Næsta skref, takk Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. janúar 2012 06:00 Mér er sagt að sífellt fleiri meðallaunamenn, og þá einkum þeir eldri, gangi nú á lífeyrissparnað sinn til þess að standa í lánaskilum. Líklega er meirihlutinn ráðdeildarfólk sem alls ekki er unnt að gera samábyrgt hruninu eins og tíska er um þessar mundir. - Við berum öll sömu ábyrgð - ekki má benda á sökudólga -. Þessi setning heyrist ansi oft. Hún jaðrar við háð þegar þess er gætt að ótaldar þúsundir tóku hvorki lán umfram greiðslugetu né tóku þátt í lífsgæðakapphlaupi. Þessar tugþúsundir (?) lifðu svipuðu lífi fyrsta áratug aldarinnar og áður tíðkaðist hjá þeim. Þær gengu til sinna verka með sama jafnaðargeði og áður. Auðvitað má teygja ábyrgð allra í samfélaginu til þeirrar grunnmenningar og siðferðis sem þar er að finna á hverjum tíma en slíkri félagsábyrgð má ekki rugla saman við ábyrgð á þeirri firru að byggja upp efnahagspíramída sem stendur á haus. Mér er líka sagt að efnahagskerfið, jafngallað og það er, sé á leið upp úr dýpsta kreppudal íslenskrar sögu. Gott og vel, ef báðar þessar frásagnir eru sannar (og mér sýnist svo vera), er komið að því að stjórnvöld, bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður taki til við að ræða (með lausn í huga) hvernig koma megi í veg fyrir hundruð nýrra heimilisgjaldþrota árið 2012 og hvernig styrkja megi furðufyrirbærið hagvöxt með því að létta skuldabyrði íbúðareigenda í skilum svo lágmarkssanngirni sé gætt og kaupmáttur aukist. Þessi gjörð gæti líka minnkað brottflutning fólks. Engin þjóð hefur nokkru sinni staðið af sér úrvindingu (nýyrði!) fólks með meðaltekjur eða þar um bil (af launum, lífeyri eða eignasölu). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Mér er sagt að sífellt fleiri meðallaunamenn, og þá einkum þeir eldri, gangi nú á lífeyrissparnað sinn til þess að standa í lánaskilum. Líklega er meirihlutinn ráðdeildarfólk sem alls ekki er unnt að gera samábyrgt hruninu eins og tíska er um þessar mundir. - Við berum öll sömu ábyrgð - ekki má benda á sökudólga -. Þessi setning heyrist ansi oft. Hún jaðrar við háð þegar þess er gætt að ótaldar þúsundir tóku hvorki lán umfram greiðslugetu né tóku þátt í lífsgæðakapphlaupi. Þessar tugþúsundir (?) lifðu svipuðu lífi fyrsta áratug aldarinnar og áður tíðkaðist hjá þeim. Þær gengu til sinna verka með sama jafnaðargeði og áður. Auðvitað má teygja ábyrgð allra í samfélaginu til þeirrar grunnmenningar og siðferðis sem þar er að finna á hverjum tíma en slíkri félagsábyrgð má ekki rugla saman við ábyrgð á þeirri firru að byggja upp efnahagspíramída sem stendur á haus. Mér er líka sagt að efnahagskerfið, jafngallað og það er, sé á leið upp úr dýpsta kreppudal íslenskrar sögu. Gott og vel, ef báðar þessar frásagnir eru sannar (og mér sýnist svo vera), er komið að því að stjórnvöld, bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður taki til við að ræða (með lausn í huga) hvernig koma megi í veg fyrir hundruð nýrra heimilisgjaldþrota árið 2012 og hvernig styrkja megi furðufyrirbærið hagvöxt með því að létta skuldabyrði íbúðareigenda í skilum svo lágmarkssanngirni sé gætt og kaupmáttur aukist. Þessi gjörð gæti líka minnkað brottflutning fólks. Engin þjóð hefur nokkru sinni staðið af sér úrvindingu (nýyrði!) fólks með meðaltekjur eða þar um bil (af launum, lífeyri eða eignasölu).
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun