Ekki bara dós af þorsklifur 20. mars 2012 06:00 Innan um fallega steina á stofuhillunni minni – nokkrar fjölskyldumyndir og fleiri persónulega muni – má finna dós af niðursoðinni þorsklifur. Dósina fékk ég að gjöf frá Igor Katerinitsjev sem ég kynntist nýlega á ferðalagi um eyjuna Senja, sem liggur úti fyrir strönd Norður-Noregs. Þegar ég undirbjó ferð mína hafði ég auðvitað þegar fengið upplýsingar um að ég væri að fara til fundar við fjölþjóðlegan her blaðamanna; Svía, Norðmanna, Dana auk Rússa sem voru nálægt helmingurinn af um tuttugu manna hópi. „Þetta verður eitthvað skrautlegt," sagði ég við vinnufélaga og vini áður en ég lagði af stað, með vísan til þess hversu fjölmennir Rússarnir voru í hópnum. Þá vissi ég líka að fundarstaðurinn var afskekkt hótel við ströndina sem liggur nokkrum breiddargráðum fyrir norðan Ísland. Það sem ég var raunverulega að vísa til er lítið dæmi sem ég reiknaði aftur og aftur í huganum, en niðurstaðan var alltaf sú sama. Að vera lokaður af með Rússum á afskekktu hóteli í Norður-Noregi þýðir að ég mun verða vitni að vodkadrykkju andskotans. Gott ef ég sá ekki sjálfan mig í þessum fríða hópi; allir með bjarnarskinnshúfu á höfðinu, borðandi svört styrjuhrogn og spilandi á balalaikur. Þegar ég steig upp í flugvélina í upphafi ferðar raulaði ég fyrir munni mér rússneskt þjóðlag sem karlakór Siglufjarðar gerði að sínu. – Kalinka, Kalinka, þú káta stúlkan mín; Kalinka, Kalinka, ég alltaf sakna þín. HÆ! Kannski er þetta alltaf svona. Fordómar eru byggðir á staðalmyndum af ákveðnum hópi fólks sem aftur eru tilkomnar vegna fáfræði. Jæja, alla vega hugsunarleysi. Menn vita yfirleitt betur, þó þeir vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfum sér og öðrum. Við erum nefnilega sífellt að reikna lítil dæmi í huganum. Þau fjalla kannski ekki um Rússa en oft fólk af öðru þjóðerni. Aðrir setja upp dæmi um tvo stráka eða tvær stelpur. Niðurstaðan er oft röng en sem betur fer, fyrir mig og fjölmarga aðra, er hægt að verða betri í reikningi. Það verður bara að leggja sig eftir því. Þetta er nefnilega eins og á stofuhillunni minni. Ólíkir hlutir eiga yfirleitt vel saman. Og dósin? Hún minnir mig á frábært fólk og eigin fordóma. Og kannski líka að þegar þú átt tvær dósir af lifur, gerðu þá eins og Igor. Gefðu aðra til sessunautar þíns – ef hann á enga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun
Innan um fallega steina á stofuhillunni minni – nokkrar fjölskyldumyndir og fleiri persónulega muni – má finna dós af niðursoðinni þorsklifur. Dósina fékk ég að gjöf frá Igor Katerinitsjev sem ég kynntist nýlega á ferðalagi um eyjuna Senja, sem liggur úti fyrir strönd Norður-Noregs. Þegar ég undirbjó ferð mína hafði ég auðvitað þegar fengið upplýsingar um að ég væri að fara til fundar við fjölþjóðlegan her blaðamanna; Svía, Norðmanna, Dana auk Rússa sem voru nálægt helmingurinn af um tuttugu manna hópi. „Þetta verður eitthvað skrautlegt," sagði ég við vinnufélaga og vini áður en ég lagði af stað, með vísan til þess hversu fjölmennir Rússarnir voru í hópnum. Þá vissi ég líka að fundarstaðurinn var afskekkt hótel við ströndina sem liggur nokkrum breiddargráðum fyrir norðan Ísland. Það sem ég var raunverulega að vísa til er lítið dæmi sem ég reiknaði aftur og aftur í huganum, en niðurstaðan var alltaf sú sama. Að vera lokaður af með Rússum á afskekktu hóteli í Norður-Noregi þýðir að ég mun verða vitni að vodkadrykkju andskotans. Gott ef ég sá ekki sjálfan mig í þessum fríða hópi; allir með bjarnarskinnshúfu á höfðinu, borðandi svört styrjuhrogn og spilandi á balalaikur. Þegar ég steig upp í flugvélina í upphafi ferðar raulaði ég fyrir munni mér rússneskt þjóðlag sem karlakór Siglufjarðar gerði að sínu. – Kalinka, Kalinka, þú káta stúlkan mín; Kalinka, Kalinka, ég alltaf sakna þín. HÆ! Kannski er þetta alltaf svona. Fordómar eru byggðir á staðalmyndum af ákveðnum hópi fólks sem aftur eru tilkomnar vegna fáfræði. Jæja, alla vega hugsunarleysi. Menn vita yfirleitt betur, þó þeir vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfum sér og öðrum. Við erum nefnilega sífellt að reikna lítil dæmi í huganum. Þau fjalla kannski ekki um Rússa en oft fólk af öðru þjóðerni. Aðrir setja upp dæmi um tvo stráka eða tvær stelpur. Niðurstaðan er oft röng en sem betur fer, fyrir mig og fjölmarga aðra, er hægt að verða betri í reikningi. Það verður bara að leggja sig eftir því. Þetta er nefnilega eins og á stofuhillunni minni. Ólíkir hlutir eiga yfirleitt vel saman. Og dósin? Hún minnir mig á frábært fólk og eigin fordóma. Og kannski líka að þegar þú átt tvær dósir af lifur, gerðu þá eins og Igor. Gefðu aðra til sessunautar þíns – ef hann á enga.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun