Harmur kirkjunnar 5. mars 2012 07:00 Það er auðvelt að afgreiða kirkjuna sem afdankaða og úrelta stofnun. Það á við um fleiri stofnanir í samfélaginu. En líklega er það of auðvelt. Kirkjan hefur hlutverki að gegna þótt skoðanir geti verið skiptar um hvert það hlutverk sé eða hvernig því sé sinnt. Víða um heim er kirkjan öflugur málsvari mannhelgi, frelsis og róttækni, og lætur sig órétt og kúgun varða. Vandi kirkjunnar hér á landi er ekki síst sá að hún hefur alla tíð samsamað sig valdinu og varðstöðunni um það. Á Íslandi hafa valdastéttirnar og kirkjan átt samleið um aldaraðir. Það vill stundum gleymast hversu stutt er síðan fyrsta konan var vígð til prests hér landi. Auður Eir Vilhjálmsdóttir hlaut vígslu árið 1974 og ruddi leiðina fyrir þann fjölda kvenna sem nú gegnir prestsembætti. Valdastöðurnar í þjóðkirkjunni endurspegla hins vegar ekki þessa staðreynd. Í þeim skilningi er kirkjan á sama stað og Alþingi var í upphafi níunda áratugarins. Til skamms tíma gat ekkert rofið samstöðu valdastéttarinnar og kirkjunnar. Nú hafa hins vegar vaknað vonir um nýja tíma. Konurnar sem árum saman knúðu dyra hafa fengið áheyrn, vonum seinna, hjá æðstu embættismönnum kirkjunnar. Bjartsýnismanneskja gæti leyft sér að vona að hlustun verði framvegis jafn mikilvæg og boðun hjá þjónum kirkjunnar. Kannski er samstaðan með valdinu víkjandi eftir allt saman? Því miður bendir ekki margt til þess. Á síðasta ári átti kirkjunnar fólk kost á því að kjósa séra Sigrúnu Óskarsdóttur til vígslubiskups í Skálholti. Konu og femínista, sem er framsækinn sóknarprestur í Reykjavík, málsvari réttinda samkynhneigðra innan kirkjunnar og merkisberi alls þess sem prýtt getur kirkju sem vill gegna samfélagslegu hlutverki sínu af alvöru og víðsýni. En kirkjunnar fólk skynjaði ekki sinn vitjunartíma. Biskupskjör stendur fyrir dyrum. Séra Sigríður Guðmarsdóttir er í framboði. Kona, femínisti og framsækinn prestur. Hvað gerir kirkjunnar fólk? Kýs það áframhaldandi varðstöðu með valdinu eða nýja tíma í aldagamalli stofnun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að afgreiða kirkjuna sem afdankaða og úrelta stofnun. Það á við um fleiri stofnanir í samfélaginu. En líklega er það of auðvelt. Kirkjan hefur hlutverki að gegna þótt skoðanir geti verið skiptar um hvert það hlutverk sé eða hvernig því sé sinnt. Víða um heim er kirkjan öflugur málsvari mannhelgi, frelsis og róttækni, og lætur sig órétt og kúgun varða. Vandi kirkjunnar hér á landi er ekki síst sá að hún hefur alla tíð samsamað sig valdinu og varðstöðunni um það. Á Íslandi hafa valdastéttirnar og kirkjan átt samleið um aldaraðir. Það vill stundum gleymast hversu stutt er síðan fyrsta konan var vígð til prests hér landi. Auður Eir Vilhjálmsdóttir hlaut vígslu árið 1974 og ruddi leiðina fyrir þann fjölda kvenna sem nú gegnir prestsembætti. Valdastöðurnar í þjóðkirkjunni endurspegla hins vegar ekki þessa staðreynd. Í þeim skilningi er kirkjan á sama stað og Alþingi var í upphafi níunda áratugarins. Til skamms tíma gat ekkert rofið samstöðu valdastéttarinnar og kirkjunnar. Nú hafa hins vegar vaknað vonir um nýja tíma. Konurnar sem árum saman knúðu dyra hafa fengið áheyrn, vonum seinna, hjá æðstu embættismönnum kirkjunnar. Bjartsýnismanneskja gæti leyft sér að vona að hlustun verði framvegis jafn mikilvæg og boðun hjá þjónum kirkjunnar. Kannski er samstaðan með valdinu víkjandi eftir allt saman? Því miður bendir ekki margt til þess. Á síðasta ári átti kirkjunnar fólk kost á því að kjósa séra Sigrúnu Óskarsdóttur til vígslubiskups í Skálholti. Konu og femínista, sem er framsækinn sóknarprestur í Reykjavík, málsvari réttinda samkynhneigðra innan kirkjunnar og merkisberi alls þess sem prýtt getur kirkju sem vill gegna samfélagslegu hlutverki sínu af alvöru og víðsýni. En kirkjunnar fólk skynjaði ekki sinn vitjunartíma. Biskupskjör stendur fyrir dyrum. Séra Sigríður Guðmarsdóttir er í framboði. Kona, femínisti og framsækinn prestur. Hvað gerir kirkjunnar fólk? Kýs það áframhaldandi varðstöðu með valdinu eða nýja tíma í aldagamalli stofnun?
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun