Kyoto-bókunin ekki nóg - Ísland þarf að taka sig á Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 9. desember 2012 14:25 Árni Finnsson segir Ísland þurfa að gera betur. Ísland hefur samþykkt að skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um tuttugu prósent til ársins 2020. Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig verulega á og sína ábyrgð. Samþykkt var á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katar í gær að framlengja Kyoto bókunina svokölluðu um losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2020. Árni Finnsson formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segist hafa haft litlar væntingar fyrir ráðstefnunni og þessi framlenging hafi lítil áhrif. „Vegna þess að Kyoto bókunin nær bara til hluta iðnríkjanna og á heildina litið er þetta bara 15% af heildarlosun í heiminum af gróðurhúsalofttegundum sem að þessi ríki, sem tilheyra Kyoto bókuninni, losa," segir Árni. Hann segir að meira þurfi að koma til, þar sem stór ríki á borð við Bandaríkin og Kanada eru ekki innan bókunarinnar, og nær hún því ekki til að takast á við hlýnun jarðar. „Sem að þýðir ef þetta heldur áfram að meðalhitastig mun hækka um 4 gráður að meðaltali fyrir lok þessarar aldar og það hefur gríðarlega alvarlegar afleiðingar í för með sér," segir Árni. Á ráðstefnunni samþykktu Íslendingar að skuldbinda sig með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um tuttugu prósent til ársins 2020, miðað við árið 1990, en Ísland hyggst uppfylla þá skuldbindingu annars vegar með þátttöku í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir og hins vegar með því að framkvæma aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. „Vandamálið er losunin, og þar þurfa íslensk stjórnvöld að taka sig verulega á, og sjávarútvegurinnræður til dæmis hvernig þeir haga losun sinni," segir Árni. „Ísland þarf að taka virkan þátt í mótun loftslagsstefnu Evrópusambandsins, vera þar inni og sýna ábyrgð og taka sína ábyrgð," segir Árni að lokum. Loftslagsmál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Ísland hefur samþykkt að skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um tuttugu prósent til ársins 2020. Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig verulega á og sína ábyrgð. Samþykkt var á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katar í gær að framlengja Kyoto bókunina svokölluðu um losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2020. Árni Finnsson formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segist hafa haft litlar væntingar fyrir ráðstefnunni og þessi framlenging hafi lítil áhrif. „Vegna þess að Kyoto bókunin nær bara til hluta iðnríkjanna og á heildina litið er þetta bara 15% af heildarlosun í heiminum af gróðurhúsalofttegundum sem að þessi ríki, sem tilheyra Kyoto bókuninni, losa," segir Árni. Hann segir að meira þurfi að koma til, þar sem stór ríki á borð við Bandaríkin og Kanada eru ekki innan bókunarinnar, og nær hún því ekki til að takast á við hlýnun jarðar. „Sem að þýðir ef þetta heldur áfram að meðalhitastig mun hækka um 4 gráður að meðaltali fyrir lok þessarar aldar og það hefur gríðarlega alvarlegar afleiðingar í för með sér," segir Árni. Á ráðstefnunni samþykktu Íslendingar að skuldbinda sig með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um tuttugu prósent til ársins 2020, miðað við árið 1990, en Ísland hyggst uppfylla þá skuldbindingu annars vegar með þátttöku í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir og hins vegar með því að framkvæma aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. „Vandamálið er losunin, og þar þurfa íslensk stjórnvöld að taka sig verulega á, og sjávarútvegurinnræður til dæmis hvernig þeir haga losun sinni," segir Árni. „Ísland þarf að taka virkan þátt í mótun loftslagsstefnu Evrópusambandsins, vera þar inni og sýna ábyrgð og taka sína ábyrgð," segir Árni að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira