Árans umhverfisreglugerðirnar Steinunn Stefánsdóttir skrifar 21. mars 2012 06:00 Sérákvæði sem gilt hafa fyrir eldri sorpbrennslustöðvar hafa nú verið felld úr gildi. Það þýðir að fyrir næstu áramót er öllum sorpbrennslustöðvum á Íslandi gert að uppfylla kröfur sem gerðar eru til sambærilegrar starfsemi annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu. Gerð er krafa um mælingar á díoxíni tvisvar á ári og samfelldar mælingar á öðrum tilgreindum efnum svo sem kolsýru og ryki. Reglugerðin snertir tvær sorpbrennslustöðvar; í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri, en í kjölfar mikillar umræðu um díoxínmengun frá sorpbrennslustöðvum á síðasta ári var sorpbrennslum á Ísafirði og í Öræfum lokað. Afnám sérákvæðanna virðast koma forráðamönnum sveitarfélaganna sem um ræðir í opna skjöldu. Öllum hefði þó átt að vera ljóst að til þess kæmi fyrr eða síðar að undanþágan yrði felld úr gildi og fullljóst hefur það verið síðan í maí í fyrra þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar um sorpbrennslur með undanþágur frá tilskipun ESB var lögð fyrir Alþingi. Það er sérkennilegur plagsiður að líta á reglugerðir og sáttmála sem gerðir eru umhverfinu til varnar sem einhvers konar tálma sem settir eru á til þess að gera fólki lífið leitt, erfitt eða dýrt. Í þessu tilviki er þó ekki einu sinni um að ræða nýja tilskipun heldur niðurfellingu á sérákvæði í tilskipun sem gilt hefur í meira en áratug. Rétt er einnig að rifja upp að reglur um mengunarvarnir sorpbrennsla sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu eru beinlínis runnar undan rifjum Íslendinga því á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro árið 1992 höfðu Íslendingar frumkvæði að því að settar yrðu reglur um mengunarvarnir í sorpbrennslum með lífríki hafsins og þar með hagsmuni fiskútflytjenda í huga. Þetta frumkvæði Íslendinga leiddi til þess að reglugerðin sem hér um ræðir var sett. Árið 1992 töldu Íslendingar sem sagt að mengun frá sorpbrennslum gæti skaðað fiskútflutning. Þegar þessi afstaða skilaði sér í Evrópureglugerð sem innleidd var á Evrópska efnahagssvæðinu börðust Íslendingar aftur á móti fyrir því að fá undanþágu frá henni og nú þegar afnema á undanþáguna er enn barist, meðal annars af hálfu Vestmannaeyjabæjar sem á afkomu sína einmitt að miklu leyti undir fiskútflutningi. Þetta er í meira lagi furðulega atburðarás. Loks mætti benda Vestmannaeyingum á að fyrst Reyknesingar treysta sér til að brenna innfluttu sorpi frá Bandaríkjunum í sorpeyðingastöðinni Kölku þá ætti þeim ekki að verða skotaskuld úr því að eyða sorpi Vestmannaeyinga líka. Þangað munu vera um 200 kílómetrar frá Vestmannaeyjum en til Svíþjóðar, þangað sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa sagst íhuga að flytja sorp til brennslu, er að minnsta kosti tíu sinnum lengra. Það hlýtur því að vera til muna hagkvæmara fyrir Vestmannaeyinga að flytja sorp sitt þangað, og umhverfisvænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun
Sérákvæði sem gilt hafa fyrir eldri sorpbrennslustöðvar hafa nú verið felld úr gildi. Það þýðir að fyrir næstu áramót er öllum sorpbrennslustöðvum á Íslandi gert að uppfylla kröfur sem gerðar eru til sambærilegrar starfsemi annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu. Gerð er krafa um mælingar á díoxíni tvisvar á ári og samfelldar mælingar á öðrum tilgreindum efnum svo sem kolsýru og ryki. Reglugerðin snertir tvær sorpbrennslustöðvar; í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri, en í kjölfar mikillar umræðu um díoxínmengun frá sorpbrennslustöðvum á síðasta ári var sorpbrennslum á Ísafirði og í Öræfum lokað. Afnám sérákvæðanna virðast koma forráðamönnum sveitarfélaganna sem um ræðir í opna skjöldu. Öllum hefði þó átt að vera ljóst að til þess kæmi fyrr eða síðar að undanþágan yrði felld úr gildi og fullljóst hefur það verið síðan í maí í fyrra þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar um sorpbrennslur með undanþágur frá tilskipun ESB var lögð fyrir Alþingi. Það er sérkennilegur plagsiður að líta á reglugerðir og sáttmála sem gerðir eru umhverfinu til varnar sem einhvers konar tálma sem settir eru á til þess að gera fólki lífið leitt, erfitt eða dýrt. Í þessu tilviki er þó ekki einu sinni um að ræða nýja tilskipun heldur niðurfellingu á sérákvæði í tilskipun sem gilt hefur í meira en áratug. Rétt er einnig að rifja upp að reglur um mengunarvarnir sorpbrennsla sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu eru beinlínis runnar undan rifjum Íslendinga því á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro árið 1992 höfðu Íslendingar frumkvæði að því að settar yrðu reglur um mengunarvarnir í sorpbrennslum með lífríki hafsins og þar með hagsmuni fiskútflytjenda í huga. Þetta frumkvæði Íslendinga leiddi til þess að reglugerðin sem hér um ræðir var sett. Árið 1992 töldu Íslendingar sem sagt að mengun frá sorpbrennslum gæti skaðað fiskútflutning. Þegar þessi afstaða skilaði sér í Evrópureglugerð sem innleidd var á Evrópska efnahagssvæðinu börðust Íslendingar aftur á móti fyrir því að fá undanþágu frá henni og nú þegar afnema á undanþáguna er enn barist, meðal annars af hálfu Vestmannaeyjabæjar sem á afkomu sína einmitt að miklu leyti undir fiskútflutningi. Þetta er í meira lagi furðulega atburðarás. Loks mætti benda Vestmannaeyingum á að fyrst Reyknesingar treysta sér til að brenna innfluttu sorpi frá Bandaríkjunum í sorpeyðingastöðinni Kölku þá ætti þeim ekki að verða skotaskuld úr því að eyða sorpi Vestmannaeyinga líka. Þangað munu vera um 200 kílómetrar frá Vestmannaeyjum en til Svíþjóðar, þangað sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa sagst íhuga að flytja sorp til brennslu, er að minnsta kosti tíu sinnum lengra. Það hlýtur því að vera til muna hagkvæmara fyrir Vestmannaeyinga að flytja sorp sitt þangað, og umhverfisvænna.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun