Vísindi, veiðar og mannréttindi Jónas Bjarnason og Lýður Árnason skrifar 10. febrúar 2012 14:00 Hvernig kerfi eiga Íslendingar að nota við fiskveiðar? Á undanförnum árum hafa verið gerðar miklar rannsóknir á kerfum og því þurfa menn ekki að þreifa fyrir sér í myrkri. Nýjar rannsóknir á vegum Lenfest Ocean Program, 10 vísindamanna, (Melnychuk et al 2011.) sem rannsökuðu 345 fiskstofna á 11 svæðum vítt um heim, liggja fyrir. Auk þess hafa ýmsir aðrir vísindamenn skoðað grunnhugmyndir í fiskveiðistjórnun og má geta Elinor Ostroms, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði 2009. Skipta má þróaðri veiðistjórnun upp í annars vegar kvótakerfi (aflamark), með eða án framsalsréttar, og hins vegar dagakerfi (sóknarmark). Í kvótakerfum er miðað við heildarafla en í dagakerfum heildartíma sjósóknar. Rannsóknir Lenfest-manna leiddu í ljós, að kvótakerfi stuðluðu ekki að stækkun stofnstærða eða lífmassa. Það er líka reynslan hér. Stofn þorsks og annarra botnfiska hefur minnkað um helming frá 1990 og næstum tvo þriðju frá 1983. Rannsóknir Elinor Ostrom leiddu enn fremur í ljós, að þrátt fyrir útbreiddar skoðanir um yfirburði miðstýrðar stjórnunar og þéttingu veiðiheimilda í höndum sífellt færri og stærri útgerða, hefur komið í ljós að útgerðarmynstur undir stjórn sveitarfélaga í dreifbýli hefur gert það betur en einkavædd kerfi. Skýringar eru margar en sú nærtækust að smærri einingar öðlist meiri þekkingu á miðum og eiginleikum fiskistofna vegna nálægðar. Eitt meginmarkmið kvótakerfisins var að auka heildarafla þorsks við Íslandsstrendur. Það hefur alls ekki tekist og því annað hvort brotalöm í fiskveiðistjórn eða vísindum. Nema hvort tveggja sé. Vísindamenn gera tillögur um heildarafla en það magn svo einatt aukið til að friða hagsmunaaðila. Atgangur í einstakar tegundir hefur líka verið mikill, ekki sízt loðnu sem er fæða annarra fiska og verðmeiri. Hún er veidd í umtalsverðu magni og við sjáum áhrifin koma fram á fuglastofnum, en botnskrap getur auk þess skaðað sandsíli. Eflaust eru áhrifin ekki minni í dýpri sjó. Því telja margir að fiskveiðiráðgjöf nútímans sé einungis sýndarleikur til þess fallinn að hygla stórútgerðinni en ekki eiginlegri fiskvernd. Ástand fiskstofna í ESB og BNA er afleitt og útbreidd er skoðun um að ráðgjöfin hafi brugðist. Mikill munur er á fiskveiðistjórnunarkerfum með framsalsrétti (ITQ) og án (IFQ). Framsalskerfi tíðkast á Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Kanada, að litlu leyti í Evrópu, N-Ameríku og Alaska. Á heimsvísu ná slík kerfi til fjórðungs heimsaflans. Fullyrðingar um að flestar þjóðir heims séu að taka upp kvótakerfi með framsali aflaheimilda stenst ekki. Stjórnvöld í Washington fengu NOAA 2010 undir stjórn Jane Lubchenco til þess að reyna að innleiða óskilgreind kvótakerfi í N-Ameríku (catch share). Stór hluti fiskveiðisamtaka landsins snerust gegn áformunum og nú ríkir óeining um fiskveiðistjórn þar ytra. Ríki Nýja-Englands og tvær stærstu fiskihafnir landsins hafa stefnt NOAA vegna áformanna. Svo gæti farið að þau verði dæmd ólögleg og stjórnarskrárbrot. Ekki hefur þetta komið fram í fagnaðarboði LÍÚ en einmitt þetta atriði var grunnurinn í ályktun mannréttindanefndar SÞ gegn íslenzka kvótakerfinu. Það er því harla ólíklegt að kvótakerfi sem byggist á mismunun í úthlutun veiðiréttinda verði leyfð í N-Ameríku. Íslenskir blaðamenn vekja endurtekið athygli á því að ESB-fiskveiðinefndin hafi þau áform að koma á kvótakerfi í íslenskum stíl. Fyrrum æðstráðandi fiskveiðistefnu ESB, Joe Borg, lagði til að teknir yrðu upp sóknardagar í stað kvótakerfa. En Maria Damanaki, núverandi framkvæmdastjóri, virðist áhugasöm um kvótakerfi og framsalsrétt. Sú afstaða íslenzkra stjórnvalda að virða að vettugi ályktun mannréttindanefndar SÞ hefur kannski ruglað Damanaki í ríminu, en gera má ráð fyrir að sömu vandamál komi upp í ESB og í N-Ameríku um lögmæti gagnvart stjórnarskrá. Segja má að Ísland hafi í sarpinum töluverða reynslu af kvótakerfi. Það gaf bankastofnunum færi á veðsetningu aflaheimilda með tilheyrandi uppskrúfun á verði þeirra og skuldsetningu, sem gekk svo langt að hér varð efnahagslegt hrun. Út úr því hruni gufuðu upp gríðarlegir fjármunir en þó ekki fiskimiðin. Þau halda verðmæti sínu og það er glapræði að bregðast ekki við sögunni. Sömuleiðis má segja að fiskveiðiráðgjöf þurfi að endurskoða, sérlega í því augnamiði að gera hana óháðari ríkisvaldi og hagsmunaaðilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hvernig kerfi eiga Íslendingar að nota við fiskveiðar? Á undanförnum árum hafa verið gerðar miklar rannsóknir á kerfum og því þurfa menn ekki að þreifa fyrir sér í myrkri. Nýjar rannsóknir á vegum Lenfest Ocean Program, 10 vísindamanna, (Melnychuk et al 2011.) sem rannsökuðu 345 fiskstofna á 11 svæðum vítt um heim, liggja fyrir. Auk þess hafa ýmsir aðrir vísindamenn skoðað grunnhugmyndir í fiskveiðistjórnun og má geta Elinor Ostroms, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði 2009. Skipta má þróaðri veiðistjórnun upp í annars vegar kvótakerfi (aflamark), með eða án framsalsréttar, og hins vegar dagakerfi (sóknarmark). Í kvótakerfum er miðað við heildarafla en í dagakerfum heildartíma sjósóknar. Rannsóknir Lenfest-manna leiddu í ljós, að kvótakerfi stuðluðu ekki að stækkun stofnstærða eða lífmassa. Það er líka reynslan hér. Stofn þorsks og annarra botnfiska hefur minnkað um helming frá 1990 og næstum tvo þriðju frá 1983. Rannsóknir Elinor Ostrom leiddu enn fremur í ljós, að þrátt fyrir útbreiddar skoðanir um yfirburði miðstýrðar stjórnunar og þéttingu veiðiheimilda í höndum sífellt færri og stærri útgerða, hefur komið í ljós að útgerðarmynstur undir stjórn sveitarfélaga í dreifbýli hefur gert það betur en einkavædd kerfi. Skýringar eru margar en sú nærtækust að smærri einingar öðlist meiri þekkingu á miðum og eiginleikum fiskistofna vegna nálægðar. Eitt meginmarkmið kvótakerfisins var að auka heildarafla þorsks við Íslandsstrendur. Það hefur alls ekki tekist og því annað hvort brotalöm í fiskveiðistjórn eða vísindum. Nema hvort tveggja sé. Vísindamenn gera tillögur um heildarafla en það magn svo einatt aukið til að friða hagsmunaaðila. Atgangur í einstakar tegundir hefur líka verið mikill, ekki sízt loðnu sem er fæða annarra fiska og verðmeiri. Hún er veidd í umtalsverðu magni og við sjáum áhrifin koma fram á fuglastofnum, en botnskrap getur auk þess skaðað sandsíli. Eflaust eru áhrifin ekki minni í dýpri sjó. Því telja margir að fiskveiðiráðgjöf nútímans sé einungis sýndarleikur til þess fallinn að hygla stórútgerðinni en ekki eiginlegri fiskvernd. Ástand fiskstofna í ESB og BNA er afleitt og útbreidd er skoðun um að ráðgjöfin hafi brugðist. Mikill munur er á fiskveiðistjórnunarkerfum með framsalsrétti (ITQ) og án (IFQ). Framsalskerfi tíðkast á Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Kanada, að litlu leyti í Evrópu, N-Ameríku og Alaska. Á heimsvísu ná slík kerfi til fjórðungs heimsaflans. Fullyrðingar um að flestar þjóðir heims séu að taka upp kvótakerfi með framsali aflaheimilda stenst ekki. Stjórnvöld í Washington fengu NOAA 2010 undir stjórn Jane Lubchenco til þess að reyna að innleiða óskilgreind kvótakerfi í N-Ameríku (catch share). Stór hluti fiskveiðisamtaka landsins snerust gegn áformunum og nú ríkir óeining um fiskveiðistjórn þar ytra. Ríki Nýja-Englands og tvær stærstu fiskihafnir landsins hafa stefnt NOAA vegna áformanna. Svo gæti farið að þau verði dæmd ólögleg og stjórnarskrárbrot. Ekki hefur þetta komið fram í fagnaðarboði LÍÚ en einmitt þetta atriði var grunnurinn í ályktun mannréttindanefndar SÞ gegn íslenzka kvótakerfinu. Það er því harla ólíklegt að kvótakerfi sem byggist á mismunun í úthlutun veiðiréttinda verði leyfð í N-Ameríku. Íslenskir blaðamenn vekja endurtekið athygli á því að ESB-fiskveiðinefndin hafi þau áform að koma á kvótakerfi í íslenskum stíl. Fyrrum æðstráðandi fiskveiðistefnu ESB, Joe Borg, lagði til að teknir yrðu upp sóknardagar í stað kvótakerfa. En Maria Damanaki, núverandi framkvæmdastjóri, virðist áhugasöm um kvótakerfi og framsalsrétt. Sú afstaða íslenzkra stjórnvalda að virða að vettugi ályktun mannréttindanefndar SÞ hefur kannski ruglað Damanaki í ríminu, en gera má ráð fyrir að sömu vandamál komi upp í ESB og í N-Ameríku um lögmæti gagnvart stjórnarskrá. Segja má að Ísland hafi í sarpinum töluverða reynslu af kvótakerfi. Það gaf bankastofnunum færi á veðsetningu aflaheimilda með tilheyrandi uppskrúfun á verði þeirra og skuldsetningu, sem gekk svo langt að hér varð efnahagslegt hrun. Út úr því hruni gufuðu upp gríðarlegir fjármunir en þó ekki fiskimiðin. Þau halda verðmæti sínu og það er glapræði að bregðast ekki við sögunni. Sömuleiðis má segja að fiskveiðiráðgjöf þurfi að endurskoða, sérlega í því augnamiði að gera hana óháðari ríkisvaldi og hagsmunaaðilum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun