Rödd þjóðarinnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 29. febrúar 2012 10:00 Árið 1996 vildi ég, þrátt fyrir að finnast forsetaembættið óþarft, að róttæki vinstri maðurinn Ólafur Ragnar Grímsson yrði kjörinn. Aðallega þar sem það var gegn vilja hins pólitíska valdakerfis. Já, æskan er oft bláeyg. Og nú er sá sami maður á þeim stað sem ég hjálpaði honum að komast á fyrir 16 árum. Nú situr hann og veltir því fyrir sér hvort hann eigi að gefa kost á sér í fjögur ár í viðbót. Sitja samtals í 20 ár. Hann segist þurfa að hlusta á þjóð sína við ákvarðanatökuna. Það er vasklega mælt og þörf áminning hverjum embættismanni. Fáir kunna þá list öðrum betur en einmitt Ólafur Ragnar. Til að hjálpa honum við ákvörðunina eru hér nokkrar setningar úr erindi hans á fundi Sagnfræðingafélagsins. Efnið var útrásin og hvað einkenndi okkur Íslendinga. Grípum niður í nokkur af þeim tíu atriðum sem Ólafur telur gera það. „Í þriðja lagi að eiga auðvelt með að taka áhættuna, að þora þegar aðrir hika, kannski vegna þess að lífi sjómannsins fylgir jafnan hætta og útrásin er eins konar róður á ný mið. Við vitum líka að ætíð er hægt að hverfa aftur heim til Íslands ef illa fer í leiðangrinum og eiga hér hið besta líf því öryggisnetið sem velferðarsamfélagið veitir okkur tryggir öllum sama rétt til menntunar og umönnunar óháð efnahag. Athafnamenn í sumum öðrum löndum verða hins vegar oft að leggja velferð fjölskyldunnar á vogarskálar áhættunnar." „Í fjórða lagi að flækjur skrifræðisbákna hafa aldrei þvælst fyrir okkur Íslendingum; við erum vön að eiga beint við einstaklinga. Kannski hefur smæðin blessunarlega komið í veg fyrir að virkisveggir skrifræðis risu hér; við höfum einfaldlega ekki haft mannskap til að hlaða þá." „Í áttunda lagi arfleifðin sem ég nefndi í upphafsorðum, landnámið og tími víkinganna, sem færði okkur fyrirmyndir, hið djúpstæða viðhorf að sá sem heldur á ókunnar slóðir verðskuldi heiður, að leggja á hafið og nema lönd færi virðingu og sóma. Athafnamenn okkar tíma eru ærið oft metnir á slíkan kvarða og litið á þá sem arftaka hefðar sem á sér rætur í upphafi Íslandsbyggðar." Maður sem skilur þjóðina jafn vel og hér sést þarf trauðla að hlusta á hana. Hann er rödd hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Árið 1996 vildi ég, þrátt fyrir að finnast forsetaembættið óþarft, að róttæki vinstri maðurinn Ólafur Ragnar Grímsson yrði kjörinn. Aðallega þar sem það var gegn vilja hins pólitíska valdakerfis. Já, æskan er oft bláeyg. Og nú er sá sami maður á þeim stað sem ég hjálpaði honum að komast á fyrir 16 árum. Nú situr hann og veltir því fyrir sér hvort hann eigi að gefa kost á sér í fjögur ár í viðbót. Sitja samtals í 20 ár. Hann segist þurfa að hlusta á þjóð sína við ákvarðanatökuna. Það er vasklega mælt og þörf áminning hverjum embættismanni. Fáir kunna þá list öðrum betur en einmitt Ólafur Ragnar. Til að hjálpa honum við ákvörðunina eru hér nokkrar setningar úr erindi hans á fundi Sagnfræðingafélagsins. Efnið var útrásin og hvað einkenndi okkur Íslendinga. Grípum niður í nokkur af þeim tíu atriðum sem Ólafur telur gera það. „Í þriðja lagi að eiga auðvelt með að taka áhættuna, að þora þegar aðrir hika, kannski vegna þess að lífi sjómannsins fylgir jafnan hætta og útrásin er eins konar róður á ný mið. Við vitum líka að ætíð er hægt að hverfa aftur heim til Íslands ef illa fer í leiðangrinum og eiga hér hið besta líf því öryggisnetið sem velferðarsamfélagið veitir okkur tryggir öllum sama rétt til menntunar og umönnunar óháð efnahag. Athafnamenn í sumum öðrum löndum verða hins vegar oft að leggja velferð fjölskyldunnar á vogarskálar áhættunnar." „Í fjórða lagi að flækjur skrifræðisbákna hafa aldrei þvælst fyrir okkur Íslendingum; við erum vön að eiga beint við einstaklinga. Kannski hefur smæðin blessunarlega komið í veg fyrir að virkisveggir skrifræðis risu hér; við höfum einfaldlega ekki haft mannskap til að hlaða þá." „Í áttunda lagi arfleifðin sem ég nefndi í upphafsorðum, landnámið og tími víkinganna, sem færði okkur fyrirmyndir, hið djúpstæða viðhorf að sá sem heldur á ókunnar slóðir verðskuldi heiður, að leggja á hafið og nema lönd færi virðingu og sóma. Athafnamenn okkar tíma eru ærið oft metnir á slíkan kvarða og litið á þá sem arftaka hefðar sem á sér rætur í upphafi Íslandsbyggðar." Maður sem skilur þjóðina jafn vel og hér sést þarf trauðla að hlusta á hana. Hann er rödd hennar.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun