Man. Utd mætir Real Madrid | Barcelona og AC Milan mætast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2012 10:10 Real Madrid hafði betur gegn Manchester United í Meistaradeildinni tímabilið 2002-2003. Nordicphotos/Getty Manchester United mætir Real Madrid í stórleik 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var í dag. Fylgst var með drættinum hér á Vísi. Arsenal mætir Bayern München frá Þýskalandi en Bæjarar komust í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut gegn Chelsea. Barcelona mætir AC Milan en ítalska liðið má muna sinn fífil fegurri þótt liðið hafi gert vel að komast í útsláttarkeppnina.Þessi lið mætast (liðið á undan á fyrri leikinn á heimavelli): Real Madrid - Manchester United AC Milan - Barcelona Arsenal - Bayern München Porto - Malaga Shakhtar Donetsk - Borussia Dortmund Valencia - PSG Celtic - Juventus Galatasaray - Schalke Fyrri leikirnir fara fram 12. og 13. febrúar en þeir síðari 19. og 20. febrúar. Ljóst er að Cristiano Ronaldo, liðsmaður Real Madrid, snýr aftur á gamla heimavöll sinn í Manchester. Ronaldo spilaði með Manchester United frá árinu 2003-2009 við afar góðan orðstír. Hann fylgdi í fótspor David Beckham, fyrrum leikmanns United, sem gekk til liðs við spænska risann árið 2003. Celtic frá Glasgow fékk erfitt verkefni þegar liðið dróst gegn Ítalíumeisturum Juventus. „Hvað glæsileika varðar er þetta stórkostlegur leikur. Hvað möguleika okkar varðar þá verður þetta afar erfitt. Þetta hefði verið erfitt alveg sama hver andstæðingurinn hefði verið. Við tökum þessu. Allt getur gerst í tveimur leikjum," sagði Neil Lennon stjóri Celtic. Fyrirkomulagið var þannig að liðunum sextán var raðað í tvo átta liða potta. Í þeim fyrri voru sigurliðin úr riðlunum átta en í hinum liðin í öðru sæti. Lið úr Potti 1 mæta liðum úr Potti 2. Þó geta lið frá sömu löndum ekki mæst og heldur ekki lið sem voru saman í riðli.Pottur 1 Paris Saint-Germain , Schalke 04, Málaga, Borussia Dortmund, Juventus, Bayern München, Barcelona, Manchester UnitedPottur 2 Porto, Arsenal, AC Milan, Real Madrid, Shakhtar Donetsk, Valencia, Celtic, Galatasaray Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
Manchester United mætir Real Madrid í stórleik 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var í dag. Fylgst var með drættinum hér á Vísi. Arsenal mætir Bayern München frá Þýskalandi en Bæjarar komust í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut gegn Chelsea. Barcelona mætir AC Milan en ítalska liðið má muna sinn fífil fegurri þótt liðið hafi gert vel að komast í útsláttarkeppnina.Þessi lið mætast (liðið á undan á fyrri leikinn á heimavelli): Real Madrid - Manchester United AC Milan - Barcelona Arsenal - Bayern München Porto - Malaga Shakhtar Donetsk - Borussia Dortmund Valencia - PSG Celtic - Juventus Galatasaray - Schalke Fyrri leikirnir fara fram 12. og 13. febrúar en þeir síðari 19. og 20. febrúar. Ljóst er að Cristiano Ronaldo, liðsmaður Real Madrid, snýr aftur á gamla heimavöll sinn í Manchester. Ronaldo spilaði með Manchester United frá árinu 2003-2009 við afar góðan orðstír. Hann fylgdi í fótspor David Beckham, fyrrum leikmanns United, sem gekk til liðs við spænska risann árið 2003. Celtic frá Glasgow fékk erfitt verkefni þegar liðið dróst gegn Ítalíumeisturum Juventus. „Hvað glæsileika varðar er þetta stórkostlegur leikur. Hvað möguleika okkar varðar þá verður þetta afar erfitt. Þetta hefði verið erfitt alveg sama hver andstæðingurinn hefði verið. Við tökum þessu. Allt getur gerst í tveimur leikjum," sagði Neil Lennon stjóri Celtic. Fyrirkomulagið var þannig að liðunum sextán var raðað í tvo átta liða potta. Í þeim fyrri voru sigurliðin úr riðlunum átta en í hinum liðin í öðru sæti. Lið úr Potti 1 mæta liðum úr Potti 2. Þó geta lið frá sömu löndum ekki mæst og heldur ekki lið sem voru saman í riðli.Pottur 1 Paris Saint-Germain , Schalke 04, Málaga, Borussia Dortmund, Juventus, Bayern München, Barcelona, Manchester UnitedPottur 2 Porto, Arsenal, AC Milan, Real Madrid, Shakhtar Donetsk, Valencia, Celtic, Galatasaray
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti