Treystu ekki Kaupþingi 10. mars 2012 07:00 Vandamál Sturla sagði að íslenskt eignarhald á erlendum fyrirtækjum lækkaði eitt og sér virði þeirra. Framkvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabanka Íslands íslensku bankana hafa verið mjög meðvitaða um þann vanda sem vofði yfir þeim á árinu 2008. Sigurður Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabanka Íslands, eða Sturla eins og hann er kallaður, sat í viðlagahópi innan Seðlabankans. Sá hópur útbjó meðal annars viðlagahandbók, sem kölluð var svarta bókin, og átti að vera uppflettirit ef allt færi á versta veg. Meðal verkefna sem hann vissi til að bankarnir voru að vinna að var sala eigna. Sturla bar vitni fyrir Landsdómi í gær. Það var þó ekki létt verk. Ráðgjafar frá JP Morgan, sem störfuðu fyrir Seðlabankann, sögðu til að mynda að verðmat á norska tryggingafélaginu Storebrand, sem var að hluta til í eigu Exista og Kaupþings, hafi verið 30 til 35% lægra en það átti að vera einungis vegna aðkomu íslenskra aðila að því. Í alþjóðlegu umhverfi hafi menn verið meðvitaðir um að íslensku bankarnir voru í vandræðum og að þeir hafi verið „lægstir í fæðukeðjunni". Sturla sagði að erlendum aðilum hafi fundist íslenskir athafnamenn hafa keypt þau fyrirtæki erlendis allt of dýru verði. Ef þeir myndu selja þau, eða bankarnir sem fjármögnuðu kaupin á þeim selja lánin þeirra, þá myndu þeir þurfa að selja með afslætti frá bókfærðu verði. Það myndi lækka eigið fé bankanna og það myndu þeir ekki þola. Sturla fór með Davíð Oddssyni til London í febrúar 2008. Þar funduðu þeir með fulltrúum ýmissa banka. Skilaboðin sem þeir fengu voru skýr: Íslenskir bankar nutu ekki trausts. Ef aðstæður til fjármögnunar á markaði myndu ekki lagast, gætu íslensku bankarnir ekki búist við því að geta fjármagnað sig með skuldabréfaútgáfu. Icesave hélt lífi í bönkunumFulltrúar tveggja banka sögðu að Kaupþing væri „alveg rúið trausti". Þeir treystu ekki því sem stjórnendur Kaupþings sögðu þegar þeir voru að kynna uppgjör sín, sagði Sturla. Traustið á hinum bönkunum var líka lítið og menn virtust almennt mjög meðvitaðir um að krosseignatengsl í íslenska fjármálakerfinu væru þannig að ef einn banki félli myndi það hafa gríðarleg áhrif á þann næsta. Skilaboðin sem föruneytið hafi tekið með sér heim úr þessari heimsókn hafi verið sú að staðan á Íslandi væri grafalvarleg. Að sögn Sturlu var það eina sem hélt lífi í bönkunum á árinu 2008 Icesave-innlánasöfnunin. Ef það hefði verið gripið til aðgerða til að stöðva hana, eða „kippa því úr sambandi" eins og Sturla orðaði það, þá hefði það haft áhrif á alla bankana. Þeir hefðu allir fallið. Aðspurður um töluvert útstreymi sem varð út af Icesave-reikningunum í mars 2008 sagði Sturla að Landsbankinn hefði staðið það af sér. Hann sagði að menn hefðu hrósað happi yfir því að Icesave væri að minnsta kosti ekki í venjulegum útibúi, heldur netreikningar. Þá gætu fjölmiðlar ekki tekið myndir af biðröðum þegar viðskiptavinir voru að taka úr peninga í gegnum internetið heima hjá sér. Fréttir Landsdómur Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyf og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Framkvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabanka Íslands íslensku bankana hafa verið mjög meðvitaða um þann vanda sem vofði yfir þeim á árinu 2008. Sigurður Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabanka Íslands, eða Sturla eins og hann er kallaður, sat í viðlagahópi innan Seðlabankans. Sá hópur útbjó meðal annars viðlagahandbók, sem kölluð var svarta bókin, og átti að vera uppflettirit ef allt færi á versta veg. Meðal verkefna sem hann vissi til að bankarnir voru að vinna að var sala eigna. Sturla bar vitni fyrir Landsdómi í gær. Það var þó ekki létt verk. Ráðgjafar frá JP Morgan, sem störfuðu fyrir Seðlabankann, sögðu til að mynda að verðmat á norska tryggingafélaginu Storebrand, sem var að hluta til í eigu Exista og Kaupþings, hafi verið 30 til 35% lægra en það átti að vera einungis vegna aðkomu íslenskra aðila að því. Í alþjóðlegu umhverfi hafi menn verið meðvitaðir um að íslensku bankarnir voru í vandræðum og að þeir hafi verið „lægstir í fæðukeðjunni". Sturla sagði að erlendum aðilum hafi fundist íslenskir athafnamenn hafa keypt þau fyrirtæki erlendis allt of dýru verði. Ef þeir myndu selja þau, eða bankarnir sem fjármögnuðu kaupin á þeim selja lánin þeirra, þá myndu þeir þurfa að selja með afslætti frá bókfærðu verði. Það myndi lækka eigið fé bankanna og það myndu þeir ekki þola. Sturla fór með Davíð Oddssyni til London í febrúar 2008. Þar funduðu þeir með fulltrúum ýmissa banka. Skilaboðin sem þeir fengu voru skýr: Íslenskir bankar nutu ekki trausts. Ef aðstæður til fjármögnunar á markaði myndu ekki lagast, gætu íslensku bankarnir ekki búist við því að geta fjármagnað sig með skuldabréfaútgáfu. Icesave hélt lífi í bönkunumFulltrúar tveggja banka sögðu að Kaupþing væri „alveg rúið trausti". Þeir treystu ekki því sem stjórnendur Kaupþings sögðu þegar þeir voru að kynna uppgjör sín, sagði Sturla. Traustið á hinum bönkunum var líka lítið og menn virtust almennt mjög meðvitaðir um að krosseignatengsl í íslenska fjármálakerfinu væru þannig að ef einn banki félli myndi það hafa gríðarleg áhrif á þann næsta. Skilaboðin sem föruneytið hafi tekið með sér heim úr þessari heimsókn hafi verið sú að staðan á Íslandi væri grafalvarleg. Að sögn Sturlu var það eina sem hélt lífi í bönkunum á árinu 2008 Icesave-innlánasöfnunin. Ef það hefði verið gripið til aðgerða til að stöðva hana, eða „kippa því úr sambandi" eins og Sturla orðaði það, þá hefði það haft áhrif á alla bankana. Þeir hefðu allir fallið. Aðspurður um töluvert útstreymi sem varð út af Icesave-reikningunum í mars 2008 sagði Sturla að Landsbankinn hefði staðið það af sér. Hann sagði að menn hefðu hrósað happi yfir því að Icesave væri að minnsta kosti ekki í venjulegum útibúi, heldur netreikningar. Þá gætu fjölmiðlar ekki tekið myndir af biðröðum þegar viðskiptavinir voru að taka úr peninga í gegnum internetið heima hjá sér.
Fréttir Landsdómur Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyf og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira