Vita ekki hvar þær enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2012 08:00 Katrín og Hólmfríður. Mynd/Vilhelm Tveir leikmenn kvennalandsliðsins í fótbolta eru í óvenjulegri og óvæntri stöðu eftir að hætt var við tímabilið í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir ætluðu báðar að spila með Philadelphia Independence en þurftu að leita sér að nýju liði á versta tíma. „Ég veit ekkert hvar ég enda. Það eru ýmsir möguleikar upp á borðinu og maður kemst nú að hjá einhverju liði en það er bara spurning um hvað sé hentugast fyrir mig," segir Hólmfríður Magnúsdóttir sem kláraði síðasta tímabil með Val hér heima. „Ég ætla að bíða þangað til ég fer til Portúgal og sjá hvort að það opnist ekki einhverjar dyr þar," sagði Katrín Ómarsdóttir sem lék síðast með Orange County Waves í B-deildinni í Bandaríkjunum. „Ég er róleg eins og er en eftir Portúgalsmótið þá fer vonandi eitthvað að gerast. Ég vil verða komin með lið tveimur vikum eftir Algarve," bætir Katrín við. „Staðan hefði verið allt önnur ef að þetta hefði komið upp í desember því þá hefði maður léttilega getað farið til Svíþjóðar eða Þýskalands. Glugginn í Þýskalandi lokaði nefnilega daginn áður. Það er ótrúlega skrýtið að vera liðalaus. Ég er í viðræðum við Val en er opin fyrir öllu. Ég er sem dæmi á leiðinni á æfingu hjá Stjörnunni núna," segir Hólmfríður og bætir við: „Ég er alltaf í daglegum samskiptum við umboðsmanninn minn úti. Ég fékk tilboð frá liðinu sem ég æfði með í Noregi en ég sagði bara nei takk við því. Það var ekki nógu gott," sagði Hólmfríður sem fór ásamt Katrínu í prufu hjá norska liðinu Arna-Björnar. „Það er allt sem kemur til greina, þess vegna Kína. Ég verð bara að vera bjartsýn á þetta ár og það verður bara skemmtilegt og fróðlegt að sjá hvar ég enda," segir Hólmfríður. „Ef að það verður ekkert spennandi í boði þá er alveg möguleiki á því að skella mér til Þórunnar vinkonu minnar sem er í Brasilíu. Það er gott að hafa hana þarna og hún myndi kannski redda því fyrir mig," sagði Katrín í léttum tón en þá væri komin hálfgerð Íslendinganýlenda hjá Vitoria-liðinu enda mun Dóra María Lárusdóttir spila þar þangað til í vor. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Tveir leikmenn kvennalandsliðsins í fótbolta eru í óvenjulegri og óvæntri stöðu eftir að hætt var við tímabilið í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir ætluðu báðar að spila með Philadelphia Independence en þurftu að leita sér að nýju liði á versta tíma. „Ég veit ekkert hvar ég enda. Það eru ýmsir möguleikar upp á borðinu og maður kemst nú að hjá einhverju liði en það er bara spurning um hvað sé hentugast fyrir mig," segir Hólmfríður Magnúsdóttir sem kláraði síðasta tímabil með Val hér heima. „Ég ætla að bíða þangað til ég fer til Portúgal og sjá hvort að það opnist ekki einhverjar dyr þar," sagði Katrín Ómarsdóttir sem lék síðast með Orange County Waves í B-deildinni í Bandaríkjunum. „Ég er róleg eins og er en eftir Portúgalsmótið þá fer vonandi eitthvað að gerast. Ég vil verða komin með lið tveimur vikum eftir Algarve," bætir Katrín við. „Staðan hefði verið allt önnur ef að þetta hefði komið upp í desember því þá hefði maður léttilega getað farið til Svíþjóðar eða Þýskalands. Glugginn í Þýskalandi lokaði nefnilega daginn áður. Það er ótrúlega skrýtið að vera liðalaus. Ég er í viðræðum við Val en er opin fyrir öllu. Ég er sem dæmi á leiðinni á æfingu hjá Stjörnunni núna," segir Hólmfríður og bætir við: „Ég er alltaf í daglegum samskiptum við umboðsmanninn minn úti. Ég fékk tilboð frá liðinu sem ég æfði með í Noregi en ég sagði bara nei takk við því. Það var ekki nógu gott," sagði Hólmfríður sem fór ásamt Katrínu í prufu hjá norska liðinu Arna-Björnar. „Það er allt sem kemur til greina, þess vegna Kína. Ég verð bara að vera bjartsýn á þetta ár og það verður bara skemmtilegt og fróðlegt að sjá hvar ég enda," segir Hólmfríður. „Ef að það verður ekkert spennandi í boði þá er alveg möguleiki á því að skella mér til Þórunnar vinkonu minnar sem er í Brasilíu. Það er gott að hafa hana þarna og hún myndi kannski redda því fyrir mig," sagði Katrín í léttum tón en þá væri komin hálfgerð Íslendinganýlenda hjá Vitoria-liðinu enda mun Dóra María Lárusdóttir spila þar þangað til í vor.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira