Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, hafnaði í 21. sæti á Disney Lake Buena Vista golfmótinu sem lauk í Flórídafylki í Bandaríkjunum í gær.
Ólafur Björn spilaði lokahringinn á þremur höggum undir pari og var á sjö undir samanlagt. Andy Pope hafði sigur á sextán höggum undir pari samanlagt.
Ólafur Björn komst nokkuð örugglega í gegnum niðurskurðinn sem var að loknum tveimur hringjum. Hann spilaði fyrsta hringinn á þremur undir pari, var einu undir pari á öðrum hring og jafnaði árangur sinn fyrsta daginn í gær.
Ólafur Björn fékk um 130 þúsund krónur í sinn hlut fyrir árangur sinn.
Lokastaðan í mótinu.

