Hinar snjóhengjurnar Gauti Kristmannsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Umræðan um íslensku krónuna og óttinn við hana fer um víðan völl og ekki vantar uppástungurnar um lausnir sem vitanlega er þegar mótmælt af andstæðingum því rökræða virðist orðin ógjörningur hér á landi. Á það kannski rætur að rekja til hins pólitíska stíls sem Davíð Oddsson kom í mikla tísku á sínum tíma, en hann felst í því að vera á móti öllum tillögum „hinna" óháð því hversu góðar hann sjálfur teldi þær vera. Ein helsta ástæða krónuvandans hefur verið talin hin svokallaða „snjóhengja" íslenskra króna upp á þúsund milljarða í eigu erlendra fjárfesta sem vitaskuld hlytu að flýja sem fætur toga úr landi við afnám gjaldeyrishafta áður en krónan hryndi enn frekar. En það eru fleiri snjóhengjur hér á landi en þessar. Ein felst í innlendum sparnaði í óverðtryggðu krónunni (sem er önnur mynt en sú verðtryggða). Næsta víst má telja að íslenskir eigendur íslenskra óverðtryggðra króna færu þráðbeint úr landi með sínar eignir í kjölfar hinna erlendu (ef ekki á undan þeim), enda væru þeir vanvitar ef þeir gerðu það ekki. Það myndu sennilega bankar og lífeyrissjóðir gera líka og græða þannig tvöfalt á hruni krónunnar og myndu eignir þeirra í verðtryggðum krónum snarhækka um leið og skuldir heimila og fyrirtækja með lán í verðtryggðu krónunni færu endanlega upp úr þaki. Verðtryggða krónan er þannig þriðja risahengjan yfir íslensku samfélagi og samanlagðar eru þessar þrjár „snjóhengjur" mesta ógn við lífskjör þeirra sem á Íslandi búa og starfa. Að kalla eftir hraðri „aðlögun" með afnámi hafta og „taka skellinn" er ekki aðeins vanhugsað heldur nálgast það brjálæði að standa undir slíkum hengjum og öskra í von um að þær fari. Draumurinn um að einhver önnur ríki taki að sér losa um þær með varfærnum hætti án nokkurra skuldbindinga af Íslands hálfu (les: einhliða upptaka erlends gjaldmiðils) er í besta falli hæpinn og í versta falli martröð því hvar eru peningarnir til að kaupa þá þjónustu? Svokallaður gjaldeyrisvaraforði Íslendinga er að miklu leyti lánsfé og ekki bíða lánveitendur í röðum til að tvöfalda erlendar skuldir ríkisins. Skattlagning á fjármagnsflutninga úr landi virðist einnig vera hættuspil; sé skattprósentan lág fara menn hvort sem er, sé hún of há bíða menn það af sér uns fjárfestingahungrið knýr menn til lækkunar eða afnáms. Hvort til sé einhver millivegur er erfitt að segja, en skattlagning af þessu tagi er vitanlega aðeins annað form gjaldeyrishafta og til þess að koma í veg fyrir leka yrðu Íslendingar að greiða slíkan skatt líka. Eina hugsanlega leiðin út úr öngstrætinu virðist vera að gera samkomulag við ESB og Evrópska seðlabankann sem hefur tæki og tól til að verjast snjóhengjunum svokölluðu þótt vissulega sé ekki komið í ljós hvort þessir aðilar vilji hjálpa. En í stað þess að fá úr því skorið kjósa margir að standa undir snjóhengjunum og orga. Afleiðingarnar munu því miður ekki hitta þá eina fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Gauti Kristmannsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Umræðan um íslensku krónuna og óttinn við hana fer um víðan völl og ekki vantar uppástungurnar um lausnir sem vitanlega er þegar mótmælt af andstæðingum því rökræða virðist orðin ógjörningur hér á landi. Á það kannski rætur að rekja til hins pólitíska stíls sem Davíð Oddsson kom í mikla tísku á sínum tíma, en hann felst í því að vera á móti öllum tillögum „hinna" óháð því hversu góðar hann sjálfur teldi þær vera. Ein helsta ástæða krónuvandans hefur verið talin hin svokallaða „snjóhengja" íslenskra króna upp á þúsund milljarða í eigu erlendra fjárfesta sem vitaskuld hlytu að flýja sem fætur toga úr landi við afnám gjaldeyrishafta áður en krónan hryndi enn frekar. En það eru fleiri snjóhengjur hér á landi en þessar. Ein felst í innlendum sparnaði í óverðtryggðu krónunni (sem er önnur mynt en sú verðtryggða). Næsta víst má telja að íslenskir eigendur íslenskra óverðtryggðra króna færu þráðbeint úr landi með sínar eignir í kjölfar hinna erlendu (ef ekki á undan þeim), enda væru þeir vanvitar ef þeir gerðu það ekki. Það myndu sennilega bankar og lífeyrissjóðir gera líka og græða þannig tvöfalt á hruni krónunnar og myndu eignir þeirra í verðtryggðum krónum snarhækka um leið og skuldir heimila og fyrirtækja með lán í verðtryggðu krónunni færu endanlega upp úr þaki. Verðtryggða krónan er þannig þriðja risahengjan yfir íslensku samfélagi og samanlagðar eru þessar þrjár „snjóhengjur" mesta ógn við lífskjör þeirra sem á Íslandi búa og starfa. Að kalla eftir hraðri „aðlögun" með afnámi hafta og „taka skellinn" er ekki aðeins vanhugsað heldur nálgast það brjálæði að standa undir slíkum hengjum og öskra í von um að þær fari. Draumurinn um að einhver önnur ríki taki að sér losa um þær með varfærnum hætti án nokkurra skuldbindinga af Íslands hálfu (les: einhliða upptaka erlends gjaldmiðils) er í besta falli hæpinn og í versta falli martröð því hvar eru peningarnir til að kaupa þá þjónustu? Svokallaður gjaldeyrisvaraforði Íslendinga er að miklu leyti lánsfé og ekki bíða lánveitendur í röðum til að tvöfalda erlendar skuldir ríkisins. Skattlagning á fjármagnsflutninga úr landi virðist einnig vera hættuspil; sé skattprósentan lág fara menn hvort sem er, sé hún of há bíða menn það af sér uns fjárfestingahungrið knýr menn til lækkunar eða afnáms. Hvort til sé einhver millivegur er erfitt að segja, en skattlagning af þessu tagi er vitanlega aðeins annað form gjaldeyrishafta og til þess að koma í veg fyrir leka yrðu Íslendingar að greiða slíkan skatt líka. Eina hugsanlega leiðin út úr öngstrætinu virðist vera að gera samkomulag við ESB og Evrópska seðlabankann sem hefur tæki og tól til að verjast snjóhengjunum svokölluðu þótt vissulega sé ekki komið í ljós hvort þessir aðilar vilji hjálpa. En í stað þess að fá úr því skorið kjósa margir að standa undir snjóhengjunum og orga. Afleiðingarnar munu því miður ekki hitta þá eina fyrir.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar