Lawrie flottur á seinni níu og er með forystuna í Suður-Afríku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2012 18:20 Paul Lawrie. Mynd/NordicPhotos/Getty Skotinn Paul Lawrie er efstur eftir tvo hringi á Nedbank Golf-mótinu sem fer fram í Sun City í Suður-Afríku um helgina. Þetta er boðsmót þar sem tólf kylfingar fá tækifæri til að vinna fimm milljónir dollara eða 630 milljónir íslenskra króna. Lawrie var frábær á seinni níu holunum á öðrum hringnum þar sem hann fékk þrjá fugla og endaði daginn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Lawrie er búinn að spila tvo fyrstu dagana á fjórum höggum undir pari (140 högg) og er með eins höggs forskot á Þjóðverjann Martin Kaymer. Bandaríkjamaðurinn Bill Haas var í forystu eftir fyrsta hringinn en er nú í þriðja sætinu ásamt Belganum Nicolas Colsaerts. Ítalinn Francesco Molinari og heimamennirnir Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel koma síðan í næstu sætum. Justin Rose, sá kylfingur sem er hæstur á Heimslistanum af þeim sem taka þátt í mótinu, lék á 79 höggum í dag og er í tólfta og neðsta sæti á 152 höggum eftir tvo daga. Lee Westwood er sjötti á heimslistanum og vann mótið undanfarin tvö ár en hann lék annan hringinn á 73 höggum og er í 7. sæti á 144 höggum. Síðustu tveir dagarnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport um helgina þar sem Eyjamaðurinn Þorsteinn Hallgrímsson lýsir af sinni alkunnu snilld. Útsendingin hefst klukkan 11.00 á morgun og klukkan 9.00 á sunnudaginn. Golf Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Skotinn Paul Lawrie er efstur eftir tvo hringi á Nedbank Golf-mótinu sem fer fram í Sun City í Suður-Afríku um helgina. Þetta er boðsmót þar sem tólf kylfingar fá tækifæri til að vinna fimm milljónir dollara eða 630 milljónir íslenskra króna. Lawrie var frábær á seinni níu holunum á öðrum hringnum þar sem hann fékk þrjá fugla og endaði daginn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Lawrie er búinn að spila tvo fyrstu dagana á fjórum höggum undir pari (140 högg) og er með eins höggs forskot á Þjóðverjann Martin Kaymer. Bandaríkjamaðurinn Bill Haas var í forystu eftir fyrsta hringinn en er nú í þriðja sætinu ásamt Belganum Nicolas Colsaerts. Ítalinn Francesco Molinari og heimamennirnir Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel koma síðan í næstu sætum. Justin Rose, sá kylfingur sem er hæstur á Heimslistanum af þeim sem taka þátt í mótinu, lék á 79 höggum í dag og er í tólfta og neðsta sæti á 152 höggum eftir tvo daga. Lee Westwood er sjötti á heimslistanum og vann mótið undanfarin tvö ár en hann lék annan hringinn á 73 höggum og er í 7. sæti á 144 höggum. Síðustu tveir dagarnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport um helgina þar sem Eyjamaðurinn Þorsteinn Hallgrímsson lýsir af sinni alkunnu snilld. Útsendingin hefst klukkan 11.00 á morgun og klukkan 9.00 á sunnudaginn.
Golf Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira