Rannsaka hvort kjör birgja standist lög 28. janúar 2012 08:30 Forstjórinn Páll Gunnar Pálsson kynnti skýrslu Samkeppniseftirlitsins um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði á fimmtudag. Fréttablaðið/GVA Samkeppniseftirlitið (SE) mun rannsaka hvort tiltekin viðskiptakjör sem birgjar bjóða dagvöruverslunum brjóti í bága við samkeppnislög. Búast má við því að eftirlitið hefji sérstök stjórnsýslumál til að meta hvort kjörin séu lögmæt. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. Viðurlög við slíkum brotum, reynist þau hafa verið framin, eru sektir. Auk þess getur eftirlitið mælt fyrir um breytingar á starfsemi hinna brotlegu til að tryggja að brotin endurtaki sig ekki. Í skýrslu sem SE kynnti í vikunni kom fram að minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvöruverslanakeðjan á Íslandi. Hinar stóru samstæðurnar á markaðinum, Kaupás og Samkaup, fengju einnig umtalsvert betri kjör hjá birgjum. SE tiltekur í skýrslunni að mismunandi viðskiptakjör birgja geti verið réttlætanleg. Það geti til dæmis verið mikið kostnaðarlegt hagræði í því fólgið að dreifa vörum í birgðahús fremur en beint til hverrar verslunar fyrir sig. Auk þess sé skiljanlegt að taka tillit til magnhagræðis við innkaup. SE telur þó að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir hinu mismunandi verði í öllum tilvikum. Páll Gunnar segir að um verði að ræða rannsókn sem muni beinast að tilteknum aðilum. Í þeim verði skoðað hvort viðskiptakjör séu í samræmi við samkeppnislög. „Við munum senda upplýsingabeiðni til fjölmargra aðila á markaðinum þar sem fyrirtækin verða beðin um að koma með sín sjónarmið og veita upplýsingar í tengslum við það sem fram kemur í skýrslunni. Það er mjög líklegt að við munum síðan hefja sérstök stjórnsýslumál, enda erum við að leiða að því líkum í skýrslunni að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir kjörunum í öllum tilvikum. Það er alveg ljóst að við munum fylgja þessum málum eftir, en það á eftir að ákveða hvernig það verður nákvæmlega gert og hvaða aðilar verði þar undir." Að sögn Páls Gunnars verður líklega tekin ákvörðun um í hvaða mál verði ráðist síðar á þessu ári. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Samkeppniseftirlitið (SE) mun rannsaka hvort tiltekin viðskiptakjör sem birgjar bjóða dagvöruverslunum brjóti í bága við samkeppnislög. Búast má við því að eftirlitið hefji sérstök stjórnsýslumál til að meta hvort kjörin séu lögmæt. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. Viðurlög við slíkum brotum, reynist þau hafa verið framin, eru sektir. Auk þess getur eftirlitið mælt fyrir um breytingar á starfsemi hinna brotlegu til að tryggja að brotin endurtaki sig ekki. Í skýrslu sem SE kynnti í vikunni kom fram að minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvöruverslanakeðjan á Íslandi. Hinar stóru samstæðurnar á markaðinum, Kaupás og Samkaup, fengju einnig umtalsvert betri kjör hjá birgjum. SE tiltekur í skýrslunni að mismunandi viðskiptakjör birgja geti verið réttlætanleg. Það geti til dæmis verið mikið kostnaðarlegt hagræði í því fólgið að dreifa vörum í birgðahús fremur en beint til hverrar verslunar fyrir sig. Auk þess sé skiljanlegt að taka tillit til magnhagræðis við innkaup. SE telur þó að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir hinu mismunandi verði í öllum tilvikum. Páll Gunnar segir að um verði að ræða rannsókn sem muni beinast að tilteknum aðilum. Í þeim verði skoðað hvort viðskiptakjör séu í samræmi við samkeppnislög. „Við munum senda upplýsingabeiðni til fjölmargra aðila á markaðinum þar sem fyrirtækin verða beðin um að koma með sín sjónarmið og veita upplýsingar í tengslum við það sem fram kemur í skýrslunni. Það er mjög líklegt að við munum síðan hefja sérstök stjórnsýslumál, enda erum við að leiða að því líkum í skýrslunni að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir kjörunum í öllum tilvikum. Það er alveg ljóst að við munum fylgja þessum málum eftir, en það á eftir að ákveða hvernig það verður nákvæmlega gert og hvaða aðilar verði þar undir." Að sögn Páls Gunnars verður líklega tekin ákvörðun um í hvaða mál verði ráðist síðar á þessu ári. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira