Jóni Gnarr borgarstjóra hefur verið falið af borgarráði að ræða við forsvarsmenn Borgarbyggðar vegna óska þeirra um að selja af hlut sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum.
„Þær viðræður taki mið af hagsmunum Reykjavíkurborgar sem aðaleiganda Faxaflóahafna og stöðu mála vegna aðgerðaáætlunar Orkuveitu Reykjavíkur," segir í samþykkt borgarráðs.
Komið hefur fram að Borgarbyggð vilji losa hluta af 4,8 prósenta eign sinni í Faxaflóahöfnum til að eiga fyrir sínum 75 milljóna króna hlut í átta milljarða eigendaláni til Orkuveitu Reykjavíkur. - gar
