Skulda- eða evrukreppa? Magnús Orri Schram skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Einkenni núverandi heimskreppu er erfið skuldastaða einstakra ríkja. Ekki er hægt að tengja kreppuna evrunni, heldur frekar að ákveðin ríki í Evrópu standa frammi fyrir erfiðleikum meðal annars vegna óráðsíu í rekstri og skuldasöfnunar, aðgerða til bjargar bankakerfi, og verðhækkana á eignum knúðum áfram af útlánaglöðum bönkum. Þá var þess ekki gætt að halda í samkeppnishæfni í alþjóðavæddum viðskiptaheimi. Þetta þekkja Grikkir, Spánverjar og Ítalir. Kreppan hefur á hinn bóginn sýnt fram á marga kosti myntsamstarfsins. Í fyrsta lagi hefur sameiginleg mynt komið í veg fyrir að einstök ríki bregðist við samdrætti með því að setja upp hindranir eða höft í viðskiptum sín á milli. Í öðru lagi kemur evran í veg fyrir að hægt sé að gengisfella myntir einstakra landa til að styrkja framleiðslu innanlands. Þesslags úrræði hafa í för með sér gríðarlega kjaraskerðingu neytenda, verðbólgu og skuldasöfnun og gengur því þvert gegn hagsmunum almennings til lengri tíma. Í þriðja lagi hefur evran gert sameiginlegar aðgerðir mögulegar, þó að slík samstilling hafi tekið tíma og ekki verið þrautalaus. Þannig hefur evran í raun mildað áhrif alvarlegrar heimskreppu, samhæft aðgerðir og komið í veg fyrir höft, viðskiptahindranir og gengisfellingar. Vissulega hefur kreppan leitt fram galla á evrusamstarfinu. Mikil vinna hefur verið lögð í að taka á þeim vandamálum. Allt eftirlit hefur verið bætt, aukin samvinna er um stjórn fjármála ríkjanna og alþjóðlegt aðhald aukið. Evran er því sterkari eftir kreppu en fyrir kreppu og verður áfram áhugaverður kostur fyrir Íslendinga. Nánara samstarf um stjórn ríkisfjármála er ákjósanlegt fyrir Íslendinga sem hafa góða reynslu af utanaðkomandi aga á ríkisfjármál. Samþykki þjóðin aðild að ESB getur hún strax gengið inn í ERM2 samstarfið og um leið tengt krónu við gengi evru með stuðningi evrópska seðlabankans. Þannig næst jafnvægi í gengið og möguleiki gefst til afnáms hafta. Evran er ákjósanleg fyrir heimili og fyrirtæki á Íslandi sem vilja stöðugleika, minni verðbólgu, lægri vexti og afnám verðtryggingar. Raunverulegar kjarabætur fyrir íslensk heimili felast í upptöku nýrrar myntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Einkenni núverandi heimskreppu er erfið skuldastaða einstakra ríkja. Ekki er hægt að tengja kreppuna evrunni, heldur frekar að ákveðin ríki í Evrópu standa frammi fyrir erfiðleikum meðal annars vegna óráðsíu í rekstri og skuldasöfnunar, aðgerða til bjargar bankakerfi, og verðhækkana á eignum knúðum áfram af útlánaglöðum bönkum. Þá var þess ekki gætt að halda í samkeppnishæfni í alþjóðavæddum viðskiptaheimi. Þetta þekkja Grikkir, Spánverjar og Ítalir. Kreppan hefur á hinn bóginn sýnt fram á marga kosti myntsamstarfsins. Í fyrsta lagi hefur sameiginleg mynt komið í veg fyrir að einstök ríki bregðist við samdrætti með því að setja upp hindranir eða höft í viðskiptum sín á milli. Í öðru lagi kemur evran í veg fyrir að hægt sé að gengisfella myntir einstakra landa til að styrkja framleiðslu innanlands. Þesslags úrræði hafa í för með sér gríðarlega kjaraskerðingu neytenda, verðbólgu og skuldasöfnun og gengur því þvert gegn hagsmunum almennings til lengri tíma. Í þriðja lagi hefur evran gert sameiginlegar aðgerðir mögulegar, þó að slík samstilling hafi tekið tíma og ekki verið þrautalaus. Þannig hefur evran í raun mildað áhrif alvarlegrar heimskreppu, samhæft aðgerðir og komið í veg fyrir höft, viðskiptahindranir og gengisfellingar. Vissulega hefur kreppan leitt fram galla á evrusamstarfinu. Mikil vinna hefur verið lögð í að taka á þeim vandamálum. Allt eftirlit hefur verið bætt, aukin samvinna er um stjórn fjármála ríkjanna og alþjóðlegt aðhald aukið. Evran er því sterkari eftir kreppu en fyrir kreppu og verður áfram áhugaverður kostur fyrir Íslendinga. Nánara samstarf um stjórn ríkisfjármála er ákjósanlegt fyrir Íslendinga sem hafa góða reynslu af utanaðkomandi aga á ríkisfjármál. Samþykki þjóðin aðild að ESB getur hún strax gengið inn í ERM2 samstarfið og um leið tengt krónu við gengi evru með stuðningi evrópska seðlabankans. Þannig næst jafnvægi í gengið og möguleiki gefst til afnáms hafta. Evran er ákjósanleg fyrir heimili og fyrirtæki á Íslandi sem vilja stöðugleika, minni verðbólgu, lægri vexti og afnám verðtryggingar. Raunverulegar kjarabætur fyrir íslensk heimili felast í upptöku nýrrar myntar.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun