Fékk þrettánfalt matsverð fyrir hlut í Aurum Holding 1. maí 2012 06:00 Steinunn Guðbjartsdóttir er formaður slitastjórnar Glitnis sem rekur málið. Rúmlega fjórðungshlutur í breska félaginu Aurum Holding, sem Glitnir lánaði FS38 ehf. sex milljarða króna til að kaupa í júlí 2008, var 464 milljóna króna virði þegar viðskiptin áttu sér stað. Því var kaupverðið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þetta er niðurstaða dómkvaddra matsmanna í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis. Í málinu eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008, en öll lánsupphæðin tapaðist á endanum og bar þrotabú Glitnis allt tapið. Jón Ásgeir og Pálmi fengu hvor sinn milljarðinn af lánsfénu til ráðstöfunar en fjórir milljarðar fóru í að greiða niður lán Fons. Í lok mars 2011 voru Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra, og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, kvaddir til sem matsmenn í málinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að matsmennirnir hafi komist að því að virði hlutarins sem FS38 greiddi sex milljarða króna fyrir hafi verið á bilinu 0 til 929 milljónir króna. Niðurstaða þeirra sé því að eðlilegt mat á hlutnum sé mitt á milli efri og neðri marka matsins, eða 464 milljónir króna. Matsmennirnir hafa nú lokið við að meta markaðsverðmæti hlutarins og verður skýrsla þeirra lögð fyrir við fyrirtöku á miðvikudag, þann 2. maí. Málsvörn hinna stefndu í málinu hefur meðal annars verið sú að snemma árs 2008 hafi Kaupþing haft milligöngu um að kynna fulltrúa Damas Jewellery í Dubai, stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, fyrir forsvarsmönnum Baugs, félags sem Jón Ásgeir var ráðandi í. Í kjölfarið hafi Damas lýst yfir áhuga á að kaupa allan hlut Fons í Aurum og skrifað hafi verið undir óskuldbindandi tilboð um miðjan júní upp á um sex milljarða króna. Hinir stefndu telja að tilurð þess sýni hvaða verðmat lá til grundvallar í væntanlegum viðskiptum. Upp úr viðræðum við Damas slitnaði í október 2008. Aurum Holding málið Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira
Rúmlega fjórðungshlutur í breska félaginu Aurum Holding, sem Glitnir lánaði FS38 ehf. sex milljarða króna til að kaupa í júlí 2008, var 464 milljóna króna virði þegar viðskiptin áttu sér stað. Því var kaupverðið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þetta er niðurstaða dómkvaddra matsmanna í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis. Í málinu eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008, en öll lánsupphæðin tapaðist á endanum og bar þrotabú Glitnis allt tapið. Jón Ásgeir og Pálmi fengu hvor sinn milljarðinn af lánsfénu til ráðstöfunar en fjórir milljarðar fóru í að greiða niður lán Fons. Í lok mars 2011 voru Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra, og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, kvaddir til sem matsmenn í málinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að matsmennirnir hafi komist að því að virði hlutarins sem FS38 greiddi sex milljarða króna fyrir hafi verið á bilinu 0 til 929 milljónir króna. Niðurstaða þeirra sé því að eðlilegt mat á hlutnum sé mitt á milli efri og neðri marka matsins, eða 464 milljónir króna. Matsmennirnir hafa nú lokið við að meta markaðsverðmæti hlutarins og verður skýrsla þeirra lögð fyrir við fyrirtöku á miðvikudag, þann 2. maí. Málsvörn hinna stefndu í málinu hefur meðal annars verið sú að snemma árs 2008 hafi Kaupþing haft milligöngu um að kynna fulltrúa Damas Jewellery í Dubai, stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, fyrir forsvarsmönnum Baugs, félags sem Jón Ásgeir var ráðandi í. Í kjölfarið hafi Damas lýst yfir áhuga á að kaupa allan hlut Fons í Aurum og skrifað hafi verið undir óskuldbindandi tilboð um miðjan júní upp á um sex milljarða króna. Hinir stefndu telja að tilurð þess sýni hvaða verðmat lá til grundvallar í væntanlegum viðskiptum. Upp úr viðræðum við Damas slitnaði í október 2008.
Aurum Holding málið Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent