Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - FH 21-27 Henry Birgir Gunnarsson í Digranesi skrifar 13. desember 2012 14:35 Mynd/Valli FH vann afar auðveldan sigur á HK í Digranesi í kvöld. Þetta var þriðji sigur Hafnfirðinga á Íslandsmeisturunum í vetur. Greinilega ekki búnir að gleyma úrslitarimmunni í fyrra. Leikurinn fór afar rólega af stað. Bæði lið hæg í sínum aðgerðum og hver mistökin ráku önnur. Heimamenn fljótari í gang en FH-ingar tóku þó völdin um miðjan fyrri háfleik. Það gátu þeir þakkað tveim mönnum. Ásbirni Friðrikssyni og Daníel Frey markverði. Ásbjörn óstöðvandi í sókninni og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Daníel að verja góða bolta og óheppinn að verja ekki fleiri. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn tvö mörk, 12-14, og HK engan veginn úr baráttunni. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleik aftur á móti mikið betur. Héldu áfram að keyra hraðaupphlaup í andlitið á lötum HK-ingum sem virtust á stundum ekki nenna í vörnina. Átakanlegt að fylgjast með þessu. HK reif sig upp um kafla en datt svo bara í gamla farið. Sóknarleikurinn ákaflega stirðbusalegur. Varnarleikurinn oft betri og svo er bara ekki hægt að sætta sig við það er menn nenna ekki að hlaupa til baka. Það er eitt orð yfir frammistöðu liðsins í kvöld - hörmung. FH-ingar flottir. Sterkir í vörn, Daníel góður fyrir aftan, flott hraðaupphlaup og skynsamur sóknarleikur. Þeir voru einfaldlega miklu betri og áttu sigurinn skilinn. Einar Andri: Ekki búnir að kvitta gegn HKHK lagði FH í úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. FH hefur svarað því með þrem sigrum á þessu tímabili. Eru þeir búnir að kvitta fyrir það tap? "Nei, ekki enn. Það tap svíður enn þá. Við höfum samt spilað vel gegn HK og þetta var afar sannfærandi hjá okkur í kvöld," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. "Liðið er í mjög góðu standi. Silja Úlfarsdóttir hefur stýrt líkamlegu þjálfuninni í vetur og við höfum verið betri í seinni hálfleik en þeim fyrri í allan vetur. Hún á hrós skilið fyrir það sem og strákarnir sem hafa verið hrikalega duglegir að æfa. "Liðsheildin hjá okkur er orðin rosalega sterk núna. Það eru níu til tíu leikmenn að skora hjá okkur. Við erum ekki háðir einhverjum leikmönnum. Kristinn: Við vorum ömurlegirKristinn Guðmundsson, þjálfari HK, var að vonum langt frá því að vera ánægður með sína menn í kvöld enda gátu þeir sama og ekki neitt. "Þetta var ömurlegt á öllum sviðum hjá okkur í kvöld. Það var í rauninni allt í molum," sagði Kristinn svekktur en hraðaupphlaup FH-inga fóru mjög illa með hans lið. "Við vorum að gefa þeim boltann upp í hendurnar. Þetta var orðin eins og létt æfing hjá þeim. Ég tek samt ekki neitt af FH sem var með alla sína hluti á hreinu. Sóttu á okkar veiku hliðar og gerðu það vel. "Við vorum bara ömurlegir og erum andlega fjarverandi. Við verðum allir að taka ábyrgð á því. Ég neita samt að trúa því að trúin sé farin," sagði Kristinn en hann ætlar að nýta jólafríið vel. "Þessi leikur minnti á skammdegisþunglyndi. Það var eins og skammdegisþunglyndið væri að fara með okkur alla. Við verðum að axla ábyrgð og æfa vel í fríinu. Það er stutt í botninn sem og á toppinn." Ásbjörn: Ekki stórar sveiflur í okkar leikÁsbjörn Friðriksson fór mikinn í fyrri hálfleik í kvöld. Skoraði sjö mörk en hafði sig hægan í þeim síðari. "Þetta var alls ekki auðveldur leikur en við náðum að slíta þá fyrr frá okkur núna en fyrr í vetur. Þetta var ekki auðvelt en öruggt samt," sagði Ásbjörn. "Þeir eru vanir að slútta mjög vel en gerðu það ekki í kvöld og gáfu okkur þar af leiðandi betri tækifæri á hraðaupphlaupum. "Þetta var annars fínn leikur hjá okkur. Við erum búnir að vera mjög "solid" í síðustu leikjum og á því varð engin breyting í kvöld. Við erum að malla þetta hægt og hljóðlega. Það eru ekki þessar miklu sveiflur sem voru hjá okkur áður. Þegar það er í lagi þá vinnum við þessa leiki."Mynd/ValliMynd/ValliMynd/Valli Olís-deild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
FH vann afar auðveldan sigur á HK í Digranesi í kvöld. Þetta var þriðji sigur Hafnfirðinga á Íslandsmeisturunum í vetur. Greinilega ekki búnir að gleyma úrslitarimmunni í fyrra. Leikurinn fór afar rólega af stað. Bæði lið hæg í sínum aðgerðum og hver mistökin ráku önnur. Heimamenn fljótari í gang en FH-ingar tóku þó völdin um miðjan fyrri háfleik. Það gátu þeir þakkað tveim mönnum. Ásbirni Friðrikssyni og Daníel Frey markverði. Ásbjörn óstöðvandi í sókninni og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Daníel að verja góða bolta og óheppinn að verja ekki fleiri. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn tvö mörk, 12-14, og HK engan veginn úr baráttunni. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleik aftur á móti mikið betur. Héldu áfram að keyra hraðaupphlaup í andlitið á lötum HK-ingum sem virtust á stundum ekki nenna í vörnina. Átakanlegt að fylgjast með þessu. HK reif sig upp um kafla en datt svo bara í gamla farið. Sóknarleikurinn ákaflega stirðbusalegur. Varnarleikurinn oft betri og svo er bara ekki hægt að sætta sig við það er menn nenna ekki að hlaupa til baka. Það er eitt orð yfir frammistöðu liðsins í kvöld - hörmung. FH-ingar flottir. Sterkir í vörn, Daníel góður fyrir aftan, flott hraðaupphlaup og skynsamur sóknarleikur. Þeir voru einfaldlega miklu betri og áttu sigurinn skilinn. Einar Andri: Ekki búnir að kvitta gegn HKHK lagði FH í úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. FH hefur svarað því með þrem sigrum á þessu tímabili. Eru þeir búnir að kvitta fyrir það tap? "Nei, ekki enn. Það tap svíður enn þá. Við höfum samt spilað vel gegn HK og þetta var afar sannfærandi hjá okkur í kvöld," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. "Liðið er í mjög góðu standi. Silja Úlfarsdóttir hefur stýrt líkamlegu þjálfuninni í vetur og við höfum verið betri í seinni hálfleik en þeim fyrri í allan vetur. Hún á hrós skilið fyrir það sem og strákarnir sem hafa verið hrikalega duglegir að æfa. "Liðsheildin hjá okkur er orðin rosalega sterk núna. Það eru níu til tíu leikmenn að skora hjá okkur. Við erum ekki háðir einhverjum leikmönnum. Kristinn: Við vorum ömurlegirKristinn Guðmundsson, þjálfari HK, var að vonum langt frá því að vera ánægður með sína menn í kvöld enda gátu þeir sama og ekki neitt. "Þetta var ömurlegt á öllum sviðum hjá okkur í kvöld. Það var í rauninni allt í molum," sagði Kristinn svekktur en hraðaupphlaup FH-inga fóru mjög illa með hans lið. "Við vorum að gefa þeim boltann upp í hendurnar. Þetta var orðin eins og létt æfing hjá þeim. Ég tek samt ekki neitt af FH sem var með alla sína hluti á hreinu. Sóttu á okkar veiku hliðar og gerðu það vel. "Við vorum bara ömurlegir og erum andlega fjarverandi. Við verðum allir að taka ábyrgð á því. Ég neita samt að trúa því að trúin sé farin," sagði Kristinn en hann ætlar að nýta jólafríið vel. "Þessi leikur minnti á skammdegisþunglyndi. Það var eins og skammdegisþunglyndið væri að fara með okkur alla. Við verðum að axla ábyrgð og æfa vel í fríinu. Það er stutt í botninn sem og á toppinn." Ásbjörn: Ekki stórar sveiflur í okkar leikÁsbjörn Friðriksson fór mikinn í fyrri hálfleik í kvöld. Skoraði sjö mörk en hafði sig hægan í þeim síðari. "Þetta var alls ekki auðveldur leikur en við náðum að slíta þá fyrr frá okkur núna en fyrr í vetur. Þetta var ekki auðvelt en öruggt samt," sagði Ásbjörn. "Þeir eru vanir að slútta mjög vel en gerðu það ekki í kvöld og gáfu okkur þar af leiðandi betri tækifæri á hraðaupphlaupum. "Þetta var annars fínn leikur hjá okkur. Við erum búnir að vera mjög "solid" í síðustu leikjum og á því varð engin breyting í kvöld. Við erum að malla þetta hægt og hljóðlega. Það eru ekki þessar miklu sveiflur sem voru hjá okkur áður. Þegar það er í lagi þá vinnum við þessa leiki."Mynd/ValliMynd/ValliMynd/Valli
Olís-deild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita