Undirskrift þín til forsetans skiptir máli Guðni Ágústsson skrifar 30. janúar 2012 06:00 Nú getur fólk nálgast áskorunarlista á forsetann á þremur vefmiðlum. Það er með því að fara inn á visir.is, mbl.is og askoruntilforseta.is. Fólk skrifar fullt nafn í reitinn og kennitölu sína, enginn getur skráð sig nema einu sinni á einum stað. Áður en áskorendalistanum verður skilað til forsetans verða nöfn og kennitölur bornar saman við þjóðskrá. Þeir sem ekki eru til samkvæmt kennitölunni verða felldir út af listanum. Allur þessi spuni um að Mikki mús og Denni dæmalausi og hún Mjallhvít litla hafi skrifað sig á listann er sjálfsagt rétt, þetta góða fólk vill taka þátt í öllu sem skynsamlegt er en þau standast ekki prófið við þjóðskrána af því að þau eiga enga lögformlega kennitölu. Og verða því sett út af stuðningslistanum, eins og aðrir þeir sem ekki eru til. Mikill kraftur í undirskriftunum.Aldrei hefur undirskriftasöfnun eða áskorun farið jafnvel af stað eins og nú, hvað varðar þessa áskorun á forsetann okkar. Ástæður þessa eru margar en fyrst og fremst þær að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur reynst mikilvægur málsvari þjóðar sinnar, veitt öryggi og traust á tímum sundrungar og reiði hér innanlands. Málflutningur hans hefur reynst mikilvægur bæði innanlands og ekki síður erlendis og þá sérstaklega í Evrópu. Við höfum átt í illvígum deilum við Breta og Hollendinga og nú Evrópusambandið út af icesave-skuldum sem okkur sem þjóð bar aldrei að borga. Ég bið alla þá sem eru okkur stuðningsmönnum forsetans sammála að skrá sig og þannig hvetja hann til þess að verða við kalli fólksins um að halda utan um öryggisventilinn næstu fjögur árin. Ólafur Ragnar þorirÓlafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti sem hefur þorað að taka ákvarðanir og tala máli Íslendinga á erlendri grundu í erfiðustu málum samtímans. Við skulum viðurkenna að þar fyllti hann upp í tómarúm þar sem stjórnmálamennirnir og forystumenn landsins hikuðu eða brugðust. Enginn gleymir hvernig hann tókst á við Bretana út af hryðjuverkalögunum sem þeir settu á Ísland, mesta niðurlæging sem Íslendingar hafa orðið fyrir í sögu sinni. Hann virkjaði síðan 26. gr. stjórnarskrárinnar á neyðarstundu í icesave-málinu. Og þjóðin fékk tækifæri til að hafna að borga skuldir óreiðumanna og einkabanka í tvígang. Lýðræðislegt afrek sem margar aðrar þjóðir virða og þakka íslensku þjóðinni fyrir í dag. Yfirgangur og frekja fjármálamannanna eða þeirra gráðugu stendur enn yfir, þeir vilja græða þegar vel gengur en alþýðan skal taka við ósómanum þegar allt hrynur af þeirra völdum. Við og heimurinn allur verðum á ný að styrkja stöðu hinna hógværu og heiðarlegu athafnamanna sem vinna fyrir fólkið sitt, byggðina sína og landið sitt. Lýðræðisleg átök eru framundan.Ólafur Ragnar Grímsson er lýðræðissinni, góður málsvari þjóðar sinnar inn á við og ekki síður út á við. Á tímum óvissu og pólitískrar upplausnar bæði hér og um veröld alla, er mikilvægt að maður sem hefur sýnt bæði kjark og þor gegni forsetaembættinu áfram. Fram undan eru átök um stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur um stöðu Alþingis og hlutverk forsetaembættisins. Átök um aðild að Evrópusambandinu, glímunni við yfirþjóðlegt vald. Því skora ég á alla Íslendinga að skrifa undir áskorun á forsetann að gefa kost á sér til starfa á Bessastöðum næsta kjörtímabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Nú getur fólk nálgast áskorunarlista á forsetann á þremur vefmiðlum. Það er með því að fara inn á visir.is, mbl.is og askoruntilforseta.is. Fólk skrifar fullt nafn í reitinn og kennitölu sína, enginn getur skráð sig nema einu sinni á einum stað. Áður en áskorendalistanum verður skilað til forsetans verða nöfn og kennitölur bornar saman við þjóðskrá. Þeir sem ekki eru til samkvæmt kennitölunni verða felldir út af listanum. Allur þessi spuni um að Mikki mús og Denni dæmalausi og hún Mjallhvít litla hafi skrifað sig á listann er sjálfsagt rétt, þetta góða fólk vill taka þátt í öllu sem skynsamlegt er en þau standast ekki prófið við þjóðskrána af því að þau eiga enga lögformlega kennitölu. Og verða því sett út af stuðningslistanum, eins og aðrir þeir sem ekki eru til. Mikill kraftur í undirskriftunum.Aldrei hefur undirskriftasöfnun eða áskorun farið jafnvel af stað eins og nú, hvað varðar þessa áskorun á forsetann okkar. Ástæður þessa eru margar en fyrst og fremst þær að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur reynst mikilvægur málsvari þjóðar sinnar, veitt öryggi og traust á tímum sundrungar og reiði hér innanlands. Málflutningur hans hefur reynst mikilvægur bæði innanlands og ekki síður erlendis og þá sérstaklega í Evrópu. Við höfum átt í illvígum deilum við Breta og Hollendinga og nú Evrópusambandið út af icesave-skuldum sem okkur sem þjóð bar aldrei að borga. Ég bið alla þá sem eru okkur stuðningsmönnum forsetans sammála að skrá sig og þannig hvetja hann til þess að verða við kalli fólksins um að halda utan um öryggisventilinn næstu fjögur árin. Ólafur Ragnar þorirÓlafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti sem hefur þorað að taka ákvarðanir og tala máli Íslendinga á erlendri grundu í erfiðustu málum samtímans. Við skulum viðurkenna að þar fyllti hann upp í tómarúm þar sem stjórnmálamennirnir og forystumenn landsins hikuðu eða brugðust. Enginn gleymir hvernig hann tókst á við Bretana út af hryðjuverkalögunum sem þeir settu á Ísland, mesta niðurlæging sem Íslendingar hafa orðið fyrir í sögu sinni. Hann virkjaði síðan 26. gr. stjórnarskrárinnar á neyðarstundu í icesave-málinu. Og þjóðin fékk tækifæri til að hafna að borga skuldir óreiðumanna og einkabanka í tvígang. Lýðræðislegt afrek sem margar aðrar þjóðir virða og þakka íslensku þjóðinni fyrir í dag. Yfirgangur og frekja fjármálamannanna eða þeirra gráðugu stendur enn yfir, þeir vilja græða þegar vel gengur en alþýðan skal taka við ósómanum þegar allt hrynur af þeirra völdum. Við og heimurinn allur verðum á ný að styrkja stöðu hinna hógværu og heiðarlegu athafnamanna sem vinna fyrir fólkið sitt, byggðina sína og landið sitt. Lýðræðisleg átök eru framundan.Ólafur Ragnar Grímsson er lýðræðissinni, góður málsvari þjóðar sinnar inn á við og ekki síður út á við. Á tímum óvissu og pólitískrar upplausnar bæði hér og um veröld alla, er mikilvægt að maður sem hefur sýnt bæði kjark og þor gegni forsetaembættinu áfram. Fram undan eru átök um stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur um stöðu Alþingis og hlutverk forsetaembættisins. Átök um aðild að Evrópusambandinu, glímunni við yfirþjóðlegt vald. Því skora ég á alla Íslendinga að skrifa undir áskorun á forsetann að gefa kost á sér til starfa á Bessastöðum næsta kjörtímabil.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun