Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2012 07:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Mynd/Stefán „Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. Sigurður Ragnar segir lykilatriði að félögin og þjálfarar séu meðvituð um vandamálið. Meiru máli skipti að sýna öllum leikmönnum athygli enda sé engin leið að vita hvaða börn muni skara fram úr síðar meir. Hann nefnir knattspyrnukempurnar Eyjólf Sverrisson, Hermann Hreiðarsson og Tryggva Guðmundsson sér til stuðnings. „Alfreð Finnbogason var líka varamaður í 3. flokki og framan af 2. flokki. Ástæðan var að þjálfaranum fannst hann of lítill. Hann var síðar valinn efnilegastur og bestur í efstu deild, komst í atvinnumennsku og er í A-landsliðinu," segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir ekki síður mikilvægt að foreldrar átti sig á því að líkamsþroski barna jafnist út þegar leikmenn verða eldri. Þá skipti meiru máli að vera með góða tækni, sendingargetu, leikskilning og rétt hugarfar. Oftar en ekki skari leikmenn fæddir síðar á árinu fram á þessu sviði þar sem þeir hafa þurft þess til í samkeppni við líkamlega sterkari og fljótari leikmenn fæddir fyrr á árinu. Hann bendir á að fæðingardagsáhrifin séu alls ekki bundin við íþróttir heldur sé þau einnig að finna í skólakerfinu. „Börn fædd seint á árinu eru líklegri til þess að vera með lægri meðaleinkunn, þurfa sérkennslu, hafa lægra sjálfsmat og sjálfstraust auk þess sem þau leggja síður stund á íþróttir," segir Sigurður Ragnar meðvitaður um mikilvægi þess að börn haldist sem lengst í íþróttum. „Ef pressan á þjálfaranum er minni að vinna titla í stað þess að þróa leikmanninn áfram verður minna um fæðingardagsáhrif. Ef úrslitin eru ekki aðalatriðið dreifist spiltíminn og athygli þjálfarans betur og eftir stendur breiðari leikmannahópur vegna minna brottfalls." kolbeinntumi@365.is Íslenski boltinn Tengdar fréttir Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur 19. mars 2012 07:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
„Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. Sigurður Ragnar segir lykilatriði að félögin og þjálfarar séu meðvituð um vandamálið. Meiru máli skipti að sýna öllum leikmönnum athygli enda sé engin leið að vita hvaða börn muni skara fram úr síðar meir. Hann nefnir knattspyrnukempurnar Eyjólf Sverrisson, Hermann Hreiðarsson og Tryggva Guðmundsson sér til stuðnings. „Alfreð Finnbogason var líka varamaður í 3. flokki og framan af 2. flokki. Ástæðan var að þjálfaranum fannst hann of lítill. Hann var síðar valinn efnilegastur og bestur í efstu deild, komst í atvinnumennsku og er í A-landsliðinu," segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir ekki síður mikilvægt að foreldrar átti sig á því að líkamsþroski barna jafnist út þegar leikmenn verða eldri. Þá skipti meiru máli að vera með góða tækni, sendingargetu, leikskilning og rétt hugarfar. Oftar en ekki skari leikmenn fæddir síðar á árinu fram á þessu sviði þar sem þeir hafa þurft þess til í samkeppni við líkamlega sterkari og fljótari leikmenn fæddir fyrr á árinu. Hann bendir á að fæðingardagsáhrifin séu alls ekki bundin við íþróttir heldur sé þau einnig að finna í skólakerfinu. „Börn fædd seint á árinu eru líklegri til þess að vera með lægri meðaleinkunn, þurfa sérkennslu, hafa lægra sjálfsmat og sjálfstraust auk þess sem þau leggja síður stund á íþróttir," segir Sigurður Ragnar meðvitaður um mikilvægi þess að börn haldist sem lengst í íþróttum. „Ef pressan á þjálfaranum er minni að vinna titla í stað þess að þróa leikmanninn áfram verður minna um fæðingardagsáhrif. Ef úrslitin eru ekki aðalatriðið dreifist spiltíminn og athygli þjálfarans betur og eftir stendur breiðari leikmannahópur vegna minna brottfalls." kolbeinntumi@365.is
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur 19. mars 2012 07:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur 19. mars 2012 07:00