Tugum tilkynnt um hleranir 12. janúar 2012 09:00 Ólafur Hauksson Tugum einstaklinga hefur á síðustu vikum verið tilkynnt um símhleranir sérstaks saksóknara. Langur tími getur liðið frá því hlerað er þar til tilkynning berst. Símhleranirnar á gráu svæði segir hæstaréttarlögmaður. Dæmi eru um að meira en eitt og hálft ár líði frá því að embætti sérstaks saksóknara fær heimild til að hlera síma þar til eiganda símans er tilkynnt um hleranirnar. Tugum manna sem verið hafa til rannsóknar hjá embættinu hefur verið tilkynnt um að símar þeirra hafi verið hleraðir á síðustu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa til dæmis þeir sem eru til rannsóknar vegna falls Kaupþings og Sjóvár fengið slík bréf undanfarið. „Það hefur verið unnið að þessu jafnt og þétt upp á síðkastið, í þeim málum þar sem menn sjá til lands og telja ekki ástæðu til að beita þessu úrræði frekar,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Samkvæmt lögum ber að tilkynna þeim sem hlerað er hjá um hleranirnar svo fljótt sem verða má. Fréttablaðið hefur upplýsingar að rúmlega eitt og hálft ár sé liðið frá því hlerað var hjá einhverjum þeirra sem fengu bréf frá saksóknara nýverið. „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við tilkynntum of snemma um hleranir, þetta byggir á því að viðkomandi viti ekki að síminn sé hleraður,“ segir Ólafur. Hann segir að tilkynnt sé um hleranir um leið og ljóst sé að hlerunum verði ekki beitt frekar við rannsókn hvers máls. Í umfangsmiklum rannsóknum geti því liðið nokkur tími þar til upplýst er um hleranirnar. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir sérstakan saksóknara á gráu svæði þegar komi að símhlerunum. Hann segir enga af sínum umbjóðendum hafa fengið tilkynningu um símhleranir, en hann viti engu að síður af slíkum málum. Sigurður segir dæmi um mann sem heimilt hafi verið að hlera símann hjá í maí 2010, og hann yfirheyrður haustið 2011. Engu að síður hafi hann ekki verið upplýstur um hleranirnar fyrr en síðar. Þá bendir Sigurður á að til að dómstólar veiti heimild til símhlerana þurfi annað hvort að liggja átta ára fangelsisdómur við meintum brotum, eða ríkir almanna- eða einkahagsmunir krefjist þess. Erfitt sé að sjá að það geti átt við í þessum tilvikum. Hámarksrefsing við auðgunarbrotum er sex ára fangelsi.- bj Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Tugum einstaklinga hefur á síðustu vikum verið tilkynnt um símhleranir sérstaks saksóknara. Langur tími getur liðið frá því hlerað er þar til tilkynning berst. Símhleranirnar á gráu svæði segir hæstaréttarlögmaður. Dæmi eru um að meira en eitt og hálft ár líði frá því að embætti sérstaks saksóknara fær heimild til að hlera síma þar til eiganda símans er tilkynnt um hleranirnar. Tugum manna sem verið hafa til rannsóknar hjá embættinu hefur verið tilkynnt um að símar þeirra hafi verið hleraðir á síðustu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa til dæmis þeir sem eru til rannsóknar vegna falls Kaupþings og Sjóvár fengið slík bréf undanfarið. „Það hefur verið unnið að þessu jafnt og þétt upp á síðkastið, í þeim málum þar sem menn sjá til lands og telja ekki ástæðu til að beita þessu úrræði frekar,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Samkvæmt lögum ber að tilkynna þeim sem hlerað er hjá um hleranirnar svo fljótt sem verða má. Fréttablaðið hefur upplýsingar að rúmlega eitt og hálft ár sé liðið frá því hlerað var hjá einhverjum þeirra sem fengu bréf frá saksóknara nýverið. „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við tilkynntum of snemma um hleranir, þetta byggir á því að viðkomandi viti ekki að síminn sé hleraður,“ segir Ólafur. Hann segir að tilkynnt sé um hleranir um leið og ljóst sé að hlerunum verði ekki beitt frekar við rannsókn hvers máls. Í umfangsmiklum rannsóknum geti því liðið nokkur tími þar til upplýst er um hleranirnar. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir sérstakan saksóknara á gráu svæði þegar komi að símhlerunum. Hann segir enga af sínum umbjóðendum hafa fengið tilkynningu um símhleranir, en hann viti engu að síður af slíkum málum. Sigurður segir dæmi um mann sem heimilt hafi verið að hlera símann hjá í maí 2010, og hann yfirheyrður haustið 2011. Engu að síður hafi hann ekki verið upplýstur um hleranirnar fyrr en síðar. Þá bendir Sigurður á að til að dómstólar veiti heimild til símhlerana þurfi annað hvort að liggja átta ára fangelsisdómur við meintum brotum, eða ríkir almanna- eða einkahagsmunir krefjist þess. Erfitt sé að sjá að það geti átt við í þessum tilvikum. Hámarksrefsing við auðgunarbrotum er sex ára fangelsi.- bj
Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira