Vegurinn heim Svavar Hávarðarson skrifar 17. apríl 2012 06:00 Á dögunum var ég að blaða í gegnum pappíra heima í stofu og rakst þá á frétt sem ég skrifaði fyrir margt löngu um fjölfarinn vegarslóða vestur á fjörðum. Við lesturinn fékk ég heimþrá. Heimamenn voru að barma sér yfir sviknum loforðum um vegabætur og fékk ég þær upplýsingar að á vegarkaflanum hafði helstu hindrunum á leiðinni verið gefin örnefni – voru það gjarnan stærstu steinarnir sem höfðu komið í ljós í gegnum árin og verið skírð eftir mönnum sem höfðu strandað bílum sínum á veginum – gjarnan í illviðrum. Ég á sjaldan leið um Vestfirði, svo ég hef aldrei séð þessar klettamyndanir á veginum – en ég geri ráð fyrir að þær séu fallegar, rétt eins og náttúran öll þarna fyrir vestan. Ég er Austfirðingur og þar er líka víða hrikaleg náttúra og falleg. Víða má njóta útsýnisins við veginn. Þegar ég heimsæki systur mína á Neskaupstað reyni ég til dæmis að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni. Til dæmis er sérstaklega fallegt við Oddskarðsgöngin við gangnamunnann Eskifjarðarmegin. Þar er maður í 630 metra hæð og hefur gott útsýni yfir firðina og hrikalegan fjallahringinn. Á þessum stað hefur maður jafnframt gott útsýni yfir besta skíðasvæði fjórðungsins sem liggur eina 50 metra fyrir neðan. Ef þér liggur ekki mikið á, ert til dæmis ekki á leiðinni með barnið þitt á fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað, hvet ég þig eindregið til þess að taka þér tíma á Oddskarðinu. Eftir heimsókn til systur minnar á Neskaupstað ek ég gjarnan sem leið liggur til Stöðvarfjarðar, en þar situr gamla settið sem fastast. Á þeirri leið er afskaplega margt fallegt að skoða og leiðin auðfarnari og öruggari eftir að Fáskrúðsfjarðargöngin voru tekin í notkun. Leiðin er reyndar enn þá hættulegasti vegarkaflinn á Íslandi, segir í nýrri rannsókn, svo ég hvet fólk til þess að fara varlega. Frá Stöðvarfirði skrepp ég alltaf á Seyðisfjörð. Ég þekki þessa leið vel því þar var lengi eina útibú Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á Austurlandi. Þar býr líka amma Svana sem ég heimsæki auðvitað þegar ég fer heim. Ekki þó á fimmtudögum því síðan 1984 hefur farþegaferjan Norræna komið á Seyðisfjörð þennan dag og afskaplega pirrandi að vera staddur þarna á fjallvegi í 620 metra hæð þegar nokkur hundruð manns eru á sömu leið og þú. Sérstaklega í svarta þoku. Já, það er margt að sjá á Íslandi. Austurland er einn kostur en svo er líka hægt að bregða sér vestur og líta fyrrnefndar klettamyndanir augum. Þær eru víst enn þá á sínum stað á veginum en hafa hækkað töluvert síðan ég skrifaði fréttina forðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Á dögunum var ég að blaða í gegnum pappíra heima í stofu og rakst þá á frétt sem ég skrifaði fyrir margt löngu um fjölfarinn vegarslóða vestur á fjörðum. Við lesturinn fékk ég heimþrá. Heimamenn voru að barma sér yfir sviknum loforðum um vegabætur og fékk ég þær upplýsingar að á vegarkaflanum hafði helstu hindrunum á leiðinni verið gefin örnefni – voru það gjarnan stærstu steinarnir sem höfðu komið í ljós í gegnum árin og verið skírð eftir mönnum sem höfðu strandað bílum sínum á veginum – gjarnan í illviðrum. Ég á sjaldan leið um Vestfirði, svo ég hef aldrei séð þessar klettamyndanir á veginum – en ég geri ráð fyrir að þær séu fallegar, rétt eins og náttúran öll þarna fyrir vestan. Ég er Austfirðingur og þar er líka víða hrikaleg náttúra og falleg. Víða má njóta útsýnisins við veginn. Þegar ég heimsæki systur mína á Neskaupstað reyni ég til dæmis að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni. Til dæmis er sérstaklega fallegt við Oddskarðsgöngin við gangnamunnann Eskifjarðarmegin. Þar er maður í 630 metra hæð og hefur gott útsýni yfir firðina og hrikalegan fjallahringinn. Á þessum stað hefur maður jafnframt gott útsýni yfir besta skíðasvæði fjórðungsins sem liggur eina 50 metra fyrir neðan. Ef þér liggur ekki mikið á, ert til dæmis ekki á leiðinni með barnið þitt á fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað, hvet ég þig eindregið til þess að taka þér tíma á Oddskarðinu. Eftir heimsókn til systur minnar á Neskaupstað ek ég gjarnan sem leið liggur til Stöðvarfjarðar, en þar situr gamla settið sem fastast. Á þeirri leið er afskaplega margt fallegt að skoða og leiðin auðfarnari og öruggari eftir að Fáskrúðsfjarðargöngin voru tekin í notkun. Leiðin er reyndar enn þá hættulegasti vegarkaflinn á Íslandi, segir í nýrri rannsókn, svo ég hvet fólk til þess að fara varlega. Frá Stöðvarfirði skrepp ég alltaf á Seyðisfjörð. Ég þekki þessa leið vel því þar var lengi eina útibú Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á Austurlandi. Þar býr líka amma Svana sem ég heimsæki auðvitað þegar ég fer heim. Ekki þó á fimmtudögum því síðan 1984 hefur farþegaferjan Norræna komið á Seyðisfjörð þennan dag og afskaplega pirrandi að vera staddur þarna á fjallvegi í 620 metra hæð þegar nokkur hundruð manns eru á sömu leið og þú. Sérstaklega í svarta þoku. Já, það er margt að sjá á Íslandi. Austurland er einn kostur en svo er líka hægt að bregða sér vestur og líta fyrrnefndar klettamyndanir augum. Þær eru víst enn þá á sínum stað á veginum en hafa hækkað töluvert síðan ég skrifaði fréttina forðum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun