Um "leppshlutverk“ forsetans Skúli Magnússon skrifar 16. maí 2012 06:00 Eitt af markmiðum stjórnlagaráðs við gerð tillögu um nýja stjórnarskrá var að afnema „leppshlutverk forseta" og haga texta stjórnarskrárinnar á þá leið að hann endurspegli raunverulegar heimildir hans. Með þessu er vísað til þess að II. kafli núgildandi stjórnarskrár veiti forseta ýmsar heimildir sem ráðherrar fari með í reynd, t.d. til framlagningar lagafrumvarpa fyrir Alþingi, samninga við önnur ríki og útgáfu bráðabirgðalaga. Skv. tillögu stjórnlagaráðs mun ráðherra og/eða ríkisstjórn þannig hafa þessar heimildir án þess að atbeina forseta þurfi til. Flest ákvæði stjórnarskrárinnar um forsetann eru sniðin að þeirri stjórnskipun sem tekin var upp í Danmörku við afnám einveldis árið 1849. Þrátt fyrir afnám einveldis fór konungur áfram með mikilvægar heimildir líkt og II. kafli stjórnarskrárinnar endurspeglar enn í dag. Í þeirri „þingbundnu konungsstjórn" sem tekin var upp fólst hins vegar sú grunnmálamiðlun milli konungsvalds og hinna frjálslyndu afla að konungur gat eingöngu framkvæmt vald sitt með atbeina ráðherra. Ráðherrarnir gátu hins vegar þurft að standa þinginu reikningsskap með ýmsum hætti (t.d. með því að svara spurningum þingmanna). Einnig gat þingið ákært ráðherra fyrir brot í starfi líkt og enn er kveðið á um í íslensku stjórnarskránni. Í samræmi við þetta þurfti til staðfestingar mikilvægra stjórnarathafna bæði undirskrift „friðheilags" konungs og ráðherra sem bar lagalega ábyrgð á stjórnarathöfnum. Þessa grunnreglu er nú að finna í 19. gr. íslensku stjórnarskrárinnar og er eitt þeirra ákvæða sem stjórnlagaráð telur úrelt. Með tilkomu þingræðis í upphafi 20. aldar missti konungur endanlega pólitísk tök sín á ráðherrum. Ráðherrar urðu nú að njóta stuðnings (eða hlutleysis) þingsins og störfuðu því í reynd ekki lengur í umboði konungs heldur á vegum þingsins. Þótt atbeina konungs þyrfti áfram til flestra stjórnarathafna (þ.á m. staðfestingar laga) varð framkvæmdin að lokum sú að konungur beitti ekki völdum sínum í raun. Þeirri skoðun óx fylgi að völd konungs væru einungis formlegs eðlis, ekki aðeins frá pólitísku sjónarhorni heldur einnig lagalegu. Á þessum stjórnskipulega grunni, sem í mikilvægum atriðum byggði á ólögfestum venjum, var lýðveldið Ísland stofnað. Þótt þjóðhöfðingi hins nýstofnaða lýðveldis – forsetinn – væri í flestum atriðum látinn ganga inn í stjórnskipulegt hlutverk konungs var þó róttækt nýmæli að finna í 26. gr. stjórnarskrár. þar sem forseta var fengin sjálfstæð heimild til að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðra breytingu var að finna í 11. gr. stjórnarskrár þar sem Alþingi var veitt heimild til að krefjast þess með 3/4 hluta atkvæða að forseti yrði leystur frá embætti með þjóðaratkvæðagreiðslu. Veigamesta breytingin, a.m.k. frá pólitísku sjónarhorni, fólst þó í því að forsetinn var kjörinn í almennri kosningu og naut þannig lýðræðislegs umboðs til jafns við þingið. Þótt pólitísk staða forsetans væri með þessu gjörólík stöðu konungs lét stjórnarskrárgjafinn ósagt um áhrif á raunverulegar valdheimildir hans og hlutverk. Aðeins tíminn gat því leitt í ljós hvernig forsetavaldinu yrði beitt og hvernig pólitískt hlutverk forsetans myndi þróast innan þessara stjórnskipulegu marka. Samkvæmt gildandi stjórnskipun felast raunveruleg völd forsetans fyrst og fremst í synjunarvaldi svo og aðkomu að ríkisstjórnarmyndun. Hinu má þó ekki gleyma að „formlega" aðkomu forseta þarf að flestum meiriháttar ákvörðunum ríkisins. Þótt sú venja sé viðtekin að forseti taki ekki afstöðu til málefna sem ráðherra ber undir hann til undirritunar (sbr. „leppshlutverk" forseta) verður forseti ekki neyddur til undirritunar. Þessi aðstaða gefur tilefni til ýmissa álitamála, bæði að því er snertir raunverulegar heimildir forseta, t.d. við tilteknar afbrigðilegar aðstæður sem upp kunna að koma, svo og afleiðingar mögulegrar synjunar. Undir það verður að taka að eðlilegt er að stjórnskipunin sé skýrð um raunverulegar heimildir forseta að þessu leyti svo og lagalega ábyrgð. Sú breyting að afnema „leppshlutverk" forseta hefur hins vegar í för með sér efnislega breytingu á stjórnskipuninni sem verður að vega og meta sem slíka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Eitt af markmiðum stjórnlagaráðs við gerð tillögu um nýja stjórnarskrá var að afnema „leppshlutverk forseta" og haga texta stjórnarskrárinnar á þá leið að hann endurspegli raunverulegar heimildir hans. Með þessu er vísað til þess að II. kafli núgildandi stjórnarskrár veiti forseta ýmsar heimildir sem ráðherrar fari með í reynd, t.d. til framlagningar lagafrumvarpa fyrir Alþingi, samninga við önnur ríki og útgáfu bráðabirgðalaga. Skv. tillögu stjórnlagaráðs mun ráðherra og/eða ríkisstjórn þannig hafa þessar heimildir án þess að atbeina forseta þurfi til. Flest ákvæði stjórnarskrárinnar um forsetann eru sniðin að þeirri stjórnskipun sem tekin var upp í Danmörku við afnám einveldis árið 1849. Þrátt fyrir afnám einveldis fór konungur áfram með mikilvægar heimildir líkt og II. kafli stjórnarskrárinnar endurspeglar enn í dag. Í þeirri „þingbundnu konungsstjórn" sem tekin var upp fólst hins vegar sú grunnmálamiðlun milli konungsvalds og hinna frjálslyndu afla að konungur gat eingöngu framkvæmt vald sitt með atbeina ráðherra. Ráðherrarnir gátu hins vegar þurft að standa þinginu reikningsskap með ýmsum hætti (t.d. með því að svara spurningum þingmanna). Einnig gat þingið ákært ráðherra fyrir brot í starfi líkt og enn er kveðið á um í íslensku stjórnarskránni. Í samræmi við þetta þurfti til staðfestingar mikilvægra stjórnarathafna bæði undirskrift „friðheilags" konungs og ráðherra sem bar lagalega ábyrgð á stjórnarathöfnum. Þessa grunnreglu er nú að finna í 19. gr. íslensku stjórnarskrárinnar og er eitt þeirra ákvæða sem stjórnlagaráð telur úrelt. Með tilkomu þingræðis í upphafi 20. aldar missti konungur endanlega pólitísk tök sín á ráðherrum. Ráðherrar urðu nú að njóta stuðnings (eða hlutleysis) þingsins og störfuðu því í reynd ekki lengur í umboði konungs heldur á vegum þingsins. Þótt atbeina konungs þyrfti áfram til flestra stjórnarathafna (þ.á m. staðfestingar laga) varð framkvæmdin að lokum sú að konungur beitti ekki völdum sínum í raun. Þeirri skoðun óx fylgi að völd konungs væru einungis formlegs eðlis, ekki aðeins frá pólitísku sjónarhorni heldur einnig lagalegu. Á þessum stjórnskipulega grunni, sem í mikilvægum atriðum byggði á ólögfestum venjum, var lýðveldið Ísland stofnað. Þótt þjóðhöfðingi hins nýstofnaða lýðveldis – forsetinn – væri í flestum atriðum látinn ganga inn í stjórnskipulegt hlutverk konungs var þó róttækt nýmæli að finna í 26. gr. stjórnarskrár. þar sem forseta var fengin sjálfstæð heimild til að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðra breytingu var að finna í 11. gr. stjórnarskrár þar sem Alþingi var veitt heimild til að krefjast þess með 3/4 hluta atkvæða að forseti yrði leystur frá embætti með þjóðaratkvæðagreiðslu. Veigamesta breytingin, a.m.k. frá pólitísku sjónarhorni, fólst þó í því að forsetinn var kjörinn í almennri kosningu og naut þannig lýðræðislegs umboðs til jafns við þingið. Þótt pólitísk staða forsetans væri með þessu gjörólík stöðu konungs lét stjórnarskrárgjafinn ósagt um áhrif á raunverulegar valdheimildir hans og hlutverk. Aðeins tíminn gat því leitt í ljós hvernig forsetavaldinu yrði beitt og hvernig pólitískt hlutverk forsetans myndi þróast innan þessara stjórnskipulegu marka. Samkvæmt gildandi stjórnskipun felast raunveruleg völd forsetans fyrst og fremst í synjunarvaldi svo og aðkomu að ríkisstjórnarmyndun. Hinu má þó ekki gleyma að „formlega" aðkomu forseta þarf að flestum meiriháttar ákvörðunum ríkisins. Þótt sú venja sé viðtekin að forseti taki ekki afstöðu til málefna sem ráðherra ber undir hann til undirritunar (sbr. „leppshlutverk" forseta) verður forseti ekki neyddur til undirritunar. Þessi aðstaða gefur tilefni til ýmissa álitamála, bæði að því er snertir raunverulegar heimildir forseta, t.d. við tilteknar afbrigðilegar aðstæður sem upp kunna að koma, svo og afleiðingar mögulegrar synjunar. Undir það verður að taka að eðlilegt er að stjórnskipunin sé skýrð um raunverulegar heimildir forseta að þessu leyti svo og lagalega ábyrgð. Sú breyting að afnema „leppshlutverk" forseta hefur hins vegar í för með sér efnislega breytingu á stjórnskipuninni sem verður að vega og meta sem slíka.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun