Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur sent frá sér opinberlega afsökunarbeiðni á ummælum sínum eftir jafntefli Fram á móti Aftureldingu í N1 deild karla í síðustu viku.
"Undirritaður vill hér með opinberlega biðjast afsökunar á þeim orðum sem féllu um dómara leiksins, þá Gísla Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson, eftir leikinn sl. fimmtudag. Ummælin voru ómakleg og sögð í hita leiksins, en þeir Gísli og Hafsteinn eru eitt okkar fremsta dómarapar. Með handboltakveðju, Einar Jónsson, þjálfari Fram."
