Ofbeldi vegur þyngra en níð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. mars 2012 08:00 KSÍ hefur í áraraðir tekið þátt í átakinu "Leikur án fordóma”. Formaður KSÍ segir að þörf sé á meiri fræðslu í þessum málum. fótboltiAlvarlegt atvik átti sér stað í 3. flokks-leik KR og Leiknis á dögunum. Þá varð leikmaður KR uppvís að alvarlegu kynþáttaníði er hann kallaði leikmann Leiknis „helvítis negrakúk". Leiknismaðurinn brást illa við og gekk í kjölfarið í skrokk á KR-ingnum. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir og dæmdi KR-inginn í þriggja leikja bann en Leiknismaðurinn fékk sex leikja bann. Það sættu Leiknismenn sig illa við. Þeim fannst eðlilegt að sinn maður hefði fengið sex leikja bann en fannst aga- og úrskurðarnefndin setja slæmt fordæmi með því að dæma KR-inginn aðeins í þriggja leikja bann fyrir kynþáttaníðið. Fréttablaðið setti sig í samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og spurði um hans álit á þessu máli. „Það er alltaf verið að tala um væga refsingu en við hvað erum við eiginlega að miða? Við erum að tala um 15 ára unglinga í þessu tilviki. Ég set ekki aganefndinni reglur en stjórnin getur samt ákveðið að þyngja almenn viðurlög. Þriggja leikja bann í 8-10 leikja móti verður að teljast þung refsing," sagði Geir en margir eru á því að þessi dómur gefi engu að síður slæmt fordæmi. Að aganefndin taki kynþáttaníð ekki nógu alvarlega. „Mér finnst það ekki. Í fyrstu lagi eru þarna ungir leikmenn sem verða að læra af gjörðum sínum. Þeir sem hafa umsjón með þeim verða að beina þeim inn á réttar brautir. Það getur enginn tekið lögin í sínar hendur í knattspyrnunni né samfélaginu. Þarna átti sér stað gróft atvik á báða kanta," sagði Geir og bætti við. „Eru móðgandi ummæli eða níð stiginu lægra heldur en ofbeldi? Mér sýnist það vera augljóst í þessum dómi að líkamlegt ofbeldi vegur þyngra heldur en níð." Íslenskt samfélag hefur á síðustu árum orðið meira fjölþjóðasamfélag og Geir segist gera sér grein fyrir því að það bjóði upp á að atvikum þar sem kynþáttaníð komi við sögu muni fjölga. Mun KSÍ engu að síður reyna að beita sér á einhvern hátt til þess að útrýma þessu meini úr íþróttinni? „Við höfum verið að vinna í þessa átt og unnið að slíkum átökum undir formerkjunum: Leikur án fordóma. Við höfum verið að reyna að spyrna við fótum og þessum málum gæti vissulega fjölgað. Við verðum því að leggja meiri áherslu á fræðslu á þessum vettvangi. Það hafa verið slík atvik í gegnum tíðina en þau hafa sem betur fer ekki verið mörg," segir Geir en þarf ekki að byrgja brunninn áður en barnið er fallið ofan í? „Algjörlega. Við höfum gefið út bæklinga á nokkrum tungumálum til ungra iðkenda sem og forráðamanna. Öll fræðsla er nauðsynleg. Þetta mál er sífellt til umfjöllunar um allan heim. Þetta snýr samt ekki bara að fótboltanum heldur er þetta samfélagslegt verkefni. Það má samt vel vera að við þurfum að skoða okkar mál betur og bæta í." Íslenski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
fótboltiAlvarlegt atvik átti sér stað í 3. flokks-leik KR og Leiknis á dögunum. Þá varð leikmaður KR uppvís að alvarlegu kynþáttaníði er hann kallaði leikmann Leiknis „helvítis negrakúk". Leiknismaðurinn brást illa við og gekk í kjölfarið í skrokk á KR-ingnum. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir og dæmdi KR-inginn í þriggja leikja bann en Leiknismaðurinn fékk sex leikja bann. Það sættu Leiknismenn sig illa við. Þeim fannst eðlilegt að sinn maður hefði fengið sex leikja bann en fannst aga- og úrskurðarnefndin setja slæmt fordæmi með því að dæma KR-inginn aðeins í þriggja leikja bann fyrir kynþáttaníðið. Fréttablaðið setti sig í samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og spurði um hans álit á þessu máli. „Það er alltaf verið að tala um væga refsingu en við hvað erum við eiginlega að miða? Við erum að tala um 15 ára unglinga í þessu tilviki. Ég set ekki aganefndinni reglur en stjórnin getur samt ákveðið að þyngja almenn viðurlög. Þriggja leikja bann í 8-10 leikja móti verður að teljast þung refsing," sagði Geir en margir eru á því að þessi dómur gefi engu að síður slæmt fordæmi. Að aganefndin taki kynþáttaníð ekki nógu alvarlega. „Mér finnst það ekki. Í fyrstu lagi eru þarna ungir leikmenn sem verða að læra af gjörðum sínum. Þeir sem hafa umsjón með þeim verða að beina þeim inn á réttar brautir. Það getur enginn tekið lögin í sínar hendur í knattspyrnunni né samfélaginu. Þarna átti sér stað gróft atvik á báða kanta," sagði Geir og bætti við. „Eru móðgandi ummæli eða níð stiginu lægra heldur en ofbeldi? Mér sýnist það vera augljóst í þessum dómi að líkamlegt ofbeldi vegur þyngra heldur en níð." Íslenskt samfélag hefur á síðustu árum orðið meira fjölþjóðasamfélag og Geir segist gera sér grein fyrir því að það bjóði upp á að atvikum þar sem kynþáttaníð komi við sögu muni fjölga. Mun KSÍ engu að síður reyna að beita sér á einhvern hátt til þess að útrýma þessu meini úr íþróttinni? „Við höfum verið að vinna í þessa átt og unnið að slíkum átökum undir formerkjunum: Leikur án fordóma. Við höfum verið að reyna að spyrna við fótum og þessum málum gæti vissulega fjölgað. Við verðum því að leggja meiri áherslu á fræðslu á þessum vettvangi. Það hafa verið slík atvik í gegnum tíðina en þau hafa sem betur fer ekki verið mörg," segir Geir en þarf ekki að byrgja brunninn áður en barnið er fallið ofan í? „Algjörlega. Við höfum gefið út bæklinga á nokkrum tungumálum til ungra iðkenda sem og forráðamanna. Öll fræðsla er nauðsynleg. Þetta mál er sífellt til umfjöllunar um allan heim. Þetta snýr samt ekki bara að fótboltanum heldur er þetta samfélagslegt verkefni. Það má samt vel vera að við þurfum að skoða okkar mál betur og bæta í."
Íslenski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira