Norðurlönd á norðurskautssvæðinu 25. maí 2012 14:00 Norðurskautssvæðin hafa flust nær miðju heimsstjórnmálanna og munu fá aukið vægi í framtíðinni. Saman geta norrænu ríkin haft áhrif á þróun norðurskautssvæðisins og unnið á jákvæðan hátt í Norðurskautsráðinu. Við í Norðurlandaráði lýsum því eftir sameiginlegri norrænni stefnu sem getur verið undirstaða uppbyggilegrar norrænnar samvinnu. Norrænu ríkin eru lítil hvert um sig, en saman geta þau haft umtalsverð og jákvæð áhrif á þróun norðurskautssvæðanna og starfið í Norðurskautsráðinu. Sameiginlegar aðgerðir eru nauðsynlegar þar sem margir alþjóðlegir aðilar sýna norðurskautssvæðunum áhuga og við það verða til nýjar heimspólitískar áskoranir. Hlýnun jarðar skapar ný tækifæri fyrir efnahagsþróun á norðurskautssvæðunum með nýjum siglingaleiðum, námarekstri og olíu- og gasvinnslu. Þetta getur verið jákvætt fyrir mörg samfélög á svæðinu, en hefur einnig í för með sér hættu á alvarlegum slysum. Hlýnunin hefur einnig neikvæð áhrif á margar hefðbundnar atvinnugreinar og búsetuskilyrði. Þess vegna er þörf fyrir jafnvægi í þróun, þar sem nýjar aðgerðir til að skapa hagvöxt verða að taka tillit til íbúa svæðisins og viðkvæmrar náttúru. Jafnframt verður að takmarka losun gróðushúsalofttegunda á heimsvísu og samfélögin verða að vera það sterk að þau geti tekist á við afleiðingar óhjákvæmilegra loftslagsbreytinga. Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, lagði í skýrslu sinni frá 2009 til margvíslegar sameiginlegar aðgerðir á sviði utanríkis- og varnarstefnu með áherslu á Norður-Atlantshaf, þar á meðal sameiginlega loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa brugðist við tillögunum á jákvæðan hátt og þetta dæmi sýnir að norrænu ríkin geta unnið saman að þróun nyrstu svæðanna. Gagnsemi sameiginlegrar rammaáætlunar um formennsku þriggja norrænna ríkja (Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar) í Norðurskautsráðinu á árunum 2007 til 2013 hefur sannað sig. Þar var fjallað um sameiginleg markmið og forgangsröðun sem leiddi til þess að sett var á stofn skrifstofa fyrir Norðurskautsráðið. Norðurlandaráð telur mikilvægt að dragast ekki aftur úr þegar Kanadamenn taka við formennsku árið 2013. Norðurlönd eiga áfram að sýna frumkvæði og gegna sameiningarhlutverki í samstarfi á norðurskautssvæðunum. Norðurlandaráð samþykkti því á vorþingi sínu í Reykjavík í mars síðastliðnum tillögu um að ríkisstjórnir Norðurlandanna ynnu sameiginlega stefnu um norrænt samstarf til að takast á við áskoranir norðurskautssvæðisins. Markmiðið ætti að vera að ná pólitískri fótfestu í stefnumálum eins og nýtingu náttúruauðlinda, fiskveiðum, umhverfisvernd, siglingaleiðum, vöktun og björgun á hafi, flutningum og innviðum og sjálfbærri efnahagsþróun sem gagnast íbúum norðurskautssvæðisins. Við verðum að byggja á því sem við erum sammála um og þróa þessa samstöðu þannig að hún nái til eins margra stefnumála og mögulegt er. Með sameiginlegri stefnu geta norrænu ríkin lagt áherslu á sameiginleg markmið og sett í forgang sameiginlegar aðferðir til að koma þeim á framfæri. Stefnan getur styrkt enn betur hlutverk Norðurlanda sem mikilvægs sameiningarafls fyrir íbúa, umhverfi og öryggi á norðurskautssvæðinu. Hugmyndin er ekki að mynda norrænan hóp í Norðurskautsráðinu. Þvert á móti viljum við styðja við og efla Norðurskautsráðið með því að norrænu ríkin leggi í auknum mæli sitt af mörkum sem þróttmikill aðili í Norðurskautsráðinu.Kimmo Sasi, forseti Norðurlandaráðs, FinnlandiHelgi Hjörvar, ÍslandiBendiks H. Arnesen, NoregiBertel Haarder, DanmörkuKarin Åström, Svíþjóð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurskautssvæðin hafa flust nær miðju heimsstjórnmálanna og munu fá aukið vægi í framtíðinni. Saman geta norrænu ríkin haft áhrif á þróun norðurskautssvæðisins og unnið á jákvæðan hátt í Norðurskautsráðinu. Við í Norðurlandaráði lýsum því eftir sameiginlegri norrænni stefnu sem getur verið undirstaða uppbyggilegrar norrænnar samvinnu. Norrænu ríkin eru lítil hvert um sig, en saman geta þau haft umtalsverð og jákvæð áhrif á þróun norðurskautssvæðanna og starfið í Norðurskautsráðinu. Sameiginlegar aðgerðir eru nauðsynlegar þar sem margir alþjóðlegir aðilar sýna norðurskautssvæðunum áhuga og við það verða til nýjar heimspólitískar áskoranir. Hlýnun jarðar skapar ný tækifæri fyrir efnahagsþróun á norðurskautssvæðunum með nýjum siglingaleiðum, námarekstri og olíu- og gasvinnslu. Þetta getur verið jákvætt fyrir mörg samfélög á svæðinu, en hefur einnig í för með sér hættu á alvarlegum slysum. Hlýnunin hefur einnig neikvæð áhrif á margar hefðbundnar atvinnugreinar og búsetuskilyrði. Þess vegna er þörf fyrir jafnvægi í þróun, þar sem nýjar aðgerðir til að skapa hagvöxt verða að taka tillit til íbúa svæðisins og viðkvæmrar náttúru. Jafnframt verður að takmarka losun gróðushúsalofttegunda á heimsvísu og samfélögin verða að vera það sterk að þau geti tekist á við afleiðingar óhjákvæmilegra loftslagsbreytinga. Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, lagði í skýrslu sinni frá 2009 til margvíslegar sameiginlegar aðgerðir á sviði utanríkis- og varnarstefnu með áherslu á Norður-Atlantshaf, þar á meðal sameiginlega loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa brugðist við tillögunum á jákvæðan hátt og þetta dæmi sýnir að norrænu ríkin geta unnið saman að þróun nyrstu svæðanna. Gagnsemi sameiginlegrar rammaáætlunar um formennsku þriggja norrænna ríkja (Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar) í Norðurskautsráðinu á árunum 2007 til 2013 hefur sannað sig. Þar var fjallað um sameiginleg markmið og forgangsröðun sem leiddi til þess að sett var á stofn skrifstofa fyrir Norðurskautsráðið. Norðurlandaráð telur mikilvægt að dragast ekki aftur úr þegar Kanadamenn taka við formennsku árið 2013. Norðurlönd eiga áfram að sýna frumkvæði og gegna sameiningarhlutverki í samstarfi á norðurskautssvæðunum. Norðurlandaráð samþykkti því á vorþingi sínu í Reykjavík í mars síðastliðnum tillögu um að ríkisstjórnir Norðurlandanna ynnu sameiginlega stefnu um norrænt samstarf til að takast á við áskoranir norðurskautssvæðisins. Markmiðið ætti að vera að ná pólitískri fótfestu í stefnumálum eins og nýtingu náttúruauðlinda, fiskveiðum, umhverfisvernd, siglingaleiðum, vöktun og björgun á hafi, flutningum og innviðum og sjálfbærri efnahagsþróun sem gagnast íbúum norðurskautssvæðisins. Við verðum að byggja á því sem við erum sammála um og þróa þessa samstöðu þannig að hún nái til eins margra stefnumála og mögulegt er. Með sameiginlegri stefnu geta norrænu ríkin lagt áherslu á sameiginleg markmið og sett í forgang sameiginlegar aðferðir til að koma þeim á framfæri. Stefnan getur styrkt enn betur hlutverk Norðurlanda sem mikilvægs sameiningarafls fyrir íbúa, umhverfi og öryggi á norðurskautssvæðinu. Hugmyndin er ekki að mynda norrænan hóp í Norðurskautsráðinu. Þvert á móti viljum við styðja við og efla Norðurskautsráðið með því að norrænu ríkin leggi í auknum mæli sitt af mörkum sem þróttmikill aðili í Norðurskautsráðinu.Kimmo Sasi, forseti Norðurlandaráðs, FinnlandiHelgi Hjörvar, ÍslandiBendiks H. Arnesen, NoregiBertel Haarder, DanmörkuKarin Åström, Svíþjóð
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun