Kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs 21. mars 2012 06:00 Frá fundi stjórnlagaráðs í fyrra Stjórnlagaráð samþykkti frumvarp til stjórnskipunarlaga einróma. Frumvarpið var afhent Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, 29. júlí 2011.fréttablaðið/gva Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum 30. júní næstkomandi. Um ráðgefandi þjóðaratkvæði er að ræða, samkvæmt lögum. Spurt verður um stjórnarskrárdrögin í heild, auk spurninga um fimm sérstök álitamál. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, segir málið vel undirbúið og spurningarnar lúti að þeim álitamálum sem helst hafa verið nefnd í umræðunni; mál sem brenna á þjóðinni. „Spurningarnar máttu ekki vera of margar og nauðsynlegt að halda þeim vel afmörkuðum. Þegar við hittum fulltrúa úr stjórnlagaráði voru þeir með þessar sömu spurningar og við í huga." Valgerður segir að einnig hafi verið leitað til sérfræðinga um það hvernig spurningarnar skyldu orðaðar. Hún kannast við þá umræðu að málið geti reynst þungt í vöfum er varðar kosningar, en segir að það eigi líka við önnur mál, til dæmis Evrópusambandið og Icesave. „Það verður þriggja mánaða kynning á þessu máli og á þeim tíma getur fólk vegið þetta og metið. Það verða hins vegar ekki allir sammála, það liggur fyrir." Valgerður tekur sem dæmi að hún sé þeirrar skoðunar að óþarft sé að spyrja hvort atkvæði allra kjósenda eigi að vega jafnt, óháð búsetu. Það séu sjálfsögð mannréttindi að hennar mati, en um það séu skiptar skoðanir. Þjóðkirkjan er ekki nefnd í tillögum stjórnlagaráðs en lagt er til að spurt verði hvort ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna eigi að standa óbreytt. „Við erum að kalla eftir vilja þjóðarinnar; hvað þjóðin vill að við gerum næst," segir Valgerður. „Ég held að þessi skoðanakönnun verði ómarkviss og ruglingsleg," segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, og nefnir þrennt sem hann telur veigamest. Áhætta felist í því að halda kosninguna samhliða forsetakjöri; hvaða áhrif stjórnarskrármálið hefur á forsetakjörið og öfugt. Þá sé galli að annars vegar sé spurt um tillögu ráðsins í heild og hins vegar um einstök álitamál. Niðurstöðurnar geti orðið misvísandi. „Svo er það umhugsunarefni hvað það þýðir sem segir í tillögunni að tillagan verði lögð fram eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga. Þegar fólk greiðir atkvæði hefur það ekki forsendur til að meta hvað af því sem það tekur afstöðu til á eftir að breytast á síðari stigum. Þetta er galli," segir Birgir. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum 30. júní næstkomandi. Um ráðgefandi þjóðaratkvæði er að ræða, samkvæmt lögum. Spurt verður um stjórnarskrárdrögin í heild, auk spurninga um fimm sérstök álitamál. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, segir málið vel undirbúið og spurningarnar lúti að þeim álitamálum sem helst hafa verið nefnd í umræðunni; mál sem brenna á þjóðinni. „Spurningarnar máttu ekki vera of margar og nauðsynlegt að halda þeim vel afmörkuðum. Þegar við hittum fulltrúa úr stjórnlagaráði voru þeir með þessar sömu spurningar og við í huga." Valgerður segir að einnig hafi verið leitað til sérfræðinga um það hvernig spurningarnar skyldu orðaðar. Hún kannast við þá umræðu að málið geti reynst þungt í vöfum er varðar kosningar, en segir að það eigi líka við önnur mál, til dæmis Evrópusambandið og Icesave. „Það verður þriggja mánaða kynning á þessu máli og á þeim tíma getur fólk vegið þetta og metið. Það verða hins vegar ekki allir sammála, það liggur fyrir." Valgerður tekur sem dæmi að hún sé þeirrar skoðunar að óþarft sé að spyrja hvort atkvæði allra kjósenda eigi að vega jafnt, óháð búsetu. Það séu sjálfsögð mannréttindi að hennar mati, en um það séu skiptar skoðanir. Þjóðkirkjan er ekki nefnd í tillögum stjórnlagaráðs en lagt er til að spurt verði hvort ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna eigi að standa óbreytt. „Við erum að kalla eftir vilja þjóðarinnar; hvað þjóðin vill að við gerum næst," segir Valgerður. „Ég held að þessi skoðanakönnun verði ómarkviss og ruglingsleg," segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, og nefnir þrennt sem hann telur veigamest. Áhætta felist í því að halda kosninguna samhliða forsetakjöri; hvaða áhrif stjórnarskrármálið hefur á forsetakjörið og öfugt. Þá sé galli að annars vegar sé spurt um tillögu ráðsins í heild og hins vegar um einstök álitamál. Niðurstöðurnar geti orðið misvísandi. „Svo er það umhugsunarefni hvað það þýðir sem segir í tillögunni að tillagan verði lögð fram eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga. Þegar fólk greiðir atkvæði hefur það ekki forsendur til að meta hvað af því sem það tekur afstöðu til á eftir að breytast á síðari stigum. Þetta er galli," segir Birgir. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira