Man. Utd mætir Real Madrid | Barcelona og AC Milan mætast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2012 10:10 Real Madrid hafði betur gegn Manchester United í Meistaradeildinni tímabilið 2002-2003. Nordicphotos/Getty Manchester United mætir Real Madrid í stórleik 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var í dag. Fylgst var með drættinum hér á Vísi. Arsenal mætir Bayern München frá Þýskalandi en Bæjarar komust í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut gegn Chelsea. Barcelona mætir AC Milan en ítalska liðið má muna sinn fífil fegurri þótt liðið hafi gert vel að komast í útsláttarkeppnina.Þessi lið mætast (liðið á undan á fyrri leikinn á heimavelli): Real Madrid - Manchester United AC Milan - Barcelona Arsenal - Bayern München Porto - Malaga Shakhtar Donetsk - Borussia Dortmund Valencia - PSG Celtic - Juventus Galatasaray - Schalke Fyrri leikirnir fara fram 12. og 13. febrúar en þeir síðari 19. og 20. febrúar. Ljóst er að Cristiano Ronaldo, liðsmaður Real Madrid, snýr aftur á gamla heimavöll sinn í Manchester. Ronaldo spilaði með Manchester United frá árinu 2003-2009 við afar góðan orðstír. Hann fylgdi í fótspor David Beckham, fyrrum leikmanns United, sem gekk til liðs við spænska risann árið 2003. Celtic frá Glasgow fékk erfitt verkefni þegar liðið dróst gegn Ítalíumeisturum Juventus. „Hvað glæsileika varðar er þetta stórkostlegur leikur. Hvað möguleika okkar varðar þá verður þetta afar erfitt. Þetta hefði verið erfitt alveg sama hver andstæðingurinn hefði verið. Við tökum þessu. Allt getur gerst í tveimur leikjum," sagði Neil Lennon stjóri Celtic. Fyrirkomulagið var þannig að liðunum sextán var raðað í tvo átta liða potta. Í þeim fyrri voru sigurliðin úr riðlunum átta en í hinum liðin í öðru sæti. Lið úr Potti 1 mæta liðum úr Potti 2. Þó geta lið frá sömu löndum ekki mæst og heldur ekki lið sem voru saman í riðli.Pottur 1 Paris Saint-Germain , Schalke 04, Málaga, Borussia Dortmund, Juventus, Bayern München, Barcelona, Manchester UnitedPottur 2 Porto, Arsenal, AC Milan, Real Madrid, Shakhtar Donetsk, Valencia, Celtic, Galatasaray Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Manchester United mætir Real Madrid í stórleik 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var í dag. Fylgst var með drættinum hér á Vísi. Arsenal mætir Bayern München frá Þýskalandi en Bæjarar komust í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut gegn Chelsea. Barcelona mætir AC Milan en ítalska liðið má muna sinn fífil fegurri þótt liðið hafi gert vel að komast í útsláttarkeppnina.Þessi lið mætast (liðið á undan á fyrri leikinn á heimavelli): Real Madrid - Manchester United AC Milan - Barcelona Arsenal - Bayern München Porto - Malaga Shakhtar Donetsk - Borussia Dortmund Valencia - PSG Celtic - Juventus Galatasaray - Schalke Fyrri leikirnir fara fram 12. og 13. febrúar en þeir síðari 19. og 20. febrúar. Ljóst er að Cristiano Ronaldo, liðsmaður Real Madrid, snýr aftur á gamla heimavöll sinn í Manchester. Ronaldo spilaði með Manchester United frá árinu 2003-2009 við afar góðan orðstír. Hann fylgdi í fótspor David Beckham, fyrrum leikmanns United, sem gekk til liðs við spænska risann árið 2003. Celtic frá Glasgow fékk erfitt verkefni þegar liðið dróst gegn Ítalíumeisturum Juventus. „Hvað glæsileika varðar er þetta stórkostlegur leikur. Hvað möguleika okkar varðar þá verður þetta afar erfitt. Þetta hefði verið erfitt alveg sama hver andstæðingurinn hefði verið. Við tökum þessu. Allt getur gerst í tveimur leikjum," sagði Neil Lennon stjóri Celtic. Fyrirkomulagið var þannig að liðunum sextán var raðað í tvo átta liða potta. Í þeim fyrri voru sigurliðin úr riðlunum átta en í hinum liðin í öðru sæti. Lið úr Potti 1 mæta liðum úr Potti 2. Þó geta lið frá sömu löndum ekki mæst og heldur ekki lið sem voru saman í riðli.Pottur 1 Paris Saint-Germain , Schalke 04, Málaga, Borussia Dortmund, Juventus, Bayern München, Barcelona, Manchester UnitedPottur 2 Porto, Arsenal, AC Milan, Real Madrid, Shakhtar Donetsk, Valencia, Celtic, Galatasaray
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira