Fólksflóttagrýlan Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. apríl 2012 06:00 Efnahagslægð liggur yfir Íslandi. Hún skall á með látum og þrátt fyrir að ýmsir hafi gert sér grein fyrir að efnahagskerfið rambaði á barmi falls þá kom hrunið aftan að þorra fólks. Dagana og vikurnar á eftir réði svartsýnin ríkjum og margir voru þeirrar skoðunar að hér myndi allt hrynja til grunna, innviðir samfélagsins laskast verulega, ef ekki ónýtast, atvinnuleysi nema jafnvel tugum prósenta og til þess gæti komið að hér syltu stórir hópar fólks heilu hungri. Sem betur fer hefur þessi svartasta mynd ekki gengið eftir. Vissulega eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi afleiðingar niðurskurðar til dæmis í heilbrigðis-, velferðar- og skólamálum en eins og staðan er nú þá standa þessir innviðir þrátt fyrir að blóðtaka vegna niðurskurðar sé sums staðar allnokkur. Atvinnuleysi er hér vissulega meira en þjóðin hefur átt að venjast undangengna áratugi en síst meira en í fjölmörgum nágrannalöndum. Engu að síður er þjóðin ekki sérlega bjartsýn um þessar mundir. Væntingavísitala hefur lækkað og traust almennings á langflestum stofnunum samfélagsins eru í sögulegu lágmarki. Meðan stjórnmálamenn sem með völdin fara teikna upp mynd af samfélagi sem er að rísa úr rústum talar stjórnarandstaðan og ýmis hagsmunasamtök, sem ekki þykir ríkisstjórnin sér hagfelld, um að hér sé allt í ládeyðu og kalda koli. Raunveruleikinn er trúlega einhvers staðar þarna á milli. Fólksflóttagrýlan hefur verið fylgifiskur þessarar umræðu. Dregin hefur verið upp sú mynd að meira eða minna allir með annað hvort eða hvort tveggja, hæfileika og dugnað, séu farnir af landi brott eða á förum. Þessi fólksflótti muni hafa alvarlegar afleiðingar, jafnt félagslegar sem efnahagslegar. Úr þessari orðræðu mætti ráða að þær fáu hræður sem hér sitja eftir séu bæði illa menntaðar og dáðlausar og alls ekki færar um að halda uppi samfélagi. Í nýrri skýrslu sem Ólöf Garðarsdóttir mannfjöldasérfræðingur hefur unnið fyrir velferðarráðuneytið kemur fram að brottflutningur frá Íslandi síðastliðin ár hafi síst verið meiri en á öðrum samdráttarskeiðum Íslandssögunnar. Í aðdraganda hrunsins, sem sagt í góðærinu svokallaða, fjölgaði fólki hér hratt. Árið 2009 fækkaði landsmönnum lítillega, eða um hálft prósentustig. Strax árið eftir var fólki hins vegar farið að fjölga á ný þótt fjölgunin sé vissulega minni en verið hefur undanfarna áratugi. Ef íslenskir ríkisborgarar eru skoðaðir sérstaklega kemur í ljós að brottflutningur þeirra er ekki meiri en áður. Ástæðan er væntanlega sú að ef frá er talinn Noregur þá er atvinnuástandið á Evrópska efnahagssvæðinu síst betra en hér á landi. Flestir Íslendingar sem héðan flytja fara því eðlilega til Noregs. Við lifum á tímum hreyfanleika fólks og fæstir vildu líklega breyta því mikið. Fólk er vinnuafl og það leitar á staði þar sem vantar fólk til vinnu. Ísland var þannig staður fyrir hrun en er það ekki nú um stundir. Íslendingar hafa að auki um aldir sótt menntun til annarra landa. Því munu þeir halda áfram. Sem fyrr munu alltaf einhverjir ílengjast og líklega frekar fleiri en færri meðan efnahagsástandið er í lægð. Fátt bendir hins vegar til að það mynstur breytist verulega, að þorri þeirra sem fara utan í nám komi víðsýnni og menntaðri heim og leggi til samfélagsins í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Efnahagslægð liggur yfir Íslandi. Hún skall á með látum og þrátt fyrir að ýmsir hafi gert sér grein fyrir að efnahagskerfið rambaði á barmi falls þá kom hrunið aftan að þorra fólks. Dagana og vikurnar á eftir réði svartsýnin ríkjum og margir voru þeirrar skoðunar að hér myndi allt hrynja til grunna, innviðir samfélagsins laskast verulega, ef ekki ónýtast, atvinnuleysi nema jafnvel tugum prósenta og til þess gæti komið að hér syltu stórir hópar fólks heilu hungri. Sem betur fer hefur þessi svartasta mynd ekki gengið eftir. Vissulega eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi afleiðingar niðurskurðar til dæmis í heilbrigðis-, velferðar- og skólamálum en eins og staðan er nú þá standa þessir innviðir þrátt fyrir að blóðtaka vegna niðurskurðar sé sums staðar allnokkur. Atvinnuleysi er hér vissulega meira en þjóðin hefur átt að venjast undangengna áratugi en síst meira en í fjölmörgum nágrannalöndum. Engu að síður er þjóðin ekki sérlega bjartsýn um þessar mundir. Væntingavísitala hefur lækkað og traust almennings á langflestum stofnunum samfélagsins eru í sögulegu lágmarki. Meðan stjórnmálamenn sem með völdin fara teikna upp mynd af samfélagi sem er að rísa úr rústum talar stjórnarandstaðan og ýmis hagsmunasamtök, sem ekki þykir ríkisstjórnin sér hagfelld, um að hér sé allt í ládeyðu og kalda koli. Raunveruleikinn er trúlega einhvers staðar þarna á milli. Fólksflóttagrýlan hefur verið fylgifiskur þessarar umræðu. Dregin hefur verið upp sú mynd að meira eða minna allir með annað hvort eða hvort tveggja, hæfileika og dugnað, séu farnir af landi brott eða á förum. Þessi fólksflótti muni hafa alvarlegar afleiðingar, jafnt félagslegar sem efnahagslegar. Úr þessari orðræðu mætti ráða að þær fáu hræður sem hér sitja eftir séu bæði illa menntaðar og dáðlausar og alls ekki færar um að halda uppi samfélagi. Í nýrri skýrslu sem Ólöf Garðarsdóttir mannfjöldasérfræðingur hefur unnið fyrir velferðarráðuneytið kemur fram að brottflutningur frá Íslandi síðastliðin ár hafi síst verið meiri en á öðrum samdráttarskeiðum Íslandssögunnar. Í aðdraganda hrunsins, sem sagt í góðærinu svokallaða, fjölgaði fólki hér hratt. Árið 2009 fækkaði landsmönnum lítillega, eða um hálft prósentustig. Strax árið eftir var fólki hins vegar farið að fjölga á ný þótt fjölgunin sé vissulega minni en verið hefur undanfarna áratugi. Ef íslenskir ríkisborgarar eru skoðaðir sérstaklega kemur í ljós að brottflutningur þeirra er ekki meiri en áður. Ástæðan er væntanlega sú að ef frá er talinn Noregur þá er atvinnuástandið á Evrópska efnahagssvæðinu síst betra en hér á landi. Flestir Íslendingar sem héðan flytja fara því eðlilega til Noregs. Við lifum á tímum hreyfanleika fólks og fæstir vildu líklega breyta því mikið. Fólk er vinnuafl og það leitar á staði þar sem vantar fólk til vinnu. Ísland var þannig staður fyrir hrun en er það ekki nú um stundir. Íslendingar hafa að auki um aldir sótt menntun til annarra landa. Því munu þeir halda áfram. Sem fyrr munu alltaf einhverjir ílengjast og líklega frekar fleiri en færri meðan efnahagsástandið er í lægð. Fátt bendir hins vegar til að það mynstur breytist verulega, að þorri þeirra sem fara utan í nám komi víðsýnni og menntaðri heim og leggi til samfélagsins í samræmi við það.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun