjálfsprottin verðbólga eigi sér stað verður að fjármagna slíkar verðlagshækkanir. Tveir vegir eru til slíks: annaðhvort verður það peningamagn sem til staðar er í hagkerfinu að skipta hraðar um hendur eða það verður auka. Augljóslega getur hver króna aðeins skipt ákveðið hratt um hendur en á meðan veltuhraði peninga eykst getur verðlag hækkað án teljandi áhrifa á peningamagn. Fyrr en síðar kemur þó að því að peningamagn í umferð verður, skilyrðislaust, að aukast eigi verðlagshækkanir að vera til frambúðar. 97% af íslensku peningamagni í umferð á rætur að rekja til útlánaveitinga bankakerfisins til fyrirtækja og einstaklinga og þeirrar peningamyndunar sem samtímis á sér stað. Restin af íslensku peningamagni er seðlar og mynt sem Seðlabankinn útvegar. Fjármögnun verðbólgu í dag á rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að útlánamyndun bankakerfisins hefur aukist mjög síðastliðin misseri. Áberandi hluti af þessari útlánamyndun er til kominn vegna nýrra óverðtryggðra íbúðalána bankanna sem ekki aðeins hafa blásið lífi í frekari spákaupmennsku á fasteignamarkaði, með tilheyrandi hækkunaráhrifum á verðbólgu, heldur útvegað hluta þess aukna peningamagns sem til þurfti svo fjármögnun almennra verðlagshækkana gæti staðist til lengdar. Vaxtahækkun er ekki svariðSvarið við þessu, segja stuðningsmenn vaxtahækkana, er að hækka verðið á peningum svo þorstinn í útlán, þ.e. fjármögnun fjárfestingarverkefna alls konar, verði slökktur. En þorsti er eftir sem áður til staðar þótt verðið á dropanum sé hátt. Og staðreyndin er sú að uppspretta útlána bankakerfisins er ótæmanleg auðlind sem ekki er háð sparnaði í þjóðfélaginu heldur viljanum einum til skuldsetningar með gróðavon í huga. Sú von er aðeins að hluta háð verðinu á peningum, sérstaklega sé um skammtíma „fjárfestingu" að ræða þar sem eign sem þegar er til er keypt með það markmið eitt í huga að selja hana skömmu síðar með hagnaði. Útlán eru nauðsynleg til fjármögnunar fjárfestinga sem kalla á atvinnusköpun. Þau útlán sem í dag eru búin til eru ekki nýtt til slíkra fjárfestinga heldur til spákaupmennsku með eignir sem þegar eru til staðar, s.s. á fasteignamarkaðinum. Hækkun vaxta hefur lítil áhrif á slíkar „fjárfestingar" en hefur hins vegar sterkari áhrif á þær fjárfestingar sem kalla á atvinnusköpun þar eð þær eru iðulega til lengri tíma og óvissan um arðsemi þeirra því meiri. Og það er fjárfestingin sem íslenskt hagkerfi þarf á að halda: fjöldi atvinnulausra er meiri en íbúafjöldi Mosfellsbæjar og Seltjarnarness til samans. Er skynsamlegt að láta vinnuafl slíks mannfjölda fara til spillis vegna þess eins að verðið á peningum skal vera hátt með þá mjög svo óljósu von í huga að það slái á verðbólgu? Að hækka verðið á nýmynduðum peningum, þ.e. útlánum bankakerfisins, er afar ófullkomin og ómarkviss leið að því markmiði að draga úr þeirri nauðsynlegu fjármögnun sem verðlagshækkanir byggjast á. Háir vextir beina fjármagni úr þjóðhagslega hagkvæmum fjárfestingarverkefnum, sem skapa vinnu og verðmæti, í spákaupmennsku með núverandi eignir, sem enga atvinnu né verðmæti skapar, án þess að draga að ráði úr nýmyndun þess fjármagns sem verðlagshækkanir grundvallast á. Afleiðingin er öllum ljós: há verðbólga og mikið atvinnuleysi. Betra en að hækka vexti er að takmarka magn nettó nýmyndaðra útlána bankakerfisins við þann þjóðhagslega sparnað sem kemur fram í formi jafnvægis viðskipta við útlönd; séu þau jákvæð má auka lánveitingar, ellegar draga úr þeim. Sé þessari aðferð beitt má og verður að lækka stýrivexti verulega. Vaxtahækkun er alls ekki svarið við núverandi verðbólguvanda.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun