"Ég er bara 5 ára…“ 31. maí 2012 06:00 Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ," söng skáldið um árið. Reglulega kemur upp umræða um 5 ára börn í leikskólum. Því miður sprettur sú umræða sorglega oft upp vegna hagræðingaraðgerða sveitarfélaga og þ.a.l. gleymist oft að ræða hvað er 5 ára börnum fyrir bestu. Sveitarfélög standa í einhverjum tilfellum frammi fyrir því að framboð á leikskólarými annar ekki eftirspurn á meðan grunnskólabörnum fækkar og húsnæði stendur ónýtt. Þá kemur upp spurningin hvort byggja á nýjan leikskóla, stækka þá sem fyrir hendi eru eða nýta það húsnæði sem fyrir hendi er. Í ljósi efnahagsástandsins virðist það borðleggjandi að nýta tómt grunnskólahúsnæði fyrir leikskóladeildir. Það má hins vegar spyrja sig hvort hagkvæmasta lausnin sé alltaf sú besta til lengri tíma litið. Hlutirnir ganga ekki endilega best upp þar sem ákvarðanir eru teknar eingöngu út frá einum sjónarhóli, þ.e. hagsmunum pyngjunnar, þar sem markmiðið er að þétta í rifur og stoppa í göt. Þá ræður skammtímahugsun og þekkingarleysi ríkjum en ekki hugmyndafræði menntunar og skólaþróunar. Dæmi um slíkt er að taka 5 ára börn úr leikskólanum og færa inn í tóma kennslustofu í grunnskólanum án þess að hafa fengið svör við eftirfarandi spurningum: 1. Eru það hagsmunir barnanna sem eru hafðir að leiðarljósi? Leikskólagangan er 4-5 ár, grunnskólagangan er 10 ár. Í leikskólanum er lagður grunnur að öryggi og tengslum í umhverfi sem er hannað með það í huga að þétt utanumhald sé um hvert barn. Færri börn eru á forsjá hvers kennara og áhersla lögð á að koma til móts við þarfir hvers og eins á forsendum barnanna. 2. Hver á að kenna börnunum? Grunnskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna leikskólabörnum og leikskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna í grunnskóla. Félag leikskólakennara semur ekki fyrir leiðbeinendur í grunnskóla og öfugt. Kjarasamningar eru auk þess afar ólíkir hvað varðar vinnutíma og ýmsar starfsaðstæður. Hvað með undirbúning og skipulagsdaga í viðkomandi deild? Er 5 ára deildin opin í jólafríinu og yfir sumartímann? Er ekki ýmislegt sem þarf að samræma til að 5 ára deild geti verið „eðlilegur" hluti af starfsemi grunnskólans og þarf sú samræming ekki að eiga sér stað fyrst? 3. Hvað og hvernig á að kenna börnunum? Á starfsemin að vera skv. aðalnámskrá, skipulagi og hugmyndafræði leikskóla eða grunnskóla? Þegar börn fara úr leikskólanum yfir í grunnskólann verða mikil umskipti í lífi þeirra. Þau tilheyra stærri hópum í grunnskólanum og kennsluaðferðirnar eru um margt ólíkar. Leik- og grunnskólar byggja að mörgu leyti á ólíkri uppeldis- og kennslufræðilegri hefð. Leikskólastarf byggir á barnhverfri hugmyndafræði þar sem þroski og þarfir barnsins eru í fyrirrúmi. Leikurinn er meginnámsleið barnsins og kennslutæki leikskólakennarans. Grunnskólinn byggir á kennslumiðaðri hugmyndafræði þar sem formlegt nám barnsins er í brennidepli. Fimm ára börnin í leikskólanum eru, ásamt sex ára börnunum í grunnskólanum, á mörkum skólastiga. Þroski þeirra og þekkingaröflun beinist að því að undirbúa þau undir lífið. Á síðasta ári leikskólans finna börnin fyrir sérstöðu sinni. Sú sérstaða birtist í þeirri ábyrgð og þeim réttindum sem felast í því að vera elstur. Börnin upplifa sig sem fyrirmyndir og mikilvæg fyrir skólastarfið og yngri börnin. Þessi tilfinning byggir upp sjálfstyrk og ábyrgðarkennd sem er eitt besta veganesti út í lífið sem til er. Það gefur auga leið að þessarar sérstöðu njóta þau ekki innan veggja grunnskólans. Ákvarðanir um menntun þurfa um fram annað að byggjast á faglegum sjónarmiðum um hvernig börn/fólk lærir best og mest á viðkomandi aldursskeiði. Undirrituð hvetja yfirvöld skólamála til að leita svara við þeim spurningum sem reifaðar eru hér að ofan, áður en ákvarðanir eru teknar sem geta verið fordæmisgefandi. Skammtímahugsun má ekki ráða þegar nám barnanna á í hlut heldur verður skýr stefna, fagmennska og framtíðarsýn að ráða ferðinni.Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskólaBjörk Óttarsdóttir, varaformaður Félags stjórnenda leikskólaHaraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraFjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ," söng skáldið um árið. Reglulega kemur upp umræða um 5 ára börn í leikskólum. Því miður sprettur sú umræða sorglega oft upp vegna hagræðingaraðgerða sveitarfélaga og þ.a.l. gleymist oft að ræða hvað er 5 ára börnum fyrir bestu. Sveitarfélög standa í einhverjum tilfellum frammi fyrir því að framboð á leikskólarými annar ekki eftirspurn á meðan grunnskólabörnum fækkar og húsnæði stendur ónýtt. Þá kemur upp spurningin hvort byggja á nýjan leikskóla, stækka þá sem fyrir hendi eru eða nýta það húsnæði sem fyrir hendi er. Í ljósi efnahagsástandsins virðist það borðleggjandi að nýta tómt grunnskólahúsnæði fyrir leikskóladeildir. Það má hins vegar spyrja sig hvort hagkvæmasta lausnin sé alltaf sú besta til lengri tíma litið. Hlutirnir ganga ekki endilega best upp þar sem ákvarðanir eru teknar eingöngu út frá einum sjónarhóli, þ.e. hagsmunum pyngjunnar, þar sem markmiðið er að þétta í rifur og stoppa í göt. Þá ræður skammtímahugsun og þekkingarleysi ríkjum en ekki hugmyndafræði menntunar og skólaþróunar. Dæmi um slíkt er að taka 5 ára börn úr leikskólanum og færa inn í tóma kennslustofu í grunnskólanum án þess að hafa fengið svör við eftirfarandi spurningum: 1. Eru það hagsmunir barnanna sem eru hafðir að leiðarljósi? Leikskólagangan er 4-5 ár, grunnskólagangan er 10 ár. Í leikskólanum er lagður grunnur að öryggi og tengslum í umhverfi sem er hannað með það í huga að þétt utanumhald sé um hvert barn. Færri börn eru á forsjá hvers kennara og áhersla lögð á að koma til móts við þarfir hvers og eins á forsendum barnanna. 2. Hver á að kenna börnunum? Grunnskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna leikskólabörnum og leikskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna í grunnskóla. Félag leikskólakennara semur ekki fyrir leiðbeinendur í grunnskóla og öfugt. Kjarasamningar eru auk þess afar ólíkir hvað varðar vinnutíma og ýmsar starfsaðstæður. Hvað með undirbúning og skipulagsdaga í viðkomandi deild? Er 5 ára deildin opin í jólafríinu og yfir sumartímann? Er ekki ýmislegt sem þarf að samræma til að 5 ára deild geti verið „eðlilegur" hluti af starfsemi grunnskólans og þarf sú samræming ekki að eiga sér stað fyrst? 3. Hvað og hvernig á að kenna börnunum? Á starfsemin að vera skv. aðalnámskrá, skipulagi og hugmyndafræði leikskóla eða grunnskóla? Þegar börn fara úr leikskólanum yfir í grunnskólann verða mikil umskipti í lífi þeirra. Þau tilheyra stærri hópum í grunnskólanum og kennsluaðferðirnar eru um margt ólíkar. Leik- og grunnskólar byggja að mörgu leyti á ólíkri uppeldis- og kennslufræðilegri hefð. Leikskólastarf byggir á barnhverfri hugmyndafræði þar sem þroski og þarfir barnsins eru í fyrirrúmi. Leikurinn er meginnámsleið barnsins og kennslutæki leikskólakennarans. Grunnskólinn byggir á kennslumiðaðri hugmyndafræði þar sem formlegt nám barnsins er í brennidepli. Fimm ára börnin í leikskólanum eru, ásamt sex ára börnunum í grunnskólanum, á mörkum skólastiga. Þroski þeirra og þekkingaröflun beinist að því að undirbúa þau undir lífið. Á síðasta ári leikskólans finna börnin fyrir sérstöðu sinni. Sú sérstaða birtist í þeirri ábyrgð og þeim réttindum sem felast í því að vera elstur. Börnin upplifa sig sem fyrirmyndir og mikilvæg fyrir skólastarfið og yngri börnin. Þessi tilfinning byggir upp sjálfstyrk og ábyrgðarkennd sem er eitt besta veganesti út í lífið sem til er. Það gefur auga leið að þessarar sérstöðu njóta þau ekki innan veggja grunnskólans. Ákvarðanir um menntun þurfa um fram annað að byggjast á faglegum sjónarmiðum um hvernig börn/fólk lærir best og mest á viðkomandi aldursskeiði. Undirrituð hvetja yfirvöld skólamála til að leita svara við þeim spurningum sem reifaðar eru hér að ofan, áður en ákvarðanir eru teknar sem geta verið fordæmisgefandi. Skammtímahugsun má ekki ráða þegar nám barnanna á í hlut heldur verður skýr stefna, fagmennska og framtíðarsýn að ráða ferðinni.Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskólaBjörk Óttarsdóttir, varaformaður Félags stjórnenda leikskólaHaraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraFjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður Félags leikskólakennara
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun