Kona fái bætur fyrir fall á eigin heimili 23. mars 2012 10:00 Garðyrkja Með því að haka í viðkomandi reit í skattframtali getur fólk fengið slysatryggingu við almenn heimilisstörf, þar með talið garðyrkjustörf. Nordicphotos/Getty Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir úrskurðarnefnd almannatrygginga fyrir að túlka reglugerð of þröngt þegar nefndin neitaði eldri konu, sem handleggsbrotnaði á heimili sínu, um bætur úr slysatryggingu. Slysatrygginguna fékk konan með því að haka við í þar til gerðan reit á skattframtali sínu. Hún var að elda hádegismat á heimili sínu, en gerði hlé á eldamennskunni til að svara símanum. Þegar hún hafði lokið símtalinu hraðaði hún sér aftur í eldhúsið, en féll á leiðinni. Konan handleggsbrotnaði á hægri handlegg þegar hún bar handlegginn fyrir sig við fallið. Hvorki Sjúkratryggingar Íslands né úrskurðarnefnd almannatrygginga töldu konuna eiga rétt á bótum. Hún hafði merkt við að hún vildi njóta tryggingar við heimilisstörf á skattframtali, og taldi sjálf að hún hefði verið við heimilisstörf. Úrskurðarnefndin taldi konuna ekki hafa verið við eldamennsku einmitt þegar hún datt. Í reglugerð um heimilistryggingarnar segir að þær eigi til dæmis ekki við slasist fólk í baði, við að klæða sig, borða, svara í síma og sækja póst. Tryggingin á að gilda við almenn heimilisstörf, til dæmis matseld, þrif, almenna viðhaldsvinnu og garðyrkju. Bæði Sjúkratryggingar og úrskurðarnefndin töldu að konan hafi gert hlé á eldamennsku með því að svara í símann, og sinnt því sem kallað er „daglegum athöfnum". Ekki var tekið tillit til þess að símtalið snerist um innkaup á mat, og því tengt eldamennsku óbeint. Í úrskurði nefndarinnar er vitnað í reglugerðina, þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggingin gildi ekki slasist fólk við að tala í símann. Umboðsmaður Alþingis telur niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar ekki í samræmi við lög, enda hafi slysið átt sér stað í beinum tengslum við eldamennsku konunnar. Í áliti umboðsmanns er lagt að nefndinni að endurskoða niðurstöðu sína, sækist konan eftir því, og breyta vinnubrögðum í sambærilegum málum. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir úrskurðarnefnd almannatrygginga fyrir að túlka reglugerð of þröngt þegar nefndin neitaði eldri konu, sem handleggsbrotnaði á heimili sínu, um bætur úr slysatryggingu. Slysatrygginguna fékk konan með því að haka við í þar til gerðan reit á skattframtali sínu. Hún var að elda hádegismat á heimili sínu, en gerði hlé á eldamennskunni til að svara símanum. Þegar hún hafði lokið símtalinu hraðaði hún sér aftur í eldhúsið, en féll á leiðinni. Konan handleggsbrotnaði á hægri handlegg þegar hún bar handlegginn fyrir sig við fallið. Hvorki Sjúkratryggingar Íslands né úrskurðarnefnd almannatrygginga töldu konuna eiga rétt á bótum. Hún hafði merkt við að hún vildi njóta tryggingar við heimilisstörf á skattframtali, og taldi sjálf að hún hefði verið við heimilisstörf. Úrskurðarnefndin taldi konuna ekki hafa verið við eldamennsku einmitt þegar hún datt. Í reglugerð um heimilistryggingarnar segir að þær eigi til dæmis ekki við slasist fólk í baði, við að klæða sig, borða, svara í síma og sækja póst. Tryggingin á að gilda við almenn heimilisstörf, til dæmis matseld, þrif, almenna viðhaldsvinnu og garðyrkju. Bæði Sjúkratryggingar og úrskurðarnefndin töldu að konan hafi gert hlé á eldamennsku með því að svara í símann, og sinnt því sem kallað er „daglegum athöfnum". Ekki var tekið tillit til þess að símtalið snerist um innkaup á mat, og því tengt eldamennsku óbeint. Í úrskurði nefndarinnar er vitnað í reglugerðina, þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggingin gildi ekki slasist fólk við að tala í símann. Umboðsmaður Alþingis telur niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar ekki í samræmi við lög, enda hafi slysið átt sér stað í beinum tengslum við eldamennsku konunnar. Í áliti umboðsmanns er lagt að nefndinni að endurskoða niðurstöðu sína, sækist konan eftir því, og breyta vinnubrögðum í sambærilegum málum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Sjá meira