Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - FH 21-27 Henry Birgir Gunnarsson í Digranesi skrifar 13. desember 2012 14:35 Mynd/Valli FH vann afar auðveldan sigur á HK í Digranesi í kvöld. Þetta var þriðji sigur Hafnfirðinga á Íslandsmeisturunum í vetur. Greinilega ekki búnir að gleyma úrslitarimmunni í fyrra. Leikurinn fór afar rólega af stað. Bæði lið hæg í sínum aðgerðum og hver mistökin ráku önnur. Heimamenn fljótari í gang en FH-ingar tóku þó völdin um miðjan fyrri háfleik. Það gátu þeir þakkað tveim mönnum. Ásbirni Friðrikssyni og Daníel Frey markverði. Ásbjörn óstöðvandi í sókninni og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Daníel að verja góða bolta og óheppinn að verja ekki fleiri. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn tvö mörk, 12-14, og HK engan veginn úr baráttunni. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleik aftur á móti mikið betur. Héldu áfram að keyra hraðaupphlaup í andlitið á lötum HK-ingum sem virtust á stundum ekki nenna í vörnina. Átakanlegt að fylgjast með þessu. HK reif sig upp um kafla en datt svo bara í gamla farið. Sóknarleikurinn ákaflega stirðbusalegur. Varnarleikurinn oft betri og svo er bara ekki hægt að sætta sig við það er menn nenna ekki að hlaupa til baka. Það er eitt orð yfir frammistöðu liðsins í kvöld - hörmung. FH-ingar flottir. Sterkir í vörn, Daníel góður fyrir aftan, flott hraðaupphlaup og skynsamur sóknarleikur. Þeir voru einfaldlega miklu betri og áttu sigurinn skilinn. Einar Andri: Ekki búnir að kvitta gegn HKHK lagði FH í úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. FH hefur svarað því með þrem sigrum á þessu tímabili. Eru þeir búnir að kvitta fyrir það tap? "Nei, ekki enn. Það tap svíður enn þá. Við höfum samt spilað vel gegn HK og þetta var afar sannfærandi hjá okkur í kvöld," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. "Liðið er í mjög góðu standi. Silja Úlfarsdóttir hefur stýrt líkamlegu þjálfuninni í vetur og við höfum verið betri í seinni hálfleik en þeim fyrri í allan vetur. Hún á hrós skilið fyrir það sem og strákarnir sem hafa verið hrikalega duglegir að æfa. "Liðsheildin hjá okkur er orðin rosalega sterk núna. Það eru níu til tíu leikmenn að skora hjá okkur. Við erum ekki háðir einhverjum leikmönnum. Kristinn: Við vorum ömurlegirKristinn Guðmundsson, þjálfari HK, var að vonum langt frá því að vera ánægður með sína menn í kvöld enda gátu þeir sama og ekki neitt. "Þetta var ömurlegt á öllum sviðum hjá okkur í kvöld. Það var í rauninni allt í molum," sagði Kristinn svekktur en hraðaupphlaup FH-inga fóru mjög illa með hans lið. "Við vorum að gefa þeim boltann upp í hendurnar. Þetta var orðin eins og létt æfing hjá þeim. Ég tek samt ekki neitt af FH sem var með alla sína hluti á hreinu. Sóttu á okkar veiku hliðar og gerðu það vel. "Við vorum bara ömurlegir og erum andlega fjarverandi. Við verðum allir að taka ábyrgð á því. Ég neita samt að trúa því að trúin sé farin," sagði Kristinn en hann ætlar að nýta jólafríið vel. "Þessi leikur minnti á skammdegisþunglyndi. Það var eins og skammdegisþunglyndið væri að fara með okkur alla. Við verðum að axla ábyrgð og æfa vel í fríinu. Það er stutt í botninn sem og á toppinn." Ásbjörn: Ekki stórar sveiflur í okkar leikÁsbjörn Friðriksson fór mikinn í fyrri hálfleik í kvöld. Skoraði sjö mörk en hafði sig hægan í þeim síðari. "Þetta var alls ekki auðveldur leikur en við náðum að slíta þá fyrr frá okkur núna en fyrr í vetur. Þetta var ekki auðvelt en öruggt samt," sagði Ásbjörn. "Þeir eru vanir að slútta mjög vel en gerðu það ekki í kvöld og gáfu okkur þar af leiðandi betri tækifæri á hraðaupphlaupum. "Þetta var annars fínn leikur hjá okkur. Við erum búnir að vera mjög "solid" í síðustu leikjum og á því varð engin breyting í kvöld. Við erum að malla þetta hægt og hljóðlega. Það eru ekki þessar miklu sveiflur sem voru hjá okkur áður. Þegar það er í lagi þá vinnum við þessa leiki."Mynd/ValliMynd/ValliMynd/Valli Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
FH vann afar auðveldan sigur á HK í Digranesi í kvöld. Þetta var þriðji sigur Hafnfirðinga á Íslandsmeisturunum í vetur. Greinilega ekki búnir að gleyma úrslitarimmunni í fyrra. Leikurinn fór afar rólega af stað. Bæði lið hæg í sínum aðgerðum og hver mistökin ráku önnur. Heimamenn fljótari í gang en FH-ingar tóku þó völdin um miðjan fyrri háfleik. Það gátu þeir þakkað tveim mönnum. Ásbirni Friðrikssyni og Daníel Frey markverði. Ásbjörn óstöðvandi í sókninni og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Daníel að verja góða bolta og óheppinn að verja ekki fleiri. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn tvö mörk, 12-14, og HK engan veginn úr baráttunni. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleik aftur á móti mikið betur. Héldu áfram að keyra hraðaupphlaup í andlitið á lötum HK-ingum sem virtust á stundum ekki nenna í vörnina. Átakanlegt að fylgjast með þessu. HK reif sig upp um kafla en datt svo bara í gamla farið. Sóknarleikurinn ákaflega stirðbusalegur. Varnarleikurinn oft betri og svo er bara ekki hægt að sætta sig við það er menn nenna ekki að hlaupa til baka. Það er eitt orð yfir frammistöðu liðsins í kvöld - hörmung. FH-ingar flottir. Sterkir í vörn, Daníel góður fyrir aftan, flott hraðaupphlaup og skynsamur sóknarleikur. Þeir voru einfaldlega miklu betri og áttu sigurinn skilinn. Einar Andri: Ekki búnir að kvitta gegn HKHK lagði FH í úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. FH hefur svarað því með þrem sigrum á þessu tímabili. Eru þeir búnir að kvitta fyrir það tap? "Nei, ekki enn. Það tap svíður enn þá. Við höfum samt spilað vel gegn HK og þetta var afar sannfærandi hjá okkur í kvöld," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. "Liðið er í mjög góðu standi. Silja Úlfarsdóttir hefur stýrt líkamlegu þjálfuninni í vetur og við höfum verið betri í seinni hálfleik en þeim fyrri í allan vetur. Hún á hrós skilið fyrir það sem og strákarnir sem hafa verið hrikalega duglegir að æfa. "Liðsheildin hjá okkur er orðin rosalega sterk núna. Það eru níu til tíu leikmenn að skora hjá okkur. Við erum ekki háðir einhverjum leikmönnum. Kristinn: Við vorum ömurlegirKristinn Guðmundsson, þjálfari HK, var að vonum langt frá því að vera ánægður með sína menn í kvöld enda gátu þeir sama og ekki neitt. "Þetta var ömurlegt á öllum sviðum hjá okkur í kvöld. Það var í rauninni allt í molum," sagði Kristinn svekktur en hraðaupphlaup FH-inga fóru mjög illa með hans lið. "Við vorum að gefa þeim boltann upp í hendurnar. Þetta var orðin eins og létt æfing hjá þeim. Ég tek samt ekki neitt af FH sem var með alla sína hluti á hreinu. Sóttu á okkar veiku hliðar og gerðu það vel. "Við vorum bara ömurlegir og erum andlega fjarverandi. Við verðum allir að taka ábyrgð á því. Ég neita samt að trúa því að trúin sé farin," sagði Kristinn en hann ætlar að nýta jólafríið vel. "Þessi leikur minnti á skammdegisþunglyndi. Það var eins og skammdegisþunglyndið væri að fara með okkur alla. Við verðum að axla ábyrgð og æfa vel í fríinu. Það er stutt í botninn sem og á toppinn." Ásbjörn: Ekki stórar sveiflur í okkar leikÁsbjörn Friðriksson fór mikinn í fyrri hálfleik í kvöld. Skoraði sjö mörk en hafði sig hægan í þeim síðari. "Þetta var alls ekki auðveldur leikur en við náðum að slíta þá fyrr frá okkur núna en fyrr í vetur. Þetta var ekki auðvelt en öruggt samt," sagði Ásbjörn. "Þeir eru vanir að slútta mjög vel en gerðu það ekki í kvöld og gáfu okkur þar af leiðandi betri tækifæri á hraðaupphlaupum. "Þetta var annars fínn leikur hjá okkur. Við erum búnir að vera mjög "solid" í síðustu leikjum og á því varð engin breyting í kvöld. Við erum að malla þetta hægt og hljóðlega. Það eru ekki þessar miklu sveiflur sem voru hjá okkur áður. Þegar það er í lagi þá vinnum við þessa leiki."Mynd/ValliMynd/ValliMynd/Valli
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira