Dómstólaleið: Til upprifjunar Ögmundur Jónasson skrifar 24. apríl 2012 06:00 Þessa dagana heyrist sagt að annað hvort hafi menn viljað samningaleið eða dómstólaleið í Icesave; verið samningamenn eða dómstólamenn! Og nú hafi þeir sem vildu dómstólaleiðina fengið sínu framgengt! Þannig var þetta náttúrlega ekki. Icesave-skuldbindingarnar átti að greiða úr þrotabúi Landsbankans eða eftir atvikum úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta. En eins og við vitum varð reyndin sú, að til að skapa traust á eigin fjármálakerfi, greiddu Bretar og Hollendingar upp tap innistæðueigenda innan sinna landamæra. Síðan reyndu bresk og hollensk stjórnvöld að þröngva okkur til samninga um endurgreiðslur með ríflegum vöxtum að viðbættum tilkostnaði þeirra við samningaumleitanir! Rökrétt svar Íslendinga var eftirfarandi: Ef þið teljið ykkur eiga fjárkröfu á íslenska ríkið í staðinn fyrir viðkomandi banka og Tryggingarsjóð innstæðueigenda, þá eigið þið að leita réttar ykkar fyrir dómstólum. Hvaða dómstólar væru það? Héraðsdómur Reykjavíkur, hvort sem væri gagnvart Landsbankanum sem á heima í Reykjavík eða íslenskum skattborgurum því þar er varnarþing íslenska ríkisins. En þetta var hægara sagt en gert. Í samningaviðræðum um Icesave vildu Bretar og Hollendingar að þeir hefðu forræði um dómsmálið og gætu ákveðið að fara með það fyrir evrópskan dómstól sem yrði úrskurðaraðili en ekki íslenskir dómstólar. Við sögðum á hinn bóginn að íslenskur dómstóll ætti að dæma en að illmögulegt yrði að meina stefnanda að óska eftir áliti frá EFTA-dómstólnum ef hann krefðist þess. Það yrði þó aldrei meira en álitsgerð. Þau sem lögðust gegn þvingunarsamningum Breta og Hollendinga litu aldrei á það sem sérstaka óskastöðu fyrir íslenska skattgreiðendur að lenda í deilum fyrir rétti. En þeim sem teldu á sér brotið væri hins vegar í lófa lagið að leita réttar síns fyrir dómstólum í stað þess að beita ofbeldi í krafti valds hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða hjá Evrópusambandinu eins og gert var. Ef Bretar og Hollendingar teldu sig eiga fjárkröfur á íslenska ríkið vegna innistæðna í gjaldþrota einkabanka, þá ættu þeir að snúa sér til Héraðsdóms Reykjavíkur. Það væri vissulega dómstólaleið sem þessi ríki gætu farið. Þar með væri þó ekki lögð blessun yfir rangláta kröfugerð þeirra. Hinn eðlilegi farvegur væri þrotabús- og innstæðutryggingarsjóðsleið! Nú hefur framkvæmdastjórn ESB bætt gráu ofan á svart með aðkomu sinni að málshöfðun gegn Íslandi. Það breytir því ekki að niðurstaðan verður ekki ráðin í Brussel heldur í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana heyrist sagt að annað hvort hafi menn viljað samningaleið eða dómstólaleið í Icesave; verið samningamenn eða dómstólamenn! Og nú hafi þeir sem vildu dómstólaleiðina fengið sínu framgengt! Þannig var þetta náttúrlega ekki. Icesave-skuldbindingarnar átti að greiða úr þrotabúi Landsbankans eða eftir atvikum úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta. En eins og við vitum varð reyndin sú, að til að skapa traust á eigin fjármálakerfi, greiddu Bretar og Hollendingar upp tap innistæðueigenda innan sinna landamæra. Síðan reyndu bresk og hollensk stjórnvöld að þröngva okkur til samninga um endurgreiðslur með ríflegum vöxtum að viðbættum tilkostnaði þeirra við samningaumleitanir! Rökrétt svar Íslendinga var eftirfarandi: Ef þið teljið ykkur eiga fjárkröfu á íslenska ríkið í staðinn fyrir viðkomandi banka og Tryggingarsjóð innstæðueigenda, þá eigið þið að leita réttar ykkar fyrir dómstólum. Hvaða dómstólar væru það? Héraðsdómur Reykjavíkur, hvort sem væri gagnvart Landsbankanum sem á heima í Reykjavík eða íslenskum skattborgurum því þar er varnarþing íslenska ríkisins. En þetta var hægara sagt en gert. Í samningaviðræðum um Icesave vildu Bretar og Hollendingar að þeir hefðu forræði um dómsmálið og gætu ákveðið að fara með það fyrir evrópskan dómstól sem yrði úrskurðaraðili en ekki íslenskir dómstólar. Við sögðum á hinn bóginn að íslenskur dómstóll ætti að dæma en að illmögulegt yrði að meina stefnanda að óska eftir áliti frá EFTA-dómstólnum ef hann krefðist þess. Það yrði þó aldrei meira en álitsgerð. Þau sem lögðust gegn þvingunarsamningum Breta og Hollendinga litu aldrei á það sem sérstaka óskastöðu fyrir íslenska skattgreiðendur að lenda í deilum fyrir rétti. En þeim sem teldu á sér brotið væri hins vegar í lófa lagið að leita réttar síns fyrir dómstólum í stað þess að beita ofbeldi í krafti valds hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða hjá Evrópusambandinu eins og gert var. Ef Bretar og Hollendingar teldu sig eiga fjárkröfur á íslenska ríkið vegna innistæðna í gjaldþrota einkabanka, þá ættu þeir að snúa sér til Héraðsdóms Reykjavíkur. Það væri vissulega dómstólaleið sem þessi ríki gætu farið. Þar með væri þó ekki lögð blessun yfir rangláta kröfugerð þeirra. Hinn eðlilegi farvegur væri þrotabús- og innstæðutryggingarsjóðsleið! Nú hefur framkvæmdastjórn ESB bætt gráu ofan á svart með aðkomu sinni að málshöfðun gegn Íslandi. Það breytir því ekki að niðurstaðan verður ekki ráðin í Brussel heldur í Reykjavík.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun