Grunnur réttindanna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 1. maí 2012 11:00 Því get ég lofað þér, lesandi góður, að ef þú skellir þér inn á hið alltumfaðmandi internet verður þér ekki skotaskuld úr því að finna pistla þar sem lítið er gert úr baráttudegi verkalýðsins. Fólk mun velta sér upp úr því að hann hafi ekki lengur neitt gildi, sé úreltur, jafnvel rifja upp horfna tíð þegar það var börn og allt var betra og kannski fylgir ein vonbrigðasaga, eða tvær, frá deginum. Það er gott og blessað, en breytir þó ekki þeirri staðreynd að af öllum þeim frídögum sem launafólk fær er enginn sem ætti að standa því nær. Nálega öll þau réttindi sem við búum við í dag má rekja til baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Þau eru ekki mörg dæmin um að atvinnurekendur hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að hækka laun, stytta vinnutíma, auka veikindarétt og almennan rétt starfsfólks. Til þess hefur þurft samstillt átak. Stundum hefur samningsviljinn verið ríkur og allt gengið snurðulaust. Og stundum hefur launafólk þurft að sýna samstöðu sína með vinnustöðvunum. Vel má vera að umgjörð 1. maí hugnist ekki öllum. Einhverjum þyki það ekki lengur hipp og kúl að þramma í kröfugöngu undir dynjandi blæstri lúðrasveitar. Svo má vel vera. Umgjörðin er hins vegar ekki nema sýnilegur hluti þessa merka dags. Kannski verður einhvern tímann gjörbreyting á henni – til þess þurfa gagnrýnendur reyndar að leggja eitthvað til en ekki bara nöldra yfir deginum – og það er þá bara vel. Fínasta mál. Gerum eitthvað annað ef hugurinn stendur í þá átt. Það breytir þó í engu raunverulegu eðli dagsins; nefnilega því að minnast þeirra réttinda sem við búum við á hverjum degi og brýna okkur til frekari baráttu. Sjálfur geri ég það gólandi niður Laugaveginn í kröfugöngu, en í þessu, sem svo mörgu öðru, verður hver og einn að finna sinn farveg. Bloggið, hvílist, farið í garðinn, fáið ykkur kaffi, lesið, sofið hjá, horfið á bíómynd – eða það sem best er, mætið í kröfugöngu. Hvernig sem þið hyggist verja deginum hafið þá í huga að gengnar kynslóðir lögðu harðræði á sig til að skapa velferðarsamfélag það sem við byggjum. Og, að baráttan er aldrei búin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun
Því get ég lofað þér, lesandi góður, að ef þú skellir þér inn á hið alltumfaðmandi internet verður þér ekki skotaskuld úr því að finna pistla þar sem lítið er gert úr baráttudegi verkalýðsins. Fólk mun velta sér upp úr því að hann hafi ekki lengur neitt gildi, sé úreltur, jafnvel rifja upp horfna tíð þegar það var börn og allt var betra og kannski fylgir ein vonbrigðasaga, eða tvær, frá deginum. Það er gott og blessað, en breytir þó ekki þeirri staðreynd að af öllum þeim frídögum sem launafólk fær er enginn sem ætti að standa því nær. Nálega öll þau réttindi sem við búum við í dag má rekja til baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Þau eru ekki mörg dæmin um að atvinnurekendur hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að hækka laun, stytta vinnutíma, auka veikindarétt og almennan rétt starfsfólks. Til þess hefur þurft samstillt átak. Stundum hefur samningsviljinn verið ríkur og allt gengið snurðulaust. Og stundum hefur launafólk þurft að sýna samstöðu sína með vinnustöðvunum. Vel má vera að umgjörð 1. maí hugnist ekki öllum. Einhverjum þyki það ekki lengur hipp og kúl að þramma í kröfugöngu undir dynjandi blæstri lúðrasveitar. Svo má vel vera. Umgjörðin er hins vegar ekki nema sýnilegur hluti þessa merka dags. Kannski verður einhvern tímann gjörbreyting á henni – til þess þurfa gagnrýnendur reyndar að leggja eitthvað til en ekki bara nöldra yfir deginum – og það er þá bara vel. Fínasta mál. Gerum eitthvað annað ef hugurinn stendur í þá átt. Það breytir þó í engu raunverulegu eðli dagsins; nefnilega því að minnast þeirra réttinda sem við búum við á hverjum degi og brýna okkur til frekari baráttu. Sjálfur geri ég það gólandi niður Laugaveginn í kröfugöngu, en í þessu, sem svo mörgu öðru, verður hver og einn að finna sinn farveg. Bloggið, hvílist, farið í garðinn, fáið ykkur kaffi, lesið, sofið hjá, horfið á bíómynd – eða það sem best er, mætið í kröfugöngu. Hvernig sem þið hyggist verja deginum hafið þá í huga að gengnar kynslóðir lögðu harðræði á sig til að skapa velferðarsamfélag það sem við byggjum. Og, að baráttan er aldrei búin.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun