Eygló Ósk: Framar mínum væntingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2012 08:30 Eygló Ósk er aðeins sautján ára gömul en náði frábærum árangri á ÍM 50 um helgina. Fréttablaðið/Valli Velheppnuðu Íslandsmóti í 50 m laug lauk í Laugardalslauginni í gær. Alls féllu fimmtán Íslandsmet á mótinu auk þess sem eitt var jafnað. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Anton Sveinn McKee, öll úr Ægi, voru fyrirferðarmikil um helgina og áttu þátt í flestöllum metunum. Eygló Ósk bætti Íslandsmet í fjórum einstaklingsgreinum auk þess að bæta þrjú Íslandsmet með boðssundssveit Ægis. Hún var eini keppandi mótsins sem náði Ólympíulágmarki en það gerði hún með glæsilegu sundi í 200 m baksundi. „Ég er mjög ánægð með helgina og náði öllum mínum markmiðum," sagði Eygló Ósk við Fréttablaðið í gær. „Það stóð auðvitað upp úr að ná lágmarkinu en árangurinn í 200 m fjórsundinu kom einnig á óvart," bætti hún við. Eygló náði svokölluðum OST-lágmörkum, sem má líkja við gömlu B-lágmörkin, í 200 m fjórsundi og 100 m baksundi um helgina. Þar sem hún er komin inn á leikana í 200 m baksundinu dugir henni OST-lágmark til að fá keppnisrétt í öðrum greinum. „Þetta er framar mínum væntingum. Tímabilið hefur gengið mjög vel hjá mér og ég er mjög ánægð með þjálfarann minn. Ég er vonandi rétt að byrja," sagði hún en Eygló er einungis sautján ára gömul og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Sarah Blake keppti á leikunum í Peking fyrir fjórum árum og stefnir á að bæta árangur sinn í Lundúnum. Hana vantar lítið upp á að ná lágmarkinu í 50 m skriðsundi en hún var aðeins 0,04 sekúndum frá lágmarkinu á móti í Bandaríkjunum í lok mars. Hún bætti þrjú Íslandsmet í einstaklingsgreinum um helgina og þrjú boðssundsmet með Ægi. Hún hefur náð OST-lágmarki í tveimur greinum og ætlar að ná Ólympíulágmarkinu í 50 m skriðsundi. „Ég stefni á að ná því á EM og hef ég í raun ekki áhyggjur af því. Það er spennandi sumar fram undan," sagði hún. „Tímabilið hefur verið gott hjá mér og hef ég æft mikið síðustu vikurnar. Það er alveg ljóst að ég mun bæta mig mikið frá síðustu Ólympíuleikum." Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í þremur greinum auk þess að jafna met Arnar Arnarsonar í 400 m skriðsundi karla á fimmtudagskvöldið. Hann hefur nú náð OST-lágmörkum í tveimur greinum og vakti það sérstaka athygli í gær þegar hann stórbætti eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi karla um tæpar þrjár sekúndur. Gamla metið hans var ekki nema um tveggja vikna gamalt. Það má því búast við að það fjölgi í sundsveit Íslands fyrir Ólympíuleikana á næstunni en margir eru nálægt því að bætast í hópinn. Sund Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Sjá meira
Velheppnuðu Íslandsmóti í 50 m laug lauk í Laugardalslauginni í gær. Alls féllu fimmtán Íslandsmet á mótinu auk þess sem eitt var jafnað. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Anton Sveinn McKee, öll úr Ægi, voru fyrirferðarmikil um helgina og áttu þátt í flestöllum metunum. Eygló Ósk bætti Íslandsmet í fjórum einstaklingsgreinum auk þess að bæta þrjú Íslandsmet með boðssundssveit Ægis. Hún var eini keppandi mótsins sem náði Ólympíulágmarki en það gerði hún með glæsilegu sundi í 200 m baksundi. „Ég er mjög ánægð með helgina og náði öllum mínum markmiðum," sagði Eygló Ósk við Fréttablaðið í gær. „Það stóð auðvitað upp úr að ná lágmarkinu en árangurinn í 200 m fjórsundinu kom einnig á óvart," bætti hún við. Eygló náði svokölluðum OST-lágmörkum, sem má líkja við gömlu B-lágmörkin, í 200 m fjórsundi og 100 m baksundi um helgina. Þar sem hún er komin inn á leikana í 200 m baksundinu dugir henni OST-lágmark til að fá keppnisrétt í öðrum greinum. „Þetta er framar mínum væntingum. Tímabilið hefur gengið mjög vel hjá mér og ég er mjög ánægð með þjálfarann minn. Ég er vonandi rétt að byrja," sagði hún en Eygló er einungis sautján ára gömul og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Sarah Blake keppti á leikunum í Peking fyrir fjórum árum og stefnir á að bæta árangur sinn í Lundúnum. Hana vantar lítið upp á að ná lágmarkinu í 50 m skriðsundi en hún var aðeins 0,04 sekúndum frá lágmarkinu á móti í Bandaríkjunum í lok mars. Hún bætti þrjú Íslandsmet í einstaklingsgreinum um helgina og þrjú boðssundsmet með Ægi. Hún hefur náð OST-lágmarki í tveimur greinum og ætlar að ná Ólympíulágmarkinu í 50 m skriðsundi. „Ég stefni á að ná því á EM og hef ég í raun ekki áhyggjur af því. Það er spennandi sumar fram undan," sagði hún. „Tímabilið hefur verið gott hjá mér og hef ég æft mikið síðustu vikurnar. Það er alveg ljóst að ég mun bæta mig mikið frá síðustu Ólympíuleikum." Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í þremur greinum auk þess að jafna met Arnar Arnarsonar í 400 m skriðsundi karla á fimmtudagskvöldið. Hann hefur nú náð OST-lágmörkum í tveimur greinum og vakti það sérstaka athygli í gær þegar hann stórbætti eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi karla um tæpar þrjár sekúndur. Gamla metið hans var ekki nema um tveggja vikna gamalt. Það má því búast við að það fjölgi í sundsveit Íslands fyrir Ólympíuleikana á næstunni en margir eru nálægt því að bætast í hópinn.
Sund Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Sjá meira