Ábyrgðarkver Reimar Pétursson skrifar 10. apríl 2012 13:00 Út er komin bókin Ábyrgðarkver eftir Gunnlaug Jónsson sem fjallar um „bankahrun og lærdóminn um ábyrgð". Bókin er kærkomin viðbót við þau rit sem þegar hafa verið skrifuð um hugsanlegar orsakir efnahagshrunsins 2008. Óskýrar orsakir og afleiðingarVandinn sem höfundar standa frammi í umfjöllun um þetta er sá, að oft og tíðum er vandasamt að greina á milli orsaka og afleiðingar. Höfundar hafa því oft lýst flóknu samspili ýmissa atburða, reynt að draga línur milli þeirra og þannig talið sig hafa fundið „orsakir" hrunsins. Eftir standa ringlaðir lesendur og eiga þann kost einan að láta álit sitt á einstaka mönnum eða atvikum ráða viðhorfi sínu, eins ófullnægjandi og það er. Sannfærandi skýringBók Gunnlaugs er fyrsta bókin um hrunið sem rís undir því, að bjóða lesendum sannfærandi skýringu á orsökum hrunsins. Gunnlaugur greinir þetta af heiðarleika, einlægni og innsæi. Þá er greiningin svo einföld að Gunnlaugur þarf aldrei að fjalla um einstaka menn eða atvik. Viðhorf til þeirra trufla því lesandann aldrei. Ábyrgð einstaklinga og trúin á stuðning ríkisinsGunnlaugur bendir á að ábyrgð einstaklinga á fjármálum sínum sé best fyrir komið hjá þeim sjálfum. Enginn banki geti tekið slíka ábyrgð yfir vegna freistnivanda. Þá geti ekkert opinbert eftirlit komið að sama gagni. Þrátt fyrir það hafi fólki um langt árabil verið talin trú um að treysta megi bönkum og að ríkið muni styðja þá sem einhvers konar lánveitandi til þrautavara lendi þeir í vanda. Með þessu sé ábyrgð af meðferð fjármuna fólks færð frá almenningi og fjárfestum til ríkisins. Bankarnir fái við þessar aðstæður mikil færi til áhættutöku. Almenningur og fjárfestar sofi á verðinum og opinbert eftirlit megni aldrei að koma í veg fyrir öll áföll. Lærdómurinn um bankahruniðAf þessu dregur Gunnlaugur þann lærdóm að ríkisvaldið eigi að hafa minni afskipti af meðferð manna á fjármunum sínum. Ríkisvaldið eigi að forðast að kynda undir þeirri trú að það muni bjarga bönkum sem lenda í ógöngum. Fólk eigi að taka ábyrgð. Sé þetta gert eykst vald fólksins og vald banka og stjórnmálamanna minnkar. Afleiðingin sé síðan m.a. sú, að spilling minnki því án valds geti engin spilling þrifist. Lærdómurinn um annaðSkrif Gunnlaugs eru síðan enn áhugaverðari fyrir það, að hann dregur ályktanir sem veita leiðsögn á ýmsum öðrum sviðum en bankamálum. Hann greinir þannig hvernig aukin ábyrgð einstaklinga getur leyst ýmis þjóðfélagsleg vandamál og jafnvel stuðlað að bótum í lífi lesandans sjálfs. Bók Gunnlaugs er því tímabært innlegg í þjóðfélagsumræðuna. Hún rís yfir það karp og þras sem vill trufla rökhugsun um vandamál líðandi stundar. Hún er því góður áttaviti. Það má óhikað skora á sem flesta að kynna sér hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Út er komin bókin Ábyrgðarkver eftir Gunnlaug Jónsson sem fjallar um „bankahrun og lærdóminn um ábyrgð". Bókin er kærkomin viðbót við þau rit sem þegar hafa verið skrifuð um hugsanlegar orsakir efnahagshrunsins 2008. Óskýrar orsakir og afleiðingarVandinn sem höfundar standa frammi í umfjöllun um þetta er sá, að oft og tíðum er vandasamt að greina á milli orsaka og afleiðingar. Höfundar hafa því oft lýst flóknu samspili ýmissa atburða, reynt að draga línur milli þeirra og þannig talið sig hafa fundið „orsakir" hrunsins. Eftir standa ringlaðir lesendur og eiga þann kost einan að láta álit sitt á einstaka mönnum eða atvikum ráða viðhorfi sínu, eins ófullnægjandi og það er. Sannfærandi skýringBók Gunnlaugs er fyrsta bókin um hrunið sem rís undir því, að bjóða lesendum sannfærandi skýringu á orsökum hrunsins. Gunnlaugur greinir þetta af heiðarleika, einlægni og innsæi. Þá er greiningin svo einföld að Gunnlaugur þarf aldrei að fjalla um einstaka menn eða atvik. Viðhorf til þeirra trufla því lesandann aldrei. Ábyrgð einstaklinga og trúin á stuðning ríkisinsGunnlaugur bendir á að ábyrgð einstaklinga á fjármálum sínum sé best fyrir komið hjá þeim sjálfum. Enginn banki geti tekið slíka ábyrgð yfir vegna freistnivanda. Þá geti ekkert opinbert eftirlit komið að sama gagni. Þrátt fyrir það hafi fólki um langt árabil verið talin trú um að treysta megi bönkum og að ríkið muni styðja þá sem einhvers konar lánveitandi til þrautavara lendi þeir í vanda. Með þessu sé ábyrgð af meðferð fjármuna fólks færð frá almenningi og fjárfestum til ríkisins. Bankarnir fái við þessar aðstæður mikil færi til áhættutöku. Almenningur og fjárfestar sofi á verðinum og opinbert eftirlit megni aldrei að koma í veg fyrir öll áföll. Lærdómurinn um bankahruniðAf þessu dregur Gunnlaugur þann lærdóm að ríkisvaldið eigi að hafa minni afskipti af meðferð manna á fjármunum sínum. Ríkisvaldið eigi að forðast að kynda undir þeirri trú að það muni bjarga bönkum sem lenda í ógöngum. Fólk eigi að taka ábyrgð. Sé þetta gert eykst vald fólksins og vald banka og stjórnmálamanna minnkar. Afleiðingin sé síðan m.a. sú, að spilling minnki því án valds geti engin spilling þrifist. Lærdómurinn um annaðSkrif Gunnlaugs eru síðan enn áhugaverðari fyrir það, að hann dregur ályktanir sem veita leiðsögn á ýmsum öðrum sviðum en bankamálum. Hann greinir þannig hvernig aukin ábyrgð einstaklinga getur leyst ýmis þjóðfélagsleg vandamál og jafnvel stuðlað að bótum í lífi lesandans sjálfs. Bók Gunnlaugs er því tímabært innlegg í þjóðfélagsumræðuna. Hún rís yfir það karp og þras sem vill trufla rökhugsun um vandamál líðandi stundar. Hún er því góður áttaviti. Það má óhikað skora á sem flesta að kynna sér hana.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun