Masters 2012: Grill, blóðmör og ostborgarar 5. apríl 2012 06:00 Charl Schwartzel bauð upp á grillstemningu í anda Suður-Afríku á Augusta. Ein af fjölmörgum hefðum á Meistaramótinu er að sigurvegari frá árinu áður býður í mat í aðdraganda mótsins. Þessi hefð komst á árið 1952 og hefur haldist allar götur síðan. Í ár var því komið að Charl Schwartzel að velja matinnsem borinn var á borð fyrir keppendur og fáeina útvalda í Agusta-klúbbnum í gærkvöldi. Schwartzel, sem er frá Suður-Afríku, sendi inn beiðni til hæstráðenda hjá klúbbnum um að fá að halda óformlegri veislu en tíðkast við þessi tímamót. Grillið ætti að vera í aðalhlutverki og þar yrðu framreiddar steikur, lambakjöt og pylsur. Matseðlarnir hafa verið afar fjölbreyttir í gegnum tíðina, og reyna sigurvegararnir oftar en ekki að flétta matarhefðir heimalandsins inn í matseðilinn. Þannig bauð Englendingurinn Nick Faldo árið 1997 upp á fisk og franskar og Skotinn Sandy Lyle bauð upp á skoskan blóðmör (e. haggis) árið 1989. Tiger Woods leitaði svo á náðir McDonalds þegar hann fékk að ráða ferðinni árið 1998, en þá var einfaldlega boðið upp á ostborgara, franskar og mjólkurhristing. Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ein af fjölmörgum hefðum á Meistaramótinu er að sigurvegari frá árinu áður býður í mat í aðdraganda mótsins. Þessi hefð komst á árið 1952 og hefur haldist allar götur síðan. Í ár var því komið að Charl Schwartzel að velja matinnsem borinn var á borð fyrir keppendur og fáeina útvalda í Agusta-klúbbnum í gærkvöldi. Schwartzel, sem er frá Suður-Afríku, sendi inn beiðni til hæstráðenda hjá klúbbnum um að fá að halda óformlegri veislu en tíðkast við þessi tímamót. Grillið ætti að vera í aðalhlutverki og þar yrðu framreiddar steikur, lambakjöt og pylsur. Matseðlarnir hafa verið afar fjölbreyttir í gegnum tíðina, og reyna sigurvegararnir oftar en ekki að flétta matarhefðir heimalandsins inn í matseðilinn. Þannig bauð Englendingurinn Nick Faldo árið 1997 upp á fisk og franskar og Skotinn Sandy Lyle bauð upp á skoskan blóðmör (e. haggis) árið 1989. Tiger Woods leitaði svo á náðir McDonalds þegar hann fékk að ráða ferðinni árið 1998, en þá var einfaldlega boðið upp á ostborgara, franskar og mjólkurhristing.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira