Hjartaskoðun aðeins hjá liðum í Evrópukeppni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2012 09:00 Knattspyrnuheimurinn er enn að jafna sig eftir áfallið sem Muamba fékk. Mynd/Nordic Photos/Getty Það hefur verið mikil umræða um heilsuvernd knattspyrnumanna í kjölfar þess að Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist á undanförnum árum. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvernig eftirliti með ástandi íslenskra knattspyrnumanna væri háttað. „Almenn læknisskoðun leikmanna er krafa samkvæmt leyfiskerfi KSÍ en leikmenn liða sem taka þátt í Evrópukeppnum þurfa að gangast undir ítarlegri læknisskoðun. Þar á meðal þurfa þeir leikmenn að fara í hjartaómskoðun," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en stendur til að gera betur í þessum málum? „Það er hægt að gera betur í öllum þessum málum og verið að ræða ýmislegt. Það er svo síðan spurning um kostnaðarliðinn sem getur orðið hár." Það hefur einnig verið rætt víða hvort ekki ætti að skylda þjálfara liða í yngri flokkum að fara reglulega á skyndihjálparnámskeið. Ef eitthvað kæmi upp á í leik væri alltaf tryggt að einhver á staðnum kynni að bregðast rétt við. „Skyndihjálpin er hluti af okkar námsefni að ég held en það er spurning um hversu reglulega þjálfarar ættu að fara á slík námskeið. Það væri mjög æskilegt að þjálfarar myndu sækja slík námskeið reglulega." Dæmin eru til staðar hér á landi rétt eins og erlendis. Ætlar KSÍ að breyta einhverju í sínu kerfi í þessum málum? „UEFA og FIFA eru að vinna á þessum vettvangi og við höfum fylgt þeirra reglum vel eftir. Við höfum samt ekki enn gert það að skyldu að leikmenn í efstu deildum fari í hjartaskoðun enda snýst það um talsverðan kostnað." Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Það hefur verið mikil umræða um heilsuvernd knattspyrnumanna í kjölfar þess að Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist á undanförnum árum. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvernig eftirliti með ástandi íslenskra knattspyrnumanna væri háttað. „Almenn læknisskoðun leikmanna er krafa samkvæmt leyfiskerfi KSÍ en leikmenn liða sem taka þátt í Evrópukeppnum þurfa að gangast undir ítarlegri læknisskoðun. Þar á meðal þurfa þeir leikmenn að fara í hjartaómskoðun," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en stendur til að gera betur í þessum málum? „Það er hægt að gera betur í öllum þessum málum og verið að ræða ýmislegt. Það er svo síðan spurning um kostnaðarliðinn sem getur orðið hár." Það hefur einnig verið rætt víða hvort ekki ætti að skylda þjálfara liða í yngri flokkum að fara reglulega á skyndihjálparnámskeið. Ef eitthvað kæmi upp á í leik væri alltaf tryggt að einhver á staðnum kynni að bregðast rétt við. „Skyndihjálpin er hluti af okkar námsefni að ég held en það er spurning um hversu reglulega þjálfarar ættu að fara á slík námskeið. Það væri mjög æskilegt að þjálfarar myndu sækja slík námskeið reglulega." Dæmin eru til staðar hér á landi rétt eins og erlendis. Ætlar KSÍ að breyta einhverju í sínu kerfi í þessum málum? „UEFA og FIFA eru að vinna á þessum vettvangi og við höfum fylgt þeirra reglum vel eftir. Við höfum samt ekki enn gert það að skyldu að leikmenn í efstu deildum fari í hjartaskoðun enda snýst það um talsverðan kostnað."
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira