Úrvalið spannar allt frá hversdagsnærfatnaði til seiðandi undirfata. Eins má finna ýmiss konar nærfatnað með skemmtilegu ívafi, líflegar náttbuxur, náttföt og bikiní. Að sögn Jennýjar Kristínar Sigurðardóttur er hún hinn fullkomni áfangastaður kvenna sem vilja gefa undirfataskúffunni nýtt líf.
Þá er lögð mikil áhersla á gott úrval stærða. Brjóstahaldararnir eru frá 30A upp í 40H og aðrar vörur, svo sem nærbuxur og náttföt, fást í stærðunum 8 til 20.

Nærfatnaðinum er snyrtilega raðað í skúffur eftir stærðum svo auðvelt er að finna sína stærð. Hægt er að skoða vöruúrvalið á bouxavenue.com.