Hinn sex ára gamli Jack Pinto er eitt af fórnarlömbum skotárásrinnar í Newtown á föstudag. Útherji NY Giants, Victor Cruz, var hans uppáhaldsíþróttamaður og Cruz heimsótti fjölskyldu Pinto í gær.
Þá var búið að jarðsetja Pinto en hann var jarðsettur í Victor Cruz-treyju. Leikmanninum var kunnugt um dálæti leikmannsins á sér og skrifaði nafn Jack Pinto á skóna sína í leik Giants síðasta sunnudag.
Cruz eyddi dágóðum tíma á heimili Pinto-fjölskyldunnar en þar var fjöldi krakka að leika sér í fótbolta utan dyra í Giants-treyjum og Newtown-fótboltabúningum.
Leikmaðurinn tísti á Twitter eftir heimsóknina: "Mikil ást til Pinto-fjölskyldunnar. Frábært fólk með stórt hjarta."
Heimsótti fjölskyldu fórnarlambs Newtown-skotárásarinnar
