Skoða stöðu Jens eftir viðbrögð stjórnvalda 10. janúar 2012 06:15 Talið er að um 400 konur hér á landi hafi fengið sílíkonpúða frá P.I.P., sem innihéldu hættulegt iðnaðarsílíkon. Myndin er úr safni. Nordicphotos/afp Nordicphotos/afp Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækninga á Landspítalanum, að minnsta kosti um sinn. Forstjóri spítalans bíður eftir ráðuneyti og landlækni. Tæplega fjörutíu konur hyggjast lögsækja Jens vegna hættulegra sílíkonpúða. Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækningadeildar Landspítalans, að minnsta kosti þar til stjórnvöld hafa farið yfir þátt hans í máli þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir skaða af völdum P.I.P.-sílíkonpúða. Þetta segir forstjóri Landspítalans. Tæplega fjörutíu konur hafa ráðið sér lögmann og hyggja á málsókn á hendur Jens, sem flutti inn P.I.P. sílíkonpúðana og notaði þá við brjóstastækkunaraðgerðir á einkastofu sinni um árabil. Komið hefur í ljós að umræddir púðar innihéldu iðnaðarsílíkon, sem getur verið mjög skaðlegt fólki ef leki kemur að púðunum. Púðarnir, sem eru franskir að uppruna, voru teknir úr sölu í Bandaríkjunum fyrir áratug. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að enn liggi ekki fyrir staðfesting á því að slíkt mál verði höfðað og þangað til muni yfirstjórn spítalans bíða átekta. „Þetta er svo mikið moldviðri núna,“ segir Björn. „Við höfum haft hægt um okkur og sjáum svo hvað gerist í næstu skrefum.“ Björn bendir á að Jens hafi ekki sýnt af sér þá háttsemi sem honum er gefin að sök í starfi sínu á spítalanum, heldur á einkastofu sinni. „Við ætlum að bíða eftir viðbrögðum ráðuneytisins og landlæknis og svo þurfum við að meta hvaða áhrif þetta hefur á hans starf hjá okkur og ræða um þetta við hann,“ segir hann. Landlæknir hefur vegna málsins kallað eftir upplýsingum frá íslenskum lýtalæknum um allar brjóstaaðgerðir sem gerðar hafa verið hérlendis frá árinu 2000. Talið er að um 400 konur hafi fengið sílíkonpúða frá P.I.P. og er ráðgert að heilbrigðisyfirvöld verji tæpum tíu milljónum í að skima eftir þeim og fjarlægja leka púða.stigur@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækninga á Landspítalanum, að minnsta kosti um sinn. Forstjóri spítalans bíður eftir ráðuneyti og landlækni. Tæplega fjörutíu konur hyggjast lögsækja Jens vegna hættulegra sílíkonpúða. Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækningadeildar Landspítalans, að minnsta kosti þar til stjórnvöld hafa farið yfir þátt hans í máli þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir skaða af völdum P.I.P.-sílíkonpúða. Þetta segir forstjóri Landspítalans. Tæplega fjörutíu konur hafa ráðið sér lögmann og hyggja á málsókn á hendur Jens, sem flutti inn P.I.P. sílíkonpúðana og notaði þá við brjóstastækkunaraðgerðir á einkastofu sinni um árabil. Komið hefur í ljós að umræddir púðar innihéldu iðnaðarsílíkon, sem getur verið mjög skaðlegt fólki ef leki kemur að púðunum. Púðarnir, sem eru franskir að uppruna, voru teknir úr sölu í Bandaríkjunum fyrir áratug. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að enn liggi ekki fyrir staðfesting á því að slíkt mál verði höfðað og þangað til muni yfirstjórn spítalans bíða átekta. „Þetta er svo mikið moldviðri núna,“ segir Björn. „Við höfum haft hægt um okkur og sjáum svo hvað gerist í næstu skrefum.“ Björn bendir á að Jens hafi ekki sýnt af sér þá háttsemi sem honum er gefin að sök í starfi sínu á spítalanum, heldur á einkastofu sinni. „Við ætlum að bíða eftir viðbrögðum ráðuneytisins og landlæknis og svo þurfum við að meta hvaða áhrif þetta hefur á hans starf hjá okkur og ræða um þetta við hann,“ segir hann. Landlæknir hefur vegna málsins kallað eftir upplýsingum frá íslenskum lýtalæknum um allar brjóstaaðgerðir sem gerðar hafa verið hérlendis frá árinu 2000. Talið er að um 400 konur hafi fengið sílíkonpúða frá P.I.P. og er ráðgert að heilbrigðisyfirvöld verji tæpum tíu milljónum í að skima eftir þeim og fjarlægja leka púða.stigur@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent