Mér líður ógeðslega illa en fæ ekki tíma hjá geðlækni fyrr en eftir hálft ár Ellen Calmon skrifar 10. maí 2012 06:00 Ég er svo geðveikur þegar ég er í skólanum, ég er bara í skólanum og get ekki gert neitt annað, get ekki átt eðlileg samskipti við fjölskyldu mína, er bara svo svakalega ýktur. Mér líður ógeðslega illa, en næ einhvern veginn ekki að sortera hlutina í hausnum á mér. Ég er að missa fjölskylduna mína frá mér. Ég þarf að bíða í hálft ár eftir tíma hjá geðlækni, geturðu hjálpað mér? Ofangreind frásögn er dæmi um mann á fertugsaldri með ADHD. Hann er í háskólanámi og leitaði til ADHD samtakanna í von um aðstoð við að komast í meðferð hjá geðlækni. Eftir að vera búinn að hringja í margar geðlæknastofur kom í ljós að enginn átti lausan tíma fyrir hann. Biðin eftir fyrsta viðtali var um 3 mánuðir en biðin eftir að hefja meðferð gat verið allt að hálfu ári. Komist hann ekki að fyrr en eftir hálft ár er hætta á að hann missi fjölskylduna frá sér eða gefist upp á náminu, nema hvort tveggja verði. Svona er blákaldur veruleikinn í stöðu geðlæknaþjónustu á Íslandi. Biðtíminn eftir læknisþjónustu er óásættanlegur. ADHD samtökin bentu honum á að hringja í sem flesta geðlækna, reyna að fá tíma og ef það væri ekki möguleiki láta þá setja sig á biðlista. Ef hann yrði nú svo heppinn að vera kallaður til þyrfti hann að vera reiðubúinn að stökkva til og þiggja tímann. Margir geðlæknar segjast ekki taka við nýjum sjúklingum og aðrir bjóða ekki upp á biðlista. Þá hafa samtökin einnig bent fólki á að leita til bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans, í veikri von um þjónustu, sem skýtur skökku við þar sem bráðamóttökunni er vissulega fyrst og fremst ætlað að sinna bráðatilfellum. En hvað á annað að gera, hvert á fólk að leita? Í marsmánuði síðastliðnum gaf Landlæknisembættið út „Klínískar leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests og ofvirkni”. Leiðbeiningarnar eru metnaðarfullar og greinagóðar. Þar er talað um að sálfræðileg meðferð geti dregið úr þeirri hömlun sem ADHD einkenni hafa í för með sér og þannig létt á tilfinningalegum vanda og bætt aðlögun. Ráðgjöf um meðferðarmöguleika og viðbrögð til að sporna við truflandi áhrifum, t.d. á nám og atvinnu, er mikilvæg. Þá er einnig talað um ýmsar tegundir meðferða og mikilvægi þess að stunda samþætta meðferð s.s. einstaklingsmeðferð, hugræna atferlismeðferð og hópameðferð. Ekkert af meðferðunum fyrir fullorðna, sem tilgreindar eru í leiðbeiningunum, eru niðurgreiddar, nema meðferðir geðlækna og lyfjameðferðir. Því er ljóst að innleiðing á vinnulagi þessara leiðbeininga hefur ekki farið fram. Mikið hefur verið talað um kostnað ríkisins vegna lyfjameðferða fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD. Samtökin telja að vel sé hægt að draga úr þeim kostnaði ef önnur meðferðarúrræði yrðu niðurgreidd. Margir með væg ADHD einkenni þyrftu jafnvel aldrei á lyfjagjöf að halda og aðrir kynnu að hætta lyfjameðferð ef annars konar meðferðir, s.s. sálfræðimeðferðir, yrðu niðurgreiddar. Undirrituð, ásamt formanni stjórnar ADHD samtakanna Björk Þórarinsdóttur, átti góðan fund í velferðarráðuneytinu í lok aprílmánaðar sl. þar sem samtökin óskuðu eftir að fá að taka þátt í vinnuhópi um innleiðingu á verklagi klínísku leiðbeininganna. Þá munu samtökin einnig bjóða Landlækni krafta sína til samvinnu um nánari útfærslur. Vonast er til að niðurstaðan verði sú að íslenska ríkið taki þátt í fjölbreyttari meðferðarúrræðum líkt og lagt er til í leiðbeiningunum. ADHD samtökin sinna öllum. Engum er vísað frá og biðlistinn er enginn. www.adhd.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég er svo geðveikur þegar ég er í skólanum, ég er bara í skólanum og get ekki gert neitt annað, get ekki átt eðlileg samskipti við fjölskyldu mína, er bara svo svakalega ýktur. Mér líður ógeðslega illa, en næ einhvern veginn ekki að sortera hlutina í hausnum á mér. Ég er að missa fjölskylduna mína frá mér. Ég þarf að bíða í hálft ár eftir tíma hjá geðlækni, geturðu hjálpað mér? Ofangreind frásögn er dæmi um mann á fertugsaldri með ADHD. Hann er í háskólanámi og leitaði til ADHD samtakanna í von um aðstoð við að komast í meðferð hjá geðlækni. Eftir að vera búinn að hringja í margar geðlæknastofur kom í ljós að enginn átti lausan tíma fyrir hann. Biðin eftir fyrsta viðtali var um 3 mánuðir en biðin eftir að hefja meðferð gat verið allt að hálfu ári. Komist hann ekki að fyrr en eftir hálft ár er hætta á að hann missi fjölskylduna frá sér eða gefist upp á náminu, nema hvort tveggja verði. Svona er blákaldur veruleikinn í stöðu geðlæknaþjónustu á Íslandi. Biðtíminn eftir læknisþjónustu er óásættanlegur. ADHD samtökin bentu honum á að hringja í sem flesta geðlækna, reyna að fá tíma og ef það væri ekki möguleiki láta þá setja sig á biðlista. Ef hann yrði nú svo heppinn að vera kallaður til þyrfti hann að vera reiðubúinn að stökkva til og þiggja tímann. Margir geðlæknar segjast ekki taka við nýjum sjúklingum og aðrir bjóða ekki upp á biðlista. Þá hafa samtökin einnig bent fólki á að leita til bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans, í veikri von um þjónustu, sem skýtur skökku við þar sem bráðamóttökunni er vissulega fyrst og fremst ætlað að sinna bráðatilfellum. En hvað á annað að gera, hvert á fólk að leita? Í marsmánuði síðastliðnum gaf Landlæknisembættið út „Klínískar leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests og ofvirkni”. Leiðbeiningarnar eru metnaðarfullar og greinagóðar. Þar er talað um að sálfræðileg meðferð geti dregið úr þeirri hömlun sem ADHD einkenni hafa í för með sér og þannig létt á tilfinningalegum vanda og bætt aðlögun. Ráðgjöf um meðferðarmöguleika og viðbrögð til að sporna við truflandi áhrifum, t.d. á nám og atvinnu, er mikilvæg. Þá er einnig talað um ýmsar tegundir meðferða og mikilvægi þess að stunda samþætta meðferð s.s. einstaklingsmeðferð, hugræna atferlismeðferð og hópameðferð. Ekkert af meðferðunum fyrir fullorðna, sem tilgreindar eru í leiðbeiningunum, eru niðurgreiddar, nema meðferðir geðlækna og lyfjameðferðir. Því er ljóst að innleiðing á vinnulagi þessara leiðbeininga hefur ekki farið fram. Mikið hefur verið talað um kostnað ríkisins vegna lyfjameðferða fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD. Samtökin telja að vel sé hægt að draga úr þeim kostnaði ef önnur meðferðarúrræði yrðu niðurgreidd. Margir með væg ADHD einkenni þyrftu jafnvel aldrei á lyfjagjöf að halda og aðrir kynnu að hætta lyfjameðferð ef annars konar meðferðir, s.s. sálfræðimeðferðir, yrðu niðurgreiddar. Undirrituð, ásamt formanni stjórnar ADHD samtakanna Björk Þórarinsdóttur, átti góðan fund í velferðarráðuneytinu í lok aprílmánaðar sl. þar sem samtökin óskuðu eftir að fá að taka þátt í vinnuhópi um innleiðingu á verklagi klínísku leiðbeininganna. Þá munu samtökin einnig bjóða Landlækni krafta sína til samvinnu um nánari útfærslur. Vonast er til að niðurstaðan verði sú að íslenska ríkið taki þátt í fjölbreyttari meðferðarúrræðum líkt og lagt er til í leiðbeiningunum. ADHD samtökin sinna öllum. Engum er vísað frá og biðlistinn er enginn. www.adhd.is
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun