Hinar snjóhengjurnar Gauti Kristmannsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Umræðan um íslensku krónuna og óttinn við hana fer um víðan völl og ekki vantar uppástungurnar um lausnir sem vitanlega er þegar mótmælt af andstæðingum því rökræða virðist orðin ógjörningur hér á landi. Á það kannski rætur að rekja til hins pólitíska stíls sem Davíð Oddsson kom í mikla tísku á sínum tíma, en hann felst í því að vera á móti öllum tillögum „hinna" óháð því hversu góðar hann sjálfur teldi þær vera. Ein helsta ástæða krónuvandans hefur verið talin hin svokallaða „snjóhengja" íslenskra króna upp á þúsund milljarða í eigu erlendra fjárfesta sem vitaskuld hlytu að flýja sem fætur toga úr landi við afnám gjaldeyrishafta áður en krónan hryndi enn frekar. En það eru fleiri snjóhengjur hér á landi en þessar. Ein felst í innlendum sparnaði í óverðtryggðu krónunni (sem er önnur mynt en sú verðtryggða). Næsta víst má telja að íslenskir eigendur íslenskra óverðtryggðra króna færu þráðbeint úr landi með sínar eignir í kjölfar hinna erlendu (ef ekki á undan þeim), enda væru þeir vanvitar ef þeir gerðu það ekki. Það myndu sennilega bankar og lífeyrissjóðir gera líka og græða þannig tvöfalt á hruni krónunnar og myndu eignir þeirra í verðtryggðum krónum snarhækka um leið og skuldir heimila og fyrirtækja með lán í verðtryggðu krónunni færu endanlega upp úr þaki. Verðtryggða krónan er þannig þriðja risahengjan yfir íslensku samfélagi og samanlagðar eru þessar þrjár „snjóhengjur" mesta ógn við lífskjör þeirra sem á Íslandi búa og starfa. Að kalla eftir hraðri „aðlögun" með afnámi hafta og „taka skellinn" er ekki aðeins vanhugsað heldur nálgast það brjálæði að standa undir slíkum hengjum og öskra í von um að þær fari. Draumurinn um að einhver önnur ríki taki að sér losa um þær með varfærnum hætti án nokkurra skuldbindinga af Íslands hálfu (les: einhliða upptaka erlends gjaldmiðils) er í besta falli hæpinn og í versta falli martröð því hvar eru peningarnir til að kaupa þá þjónustu? Svokallaður gjaldeyrisvaraforði Íslendinga er að miklu leyti lánsfé og ekki bíða lánveitendur í röðum til að tvöfalda erlendar skuldir ríkisins. Skattlagning á fjármagnsflutninga úr landi virðist einnig vera hættuspil; sé skattprósentan lág fara menn hvort sem er, sé hún of há bíða menn það af sér uns fjárfestingahungrið knýr menn til lækkunar eða afnáms. Hvort til sé einhver millivegur er erfitt að segja, en skattlagning af þessu tagi er vitanlega aðeins annað form gjaldeyrishafta og til þess að koma í veg fyrir leka yrðu Íslendingar að greiða slíkan skatt líka. Eina hugsanlega leiðin út úr öngstrætinu virðist vera að gera samkomulag við ESB og Evrópska seðlabankann sem hefur tæki og tól til að verjast snjóhengjunum svokölluðu þótt vissulega sé ekki komið í ljós hvort þessir aðilar vilji hjálpa. En í stað þess að fá úr því skorið kjósa margir að standa undir snjóhengjunum og orga. Afleiðingarnar munu því miður ekki hitta þá eina fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Gauti Kristmannsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um íslensku krónuna og óttinn við hana fer um víðan völl og ekki vantar uppástungurnar um lausnir sem vitanlega er þegar mótmælt af andstæðingum því rökræða virðist orðin ógjörningur hér á landi. Á það kannski rætur að rekja til hins pólitíska stíls sem Davíð Oddsson kom í mikla tísku á sínum tíma, en hann felst í því að vera á móti öllum tillögum „hinna" óháð því hversu góðar hann sjálfur teldi þær vera. Ein helsta ástæða krónuvandans hefur verið talin hin svokallaða „snjóhengja" íslenskra króna upp á þúsund milljarða í eigu erlendra fjárfesta sem vitaskuld hlytu að flýja sem fætur toga úr landi við afnám gjaldeyrishafta áður en krónan hryndi enn frekar. En það eru fleiri snjóhengjur hér á landi en þessar. Ein felst í innlendum sparnaði í óverðtryggðu krónunni (sem er önnur mynt en sú verðtryggða). Næsta víst má telja að íslenskir eigendur íslenskra óverðtryggðra króna færu þráðbeint úr landi með sínar eignir í kjölfar hinna erlendu (ef ekki á undan þeim), enda væru þeir vanvitar ef þeir gerðu það ekki. Það myndu sennilega bankar og lífeyrissjóðir gera líka og græða þannig tvöfalt á hruni krónunnar og myndu eignir þeirra í verðtryggðum krónum snarhækka um leið og skuldir heimila og fyrirtækja með lán í verðtryggðu krónunni færu endanlega upp úr þaki. Verðtryggða krónan er þannig þriðja risahengjan yfir íslensku samfélagi og samanlagðar eru þessar þrjár „snjóhengjur" mesta ógn við lífskjör þeirra sem á Íslandi búa og starfa. Að kalla eftir hraðri „aðlögun" með afnámi hafta og „taka skellinn" er ekki aðeins vanhugsað heldur nálgast það brjálæði að standa undir slíkum hengjum og öskra í von um að þær fari. Draumurinn um að einhver önnur ríki taki að sér losa um þær með varfærnum hætti án nokkurra skuldbindinga af Íslands hálfu (les: einhliða upptaka erlends gjaldmiðils) er í besta falli hæpinn og í versta falli martröð því hvar eru peningarnir til að kaupa þá þjónustu? Svokallaður gjaldeyrisvaraforði Íslendinga er að miklu leyti lánsfé og ekki bíða lánveitendur í röðum til að tvöfalda erlendar skuldir ríkisins. Skattlagning á fjármagnsflutninga úr landi virðist einnig vera hættuspil; sé skattprósentan lág fara menn hvort sem er, sé hún of há bíða menn það af sér uns fjárfestingahungrið knýr menn til lækkunar eða afnáms. Hvort til sé einhver millivegur er erfitt að segja, en skattlagning af þessu tagi er vitanlega aðeins annað form gjaldeyrishafta og til þess að koma í veg fyrir leka yrðu Íslendingar að greiða slíkan skatt líka. Eina hugsanlega leiðin út úr öngstrætinu virðist vera að gera samkomulag við ESB og Evrópska seðlabankann sem hefur tæki og tól til að verjast snjóhengjunum svokölluðu þótt vissulega sé ekki komið í ljós hvort þessir aðilar vilji hjálpa. En í stað þess að fá úr því skorið kjósa margir að standa undir snjóhengjunum og orga. Afleiðingarnar munu því miður ekki hitta þá eina fyrir.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar