Geri ekki upp á milli íþróttanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2012 07:00 Marín Laufey hefur æft körfubolta í 6 ár og glímu í fjögur ár. Marín Laufey Davíðsdóttir úr Héraðssambandinu Skarphéðni sigraði í opnum flokki á Bikarmóti Íslands í glímu á laugardaginn. Hún hafði ekki langan tíma til að fagna sigrinum því síðar um daginn var hún í eldlínunni með Hamri sem sigraði Fjölni í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. Dagurinn byrjaði reyndar ekkert sérstaklega fyrir Marín sem varð að sætta sig við 4. sætið í sínum þyngdarflokki, 65+ kg flokki. Hún sagðist ekki hafa mætt nógu ákveðin til leiks en það átti eftir að breytast þegar kom að opna flokknum síðar um daginn. Þar lagði hún alla andstæðinga sína að velli og sigraði Guðbjörtu Lóu Þorgrímsdóttur úr Glímufélagi Dalamanna í úrslitum með klofbragði. „Vegna hæðarinnar á ég auðveldara með hábrögðin og klofbragðið hefur verið að nýtast mér mjög vel," sagði Marín sem er hávaxnari en stöllur hennar í glímunni. Í klofbragðinu er önnur löppin á milli fóta andstæðingsins, honum lyft upp og komið úr jafnvægi áður en hann lendir á gólfinu. Að úrslitaglímunni lokinni var brunað í Grafarvoginn þangað sem Hamarskonur sóttu Fjölni heim. „Það kom mér á óvart hvað ég var lítið þreytt eftir glímuna. En um kvöldið var ég svo örmagna," sagði Marín sem skoraði 12 stig og tók 11 fráköst í 81-76 útisigri Hvergerðinga. Marín, sem verður 17 ára í maí, segir íþróttirnar eiga ýmislegt sameiginlegt. Þannig nýtist sprengikrafturinn og snerpan í báðum íþróttum. „Í glímunni skiptir maður allt í einu úr stíganda yfir í bragð þar sem þarf mikinn kraft. Hið sama er uppi á teningnum í körfunni þegar maður þarf að spretta upp völlinn eftir að hafa staðið vaktina í vörninni," segir Marín. Sunnlendingurinn hefur í nógu að snúast. Auk þess að sinna glímunni og körfuboltanum er hún í hestamennsku á sumrin. Hún segist reyna að sinna öllu sem hún geri vel en körfuboltinn fái þó heilt á litið mesta athygli. „Eftir því sem maður verður eldri eykst pressan að velja þá íþrótt sem maður vill einblína á. Ég er samt ekki komin á þann stað ennþá," segir Marín sem á greinilega framtíðina fyrir sér á fleiri sviðum en einu. Pétur Eyþórsson úr Glímufélaginu Ármanni vann sigur í opnum flokki karla eftir úrslitaglímur við frænda sinn og Mývetninginn Bjarna Þór Gunnarsson. Innlendar Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Marín Laufey Davíðsdóttir úr Héraðssambandinu Skarphéðni sigraði í opnum flokki á Bikarmóti Íslands í glímu á laugardaginn. Hún hafði ekki langan tíma til að fagna sigrinum því síðar um daginn var hún í eldlínunni með Hamri sem sigraði Fjölni í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. Dagurinn byrjaði reyndar ekkert sérstaklega fyrir Marín sem varð að sætta sig við 4. sætið í sínum þyngdarflokki, 65+ kg flokki. Hún sagðist ekki hafa mætt nógu ákveðin til leiks en það átti eftir að breytast þegar kom að opna flokknum síðar um daginn. Þar lagði hún alla andstæðinga sína að velli og sigraði Guðbjörtu Lóu Þorgrímsdóttur úr Glímufélagi Dalamanna í úrslitum með klofbragði. „Vegna hæðarinnar á ég auðveldara með hábrögðin og klofbragðið hefur verið að nýtast mér mjög vel," sagði Marín sem er hávaxnari en stöllur hennar í glímunni. Í klofbragðinu er önnur löppin á milli fóta andstæðingsins, honum lyft upp og komið úr jafnvægi áður en hann lendir á gólfinu. Að úrslitaglímunni lokinni var brunað í Grafarvoginn þangað sem Hamarskonur sóttu Fjölni heim. „Það kom mér á óvart hvað ég var lítið þreytt eftir glímuna. En um kvöldið var ég svo örmagna," sagði Marín sem skoraði 12 stig og tók 11 fráköst í 81-76 útisigri Hvergerðinga. Marín, sem verður 17 ára í maí, segir íþróttirnar eiga ýmislegt sameiginlegt. Þannig nýtist sprengikrafturinn og snerpan í báðum íþróttum. „Í glímunni skiptir maður allt í einu úr stíganda yfir í bragð þar sem þarf mikinn kraft. Hið sama er uppi á teningnum í körfunni þegar maður þarf að spretta upp völlinn eftir að hafa staðið vaktina í vörninni," segir Marín. Sunnlendingurinn hefur í nógu að snúast. Auk þess að sinna glímunni og körfuboltanum er hún í hestamennsku á sumrin. Hún segist reyna að sinna öllu sem hún geri vel en körfuboltinn fái þó heilt á litið mesta athygli. „Eftir því sem maður verður eldri eykst pressan að velja þá íþrótt sem maður vill einblína á. Ég er samt ekki komin á þann stað ennþá," segir Marín sem á greinilega framtíðina fyrir sér á fleiri sviðum en einu. Pétur Eyþórsson úr Glímufélaginu Ármanni vann sigur í opnum flokki karla eftir úrslitaglímur við frænda sinn og Mývetninginn Bjarna Þór Gunnarsson.
Innlendar Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira