Kjósum Betri hverfi Jón Gnarr borgarstjóri skrifar 29. mars 2012 06:00 Ég er stoltur af því að vera Reykvíkingur. Íbúar höfuðborgarinnar hafa sýnt það að þeir hafa margt til málanna að leggja varðandi borgina sína. Síðan samráðsvefurinn Betri Reykjavík var tekinn í notkun í október sl. hafa mörg hundruð hugmyndir litið dagsins ljós á vefnum. Nú hafa nærri sex þúsund manns skráð sig á Betri Reykjavík og fylgjast þar með hugmyndum og ræða málin fyrir opnum tjöldum. Fjölmörg mál af Betri Reykjavík eru nú þegar í farvegi hjá stjórnsýslu borgarinnar. Að auki hefur vefurinn unnið til virtra verðlauna bæði hér heima og erlendis. Reykjavíkurborg tók frá 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári. Þessir peningar standa straum af kostnaði við smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar. Í byrjun árs óskuðu borgaryfirvöld eftir því að borgarbúar settu fram hugmyndir að slíkum verkefnum á Betri Reykjavík. Það gekk frábærlega vel og yfir 350 hugmyndir bárust. Fagsvið Reykjavíkurborgar fóru svo yfir hugmyndirnar og kostnaðarmátu þær ásamt hverfaráðum borgarinnar. Efstu hugmyndum sem íbúarnir styðja hefur nú verið stillt upp til rafrænna kosninga. Um er að ræða 180 hugmyndir í hverfum borgarinnar. Allir sem náð hafa 16 ára aldri og eiga lögheimili í Reykjavík geta kosið um verkefnin. Úrslit kosninganna verða bindandi og verkefnin verða framkvæmd í sumar. Í þessu skyni hefur verið sett upp kosningakerfi í tengslum við Betri Reykjavík þar sem rafræn auðkenni verða notuð í kosningum í fyrsta sinn á Íslandi. Verkefnið er því mjög áhugaverður áfangi í því skyni að efla íbúalýðræði hér á landi. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í rafrænum kosningum um Betri hverfi á netinu dagana 29. mars-3. apríl. Kosningakerfið er mjög einfalt í notkun. Rafrænt auðkenni er hið sama og fólk notar við að skila skattaframtalinu sínu og farið er í gegnum vefgáttina island.is. Einnig er hægt að nota rafræn skilríki. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að fyllsta öryggis er gætt við kosninguna og hefur kerfið verið öryggisprófað af óháðum aðilum. Reykjavíkurborg getur á engan hátt nýtt sér hin rafrænu auðkenni til að afla upplýsinga um einstaka kjósendur. Betri Reykjavík hefur þegar vakið athygli og unnið til lýðræðisverðlauna erlendis. Það sem hefur sérstaklega vakið áhuga útlendinga er fjöldinn sem tekur virkan þátt í samráðsvefnum. Ég er sannfærður um að ef Reykvíkingar flykkjast á rafrænan kjörstað dagana 29. mars - 3. apríl og kjósa sér Betri hverfi mun það vekja heimsathygli. Ég hvet ykkur til að nýta lýðræðislegan rétt ykkar til að kjósa Betri hverfi á kjosa.betrireykjavik.is, leiðin er greið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég er stoltur af því að vera Reykvíkingur. Íbúar höfuðborgarinnar hafa sýnt það að þeir hafa margt til málanna að leggja varðandi borgina sína. Síðan samráðsvefurinn Betri Reykjavík var tekinn í notkun í október sl. hafa mörg hundruð hugmyndir litið dagsins ljós á vefnum. Nú hafa nærri sex þúsund manns skráð sig á Betri Reykjavík og fylgjast þar með hugmyndum og ræða málin fyrir opnum tjöldum. Fjölmörg mál af Betri Reykjavík eru nú þegar í farvegi hjá stjórnsýslu borgarinnar. Að auki hefur vefurinn unnið til virtra verðlauna bæði hér heima og erlendis. Reykjavíkurborg tók frá 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári. Þessir peningar standa straum af kostnaði við smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar. Í byrjun árs óskuðu borgaryfirvöld eftir því að borgarbúar settu fram hugmyndir að slíkum verkefnum á Betri Reykjavík. Það gekk frábærlega vel og yfir 350 hugmyndir bárust. Fagsvið Reykjavíkurborgar fóru svo yfir hugmyndirnar og kostnaðarmátu þær ásamt hverfaráðum borgarinnar. Efstu hugmyndum sem íbúarnir styðja hefur nú verið stillt upp til rafrænna kosninga. Um er að ræða 180 hugmyndir í hverfum borgarinnar. Allir sem náð hafa 16 ára aldri og eiga lögheimili í Reykjavík geta kosið um verkefnin. Úrslit kosninganna verða bindandi og verkefnin verða framkvæmd í sumar. Í þessu skyni hefur verið sett upp kosningakerfi í tengslum við Betri Reykjavík þar sem rafræn auðkenni verða notuð í kosningum í fyrsta sinn á Íslandi. Verkefnið er því mjög áhugaverður áfangi í því skyni að efla íbúalýðræði hér á landi. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í rafrænum kosningum um Betri hverfi á netinu dagana 29. mars-3. apríl. Kosningakerfið er mjög einfalt í notkun. Rafrænt auðkenni er hið sama og fólk notar við að skila skattaframtalinu sínu og farið er í gegnum vefgáttina island.is. Einnig er hægt að nota rafræn skilríki. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að fyllsta öryggis er gætt við kosninguna og hefur kerfið verið öryggisprófað af óháðum aðilum. Reykjavíkurborg getur á engan hátt nýtt sér hin rafrænu auðkenni til að afla upplýsinga um einstaka kjósendur. Betri Reykjavík hefur þegar vakið athygli og unnið til lýðræðisverðlauna erlendis. Það sem hefur sérstaklega vakið áhuga útlendinga er fjöldinn sem tekur virkan þátt í samráðsvefnum. Ég er sannfærður um að ef Reykvíkingar flykkjast á rafrænan kjörstað dagana 29. mars - 3. apríl og kjósa sér Betri hverfi mun það vekja heimsathygli. Ég hvet ykkur til að nýta lýðræðislegan rétt ykkar til að kjósa Betri hverfi á kjosa.betrireykjavik.is, leiðin er greið.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun