Land, þjóð og tunga Tryggvi Gíslason skrifar 14. mars 2012 06:00 Mörgum þykir ríkja tryllt öld – ófriðaröld – á Íslandi og raunar víðar í heiminum, ef út í þá sálma er farið. Hér á landi er hver höndin uppi á móti annarri og reiði, tortryggni og vanlíðan er áberandi, enda höfum gengið um dimman dal svika, þjófnaðar og lyga. Fáir bera traust til Alþingis og kirkju, tveggja elstu stofnana þjóðarinnar, sem hafa skapað þetta land ásamt tungunni sem gerir okkur að Íslendingum. Og nú slæ ég varnagla: Með þessum orðum er ekki verið að ýta undir þjóðernishroka og því síður þjóðernisstefnu. Virðing fyrir landi, þjóð og tungu á ekkert skylt við þjóðernishroka og þjóðernisstefnu. Það er í besta falli misskilningur og í versta falli þjóðlygi að halda slíku fram. Hver einstaklingur á rétt á óskoraðri virðingu sem ekki má skerða og mikilvægasta hlutverk ríkisvaldsins er að virða og vernda þennan rétt sérhvers einstaklings – eða eins og segir í fyrstu grein stjórnarskrár Þýskalands frá 23. maí 1949: „Die Würde des Menschen ist unantastbar. Sie zu achten und zu schützen ist Verpflichtung aller staatlichen Gewalt.“ MannvirðingÞað er engin tilviljun að Þjóðverjar settu þessi orð í fyrstu grein stjórnarskrár sinnar árið 1949, en í því landi var kynt undir mannfyrirlitningu í skjóli falskenninga um yfirburði hins hvíta kynstofns, Aríanna. Þjóðernisvitund og þjóðernisstefna eiga ekkert sameiginlegt. En það er ekki aðeins sérhver einstaklingur, sem á rétt á óskoraðri virðingu og ekki má skerða, heldur sérhver þjóð og sérhver þjóðtunga. Til þess voru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar 1945 sem hafa nú um 200 þjóðríki innan vébanda sinna. Í mannréttindayfirlýsingu SÞ segir, „að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda sem er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum“. Óskoruð mannréttindi og ósnertanleg mannvirðing er grundvöllur að jafnrétti og friði og þetta skal standa: hver einstaklingur á rétt á óskoraðri virðingu sem ekki má skerða og allir eru jafnbornir til virðingar – og þá er það sagt. AlþingiEn hvað má til varnar verða vorum sóma þegar alþingismenn eru eins og götustrákar sem hrópast á við hæstaréttarlögmenn og skammir og svívirðingar eru daglegt brauð í sölum Alþingis. Það sem til þarf er siðbót í landinu. Það er hlutverk kirkjunnar, skólanna og ekki síst heimilanna í landinu. Menning íslensku þjóðarinnar er kristin menning og auk Alþingis er þjóðkirkjan, skólarnir og ekki síst heimilin mikilverðustu stofnanir ríkisins. Það þýðir hins vegar ekki að ganga skuli á réttindi þeirra sem eru annarrar trúar eða telja sig trúlausa, því að allir eiga jafnan rétt til virðingar og mannréttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna, eins og segir í mannréttindayfirlýsingu SÞ. Íslensk tungaSem gamall barnakennari í íslensku vil ég enn og aftur minna á, að íslensk tunga er það sem gerir OKKUR að Íslendingum og með íslenskri tungu höfum við mótað sögu landsins – eða eins og Snorri Hjartarson lýsir svo vel í ljóði sínu Land þjóð og tunga sem er óður til þessarar heilögu þrenningar og á erindi við íslensku þjóðina nú, ekki síður en áður: Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og stormahlé og sókn og vaka: eining hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þú átt mig, ég er aðeins til í þér. Örlagastundin nálgast grimm og köld; hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinsta kvöld. Ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Sjá meira
Mörgum þykir ríkja tryllt öld – ófriðaröld – á Íslandi og raunar víðar í heiminum, ef út í þá sálma er farið. Hér á landi er hver höndin uppi á móti annarri og reiði, tortryggni og vanlíðan er áberandi, enda höfum gengið um dimman dal svika, þjófnaðar og lyga. Fáir bera traust til Alþingis og kirkju, tveggja elstu stofnana þjóðarinnar, sem hafa skapað þetta land ásamt tungunni sem gerir okkur að Íslendingum. Og nú slæ ég varnagla: Með þessum orðum er ekki verið að ýta undir þjóðernishroka og því síður þjóðernisstefnu. Virðing fyrir landi, þjóð og tungu á ekkert skylt við þjóðernishroka og þjóðernisstefnu. Það er í besta falli misskilningur og í versta falli þjóðlygi að halda slíku fram. Hver einstaklingur á rétt á óskoraðri virðingu sem ekki má skerða og mikilvægasta hlutverk ríkisvaldsins er að virða og vernda þennan rétt sérhvers einstaklings – eða eins og segir í fyrstu grein stjórnarskrár Þýskalands frá 23. maí 1949: „Die Würde des Menschen ist unantastbar. Sie zu achten und zu schützen ist Verpflichtung aller staatlichen Gewalt.“ MannvirðingÞað er engin tilviljun að Þjóðverjar settu þessi orð í fyrstu grein stjórnarskrár sinnar árið 1949, en í því landi var kynt undir mannfyrirlitningu í skjóli falskenninga um yfirburði hins hvíta kynstofns, Aríanna. Þjóðernisvitund og þjóðernisstefna eiga ekkert sameiginlegt. En það er ekki aðeins sérhver einstaklingur, sem á rétt á óskoraðri virðingu og ekki má skerða, heldur sérhver þjóð og sérhver þjóðtunga. Til þess voru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar 1945 sem hafa nú um 200 þjóðríki innan vébanda sinna. Í mannréttindayfirlýsingu SÞ segir, „að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda sem er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum“. Óskoruð mannréttindi og ósnertanleg mannvirðing er grundvöllur að jafnrétti og friði og þetta skal standa: hver einstaklingur á rétt á óskoraðri virðingu sem ekki má skerða og allir eru jafnbornir til virðingar – og þá er það sagt. AlþingiEn hvað má til varnar verða vorum sóma þegar alþingismenn eru eins og götustrákar sem hrópast á við hæstaréttarlögmenn og skammir og svívirðingar eru daglegt brauð í sölum Alþingis. Það sem til þarf er siðbót í landinu. Það er hlutverk kirkjunnar, skólanna og ekki síst heimilanna í landinu. Menning íslensku þjóðarinnar er kristin menning og auk Alþingis er þjóðkirkjan, skólarnir og ekki síst heimilin mikilverðustu stofnanir ríkisins. Það þýðir hins vegar ekki að ganga skuli á réttindi þeirra sem eru annarrar trúar eða telja sig trúlausa, því að allir eiga jafnan rétt til virðingar og mannréttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna, eins og segir í mannréttindayfirlýsingu SÞ. Íslensk tungaSem gamall barnakennari í íslensku vil ég enn og aftur minna á, að íslensk tunga er það sem gerir OKKUR að Íslendingum og með íslenskri tungu höfum við mótað sögu landsins – eða eins og Snorri Hjartarson lýsir svo vel í ljóði sínu Land þjóð og tunga sem er óður til þessarar heilögu þrenningar og á erindi við íslensku þjóðina nú, ekki síður en áður: Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og stormahlé og sókn og vaka: eining hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þú átt mig, ég er aðeins til í þér. Örlagastundin nálgast grimm og köld; hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinsta kvöld. Ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun