Útlendingar hafa áhuga á að kaupa TM 30. mars 2012 07:30 Erlendir fagaðilar í tryggingarekstri hafa sýnt áhuga á að kaupa Tryggingamiðstöðina (TM), samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formlegt söluferli félagsins hófst í gær og er talið að verðmiðinn sé á bilinu 13-15 milljarðar króna. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast söluna auk þess sem bankinn hefur sölutryggt ferlið. Ekki fæst uppgefið hversu há sölutryggingin er. TM er sem stendur í eigu Stoða, sem áður hétu FL Group. Félagið er langstærsta innlenda eign Stoða. Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, segir félagið þegar hafa fundið fyrir miklum áhuga. „Við höfum fundið fyrir því að bæði innlendir og erlendir aðilar hafa sýnt þessu áhuga. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum er til 4. maí. Í kjölfarið verður vonandi hægt að fara með hóp tilboðsgjafa í annan fasa sem gæti leitt til þess að einhverjir leggi fram skuldbindandi tilboð. Við höfum sagt að stefna okkar sé að selja félagið á næstu þremur til sex mánuðum." TM kynnti afkomu sína í síðustu viku. Þar kom fram að tekjur félagsins jukust um 2,2 milljarða króna á árinu 2011 og hagnaður þess var samtals 3,4 milljarðar króna. Þar af voru 2,4 milljarðar króna vegna hækkunar á virði eigna sem TM hefur fjárfest í. Alls nema eignir félagsins 29,3 milljörðum króna og þar af er 17,1 milljarður króna bundinn í verðbréfum. TM á meðal annars 5,4% hlut í HB Granda, 5,4% hlut í MP banka, tæplega 10% hlut í Samherja og um 2,7% beinan eignarhlut í Högum í gegnum félagið Hagamel. Upphafleg fjárfesting TM í Högum var gerð á genginu 10 krónur á hlut. Gengi Haga var yfir 18 krónum í lok dags í gær og því hefur sú fjárfesting tæplega tvöfaldast. Tryggingarekstur TM gengur einnig vel en samsett hlutfall félagsins, sem er rekstrarkostnaður og tjón í hlutfalli við iðgjöld, var 92,5% í fyrra. Það er einungis í annað sinn sem hlutfallið er undir 100% hjá félaginu en það var 95,2% í árslok 2010. Eigið fé TM var 12,2 milljarðar króna um síðustu áramót og eiginfjárhlutfallið 41,8%. Samkvæmt sérfræðingum sem Fréttablaðið hefur rætt við er talið líklegt að Stoðir muni fá að minnsta kosti 1,1-1,2 krónur á hverja krónu af eiginfé TM. Heimildir Fréttablaðsins herma að sölutrygging Landsbankans sé upp á upphæð á því bili. Gangi það eftir munu Stoðir fá 13,4-14,6 milljarða króna hið minnsta fyrir TM. - þsj Fréttir Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Erlendir fagaðilar í tryggingarekstri hafa sýnt áhuga á að kaupa Tryggingamiðstöðina (TM), samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formlegt söluferli félagsins hófst í gær og er talið að verðmiðinn sé á bilinu 13-15 milljarðar króna. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast söluna auk þess sem bankinn hefur sölutryggt ferlið. Ekki fæst uppgefið hversu há sölutryggingin er. TM er sem stendur í eigu Stoða, sem áður hétu FL Group. Félagið er langstærsta innlenda eign Stoða. Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, segir félagið þegar hafa fundið fyrir miklum áhuga. „Við höfum fundið fyrir því að bæði innlendir og erlendir aðilar hafa sýnt þessu áhuga. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum er til 4. maí. Í kjölfarið verður vonandi hægt að fara með hóp tilboðsgjafa í annan fasa sem gæti leitt til þess að einhverjir leggi fram skuldbindandi tilboð. Við höfum sagt að stefna okkar sé að selja félagið á næstu þremur til sex mánuðum." TM kynnti afkomu sína í síðustu viku. Þar kom fram að tekjur félagsins jukust um 2,2 milljarða króna á árinu 2011 og hagnaður þess var samtals 3,4 milljarðar króna. Þar af voru 2,4 milljarðar króna vegna hækkunar á virði eigna sem TM hefur fjárfest í. Alls nema eignir félagsins 29,3 milljörðum króna og þar af er 17,1 milljarður króna bundinn í verðbréfum. TM á meðal annars 5,4% hlut í HB Granda, 5,4% hlut í MP banka, tæplega 10% hlut í Samherja og um 2,7% beinan eignarhlut í Högum í gegnum félagið Hagamel. Upphafleg fjárfesting TM í Högum var gerð á genginu 10 krónur á hlut. Gengi Haga var yfir 18 krónum í lok dags í gær og því hefur sú fjárfesting tæplega tvöfaldast. Tryggingarekstur TM gengur einnig vel en samsett hlutfall félagsins, sem er rekstrarkostnaður og tjón í hlutfalli við iðgjöld, var 92,5% í fyrra. Það er einungis í annað sinn sem hlutfallið er undir 100% hjá félaginu en það var 95,2% í árslok 2010. Eigið fé TM var 12,2 milljarðar króna um síðustu áramót og eiginfjárhlutfallið 41,8%. Samkvæmt sérfræðingum sem Fréttablaðið hefur rætt við er talið líklegt að Stoðir muni fá að minnsta kosti 1,1-1,2 krónur á hverja krónu af eiginfé TM. Heimildir Fréttablaðsins herma að sölutrygging Landsbankans sé upp á upphæð á því bili. Gangi það eftir munu Stoðir fá 13,4-14,6 milljarða króna hið minnsta fyrir TM. - þsj
Fréttir Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent