Tilraunastrandsiglingar gætu hafist í byrjun næsta árs ef áætlanir innanríkisráðuneytisins ganga eftir.
Siglingarnar verða boðnar út á þessu ári, en þær verða niðurgreiddar af ríkinu til nokkurra ára á meðan reksturinn væri að ná fótfestu.
Markmiðið er, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu, að „tryggja hagkvæma sjóflutninga á vörum innanlands og stuðla að lægri flutningskostnaði, jákvæðri byggðaþróun með auknum tækifærum og samkeppnishæfni fyrirtækja á landsbyggðinni." - þj
Strandsiglingar hefjist næsta ár
