Einfaldari aðgangur að fjárstýringu 25. apríl 2012 10:00 Keldan "Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna,” segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar.Fréttablaðið/Vilhelm Innlánamarkaður H.F. Verðbréfa hefur síðustu misseri notið nokkurra vinsælda meðal innlendra fyrirtækja. Innlánamarkaðurinn er aðgengilegur í gegnum upplýsingaveituna Kelduna.is en hann gerir notendum kleift að fá tilboð frá innlánastofnunum í innlán sín til allt að tólf mánaða ávöxtunar. „Eftir að við hófum kynningu á þessari þjónustu hafa vinsældir hennar aukist jafnt og þétt. Hver mánuður hefur í raun verið betri en sá á undan og ný fyrirtæki eru stöðugt að bætast í hóp viðskiptavina," segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar, og bætir við: „Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna og oft fengið betri kjör en áður með þessu tilboðsfyrirkomulagi." Friðrik segir að með þessari þjónustu geti fyrirtæki eða fjársterkir aðilar fengið aðgang að fjárstýringum bankanna og óskað nafnlaust eftir tilboðum í innlán, að lágmarki 50 milljónir króna. „Í kjölfarið hafa fjárstýringarnar fimm mínútur til að svara tilboðinu og viðskiptavinurinn svo fimm mínútur til að ákveða hvort hann vilji taka einu af tilboðunum sem bárust," segir Friðrik. Áskriftin að innlánamarkaðnum er ókeypis fyrir viðskiptavini en fjárstýringar þeirra banka sem taka þátt í markaðnum greiða fyrir milligönguna. Arion banki, Íslandsbanki og MP banki taka þátt í markaðnum en Landsbankinn ekki. „Fyrir tilkomu þessarar þjónustu hringdu fyrirtæki einfaldlega í fjárstýringar bankanna og óskaðu eftir tilboðum. Miðað við viðtökurnar sem þessi þjónustu hefur fengið þá virðist þetta einfalda ferlið," segir Friðrik og bætir við að þetta fyrirkomulag sé þekkt úti í heimi en hafi ekki verið notað á Íslandi fyrr. Eins og áður segir er innlánamarkaðurinn aðgengilegur í gegnum Kelduna. Keldan var stofnuð á haustdögum árið 2009 og er upplýsingaveita um íslenskan fjármálamarkað. Kelduna má nálgast á vefsíðunni Keldan.is en auk þess í gegnum nýtt snjallsíma-app sem kynnt var stuttu fyrir páska. Umfang upplýsinga sem nálgast má á Keldunni hefur aukist jafnt og þétt frá stofnun og má nú meðal annars finna þar fyrirtækja- og fasteignaupplýsingar auk hefðbundinna markaðsupplýsinga. Þá veitir Keldan aðgang að öllum helstu upplýsingaskrám sem reknar eru af opinberum aðilum á Íslandi. Loks heldur Keldan utan um viðburðadagatal sem nefnist Dagatal viðskiptalífsins. Í því eru birtar tímasetningar viðburða í viðskiptalífinu, útgáfudagar helstu hagtalna, dagsetningar skuldabréfaútboða og dagsetning á fyrirhugaðri birtingu ársreikninga helstu fyrirtækja. Fréttir Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Innlánamarkaður H.F. Verðbréfa hefur síðustu misseri notið nokkurra vinsælda meðal innlendra fyrirtækja. Innlánamarkaðurinn er aðgengilegur í gegnum upplýsingaveituna Kelduna.is en hann gerir notendum kleift að fá tilboð frá innlánastofnunum í innlán sín til allt að tólf mánaða ávöxtunar. „Eftir að við hófum kynningu á þessari þjónustu hafa vinsældir hennar aukist jafnt og þétt. Hver mánuður hefur í raun verið betri en sá á undan og ný fyrirtæki eru stöðugt að bætast í hóp viðskiptavina," segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar, og bætir við: „Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna og oft fengið betri kjör en áður með þessu tilboðsfyrirkomulagi." Friðrik segir að með þessari þjónustu geti fyrirtæki eða fjársterkir aðilar fengið aðgang að fjárstýringum bankanna og óskað nafnlaust eftir tilboðum í innlán, að lágmarki 50 milljónir króna. „Í kjölfarið hafa fjárstýringarnar fimm mínútur til að svara tilboðinu og viðskiptavinurinn svo fimm mínútur til að ákveða hvort hann vilji taka einu af tilboðunum sem bárust," segir Friðrik. Áskriftin að innlánamarkaðnum er ókeypis fyrir viðskiptavini en fjárstýringar þeirra banka sem taka þátt í markaðnum greiða fyrir milligönguna. Arion banki, Íslandsbanki og MP banki taka þátt í markaðnum en Landsbankinn ekki. „Fyrir tilkomu þessarar þjónustu hringdu fyrirtæki einfaldlega í fjárstýringar bankanna og óskaðu eftir tilboðum. Miðað við viðtökurnar sem þessi þjónustu hefur fengið þá virðist þetta einfalda ferlið," segir Friðrik og bætir við að þetta fyrirkomulag sé þekkt úti í heimi en hafi ekki verið notað á Íslandi fyrr. Eins og áður segir er innlánamarkaðurinn aðgengilegur í gegnum Kelduna. Keldan var stofnuð á haustdögum árið 2009 og er upplýsingaveita um íslenskan fjármálamarkað. Kelduna má nálgast á vefsíðunni Keldan.is en auk þess í gegnum nýtt snjallsíma-app sem kynnt var stuttu fyrir páska. Umfang upplýsinga sem nálgast má á Keldunni hefur aukist jafnt og þétt frá stofnun og má nú meðal annars finna þar fyrirtækja- og fasteignaupplýsingar auk hefðbundinna markaðsupplýsinga. Þá veitir Keldan aðgang að öllum helstu upplýsingaskrám sem reknar eru af opinberum aðilum á Íslandi. Loks heldur Keldan utan um viðburðadagatal sem nefnist Dagatal viðskiptalífsins. Í því eru birtar tímasetningar viðburða í viðskiptalífinu, útgáfudagar helstu hagtalna, dagsetningar skuldabréfaútboða og dagsetning á fyrirhugaðri birtingu ársreikninga helstu fyrirtækja.
Fréttir Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira